Lögregla ræðst inn hjá Yukos 3. júlí 2004 00:01 Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust inn í aðalstöðvar Yukos-olíufélagsins í Moskvu í dag. Fyrir fáum dögum neituðu yfirvöld í Rússlandi að veita Yukos aðgang að frystum eignum sínum svo að fyrirtækið gæti greitt skattaskuldir sínar. Á fimmtudaginn var Yukos gefinn fimm daga frestur til að greiða rússneskum skattayfirvöldum 3,4 milljarða bandaríkjadala vegna vangoldinna skatta frá árinu 2001. Yfirmenn Yukos fóru þess á leit við yfirvöld að fá eigur fyrirtækisins til baka svo unnt væri að selja hluta þeirra til þess að greiða skuldina. Yfirvöld, sem frystu eignir fyrirtækisins eftir að aðaleigandi þess, Mikhaíl Khodorkovsky, var hnepptur í gæsluvarðhald, neituðu hins vegar beiðninni. Óljóst er hvaða tilgangi aðgerðirnar í dag þjóna þar sem fyrrgreindur frestur rennur ekki út fyrr en á mánudaginn. Ólíklegt er því að stjórnvöld hafi rétt til yfirtöku höfuðstöðva fyrirtækisins fyrr en þá. Að sögn talsmanna fyrirtækisins fyrr í dag stóð þó ekki til að veita aðgerðum lögreglu mótspyrnu. Yukos, sem er stærsta olíufélag Rússlands, skilar af sér 1,7 milljónum tunna af olíu á degi hverjum og starfsmenn fyrirtækisins eru yfir 100 þúsund. Kæmu yfirvöld í Rússlandi fyrirtækinu á kné yrði það mikið áfall fyrir ímynd Rússlands og gæti minnkað til muna framleiðni í olíuiðnaði sem er helsta tekjulind landsins. Margir telja aðgerðir yfirvalda í garð Yukos og Khodorkovskys vera hefndaraðgerðir vegna andstöðu Khodorkovskys við stefnu Vladimirs Pútín, Rússlandsforseta. Réttarhöldin yfir Khodorkovsky hefjast á nýjan leik 12. júlí næstkomandi. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust inn í aðalstöðvar Yukos-olíufélagsins í Moskvu í dag. Fyrir fáum dögum neituðu yfirvöld í Rússlandi að veita Yukos aðgang að frystum eignum sínum svo að fyrirtækið gæti greitt skattaskuldir sínar. Á fimmtudaginn var Yukos gefinn fimm daga frestur til að greiða rússneskum skattayfirvöldum 3,4 milljarða bandaríkjadala vegna vangoldinna skatta frá árinu 2001. Yfirmenn Yukos fóru þess á leit við yfirvöld að fá eigur fyrirtækisins til baka svo unnt væri að selja hluta þeirra til þess að greiða skuldina. Yfirvöld, sem frystu eignir fyrirtækisins eftir að aðaleigandi þess, Mikhaíl Khodorkovsky, var hnepptur í gæsluvarðhald, neituðu hins vegar beiðninni. Óljóst er hvaða tilgangi aðgerðirnar í dag þjóna þar sem fyrrgreindur frestur rennur ekki út fyrr en á mánudaginn. Ólíklegt er því að stjórnvöld hafi rétt til yfirtöku höfuðstöðva fyrirtækisins fyrr en þá. Að sögn talsmanna fyrirtækisins fyrr í dag stóð þó ekki til að veita aðgerðum lögreglu mótspyrnu. Yukos, sem er stærsta olíufélag Rússlands, skilar af sér 1,7 milljónum tunna af olíu á degi hverjum og starfsmenn fyrirtækisins eru yfir 100 þúsund. Kæmu yfirvöld í Rússlandi fyrirtækinu á kné yrði það mikið áfall fyrir ímynd Rússlands og gæti minnkað til muna framleiðni í olíuiðnaði sem er helsta tekjulind landsins. Margir telja aðgerðir yfirvalda í garð Yukos og Khodorkovskys vera hefndaraðgerðir vegna andstöðu Khodorkovskys við stefnu Vladimirs Pútín, Rússlandsforseta. Réttarhöldin yfir Khodorkovsky hefjast á nýjan leik 12. júlí næstkomandi.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira