Fleiri fréttir

Þrír létust

Þrír létust og fimmtán særðust þegar sprengja sprakk um borð í strætisvagni í Istanbúl. Sprengjan sprakk í fangi konu á þrítugsaldri sem var meðal farþega. Talið er að hún hafi verið að flytja sprengjuna á annan stað en sprengjan sprungið fyrr en til var ætlast.

Leiðtogar ræða saman

Joseph Kabila, forseti Kongó, gerir ráð fyrir því að hitta Paul Kagame, forseta Rúanda, fljótlega og ræða óvissuna sem nú er uppi vegna ólgu í austurhluta Kongó.

Samkeppni í bensínverði virk

Verð á bensínlítra er rúmlega níu krónum dýrara á hvern lítra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, segir forsendu lágs bensínverðs vera að tvær sjálfsafreiðslustöðvar frá sitt hvoru fyrirtækinu séu til staðar.

Umheimurinn sinnulaus

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, segir að stofnunin beri ekki ábyrgð á sinnuleysi umheimsins vegna blóðugra átakanna í Súdan.

Tugir féllu í árás Tsjetsjena

Þúsundir herdeilda flykkjast til borgarinnar Nazran í Ingúsetíuhéraði í Suður-Rússlandi við landamæri Tsjetsjeníu til að uppræta tsjetsjenska uppreisnarhópa. Þeir eru grunaðir um að kveikja í lögreglustöð og opinberum byggingum í þremur bæjum héraðsins. 48 menn urðu eldunum að bráð.

Þjónustan hvíli á þremur stoðum

Á fundi borgarráðs voru lagðar fram tillögur að stofnun fimm þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar, stofnun sérstaks símavers og um stóraukna rafræna stjórnsýslu.

Verðbólgan nartar í kaupmáttinn

Launavísitala í maí hækkaði um 0,8 prósent frá því í apríl. Hækunin nemur 4,6 prósentum á ársgrundvelli. Á sama tíma hefur verðbólgan mælst 3,2 prósent. Launahækkanir hafa því rétt ríflega haldið í við verðbólguna. Kaupmáttur launa hefur hækkað um 1,35 prósent á tímabilinu.

Enn stímir Landspítalinn framúr

Bráðabirgðauppgjör Landspítala háskólasjúkrahúss eftir fyrstu fimm mánuði ársins sýnir 99.5 m.kr. umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Þetta kemur fram í stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir tímabilið janúar til maí.

Tveir fyrir dóm vegna bankaráns

Tuttugu og eins árs maður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa framið vopnað bankarán í úitibúi Búnaðarbanka Íslands að Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember í fyrra.

Mannslát á Þingeyri

Banaslys varð á Þingeyri í gærkvöld þegar maður á áttræðisaldri drukknaði þar í höfninni. Engin vitni voru að slysinu en menn, sem áttu leið framhjá laust fyrir klukkan sjö í gærvköld, sáu manninn á floti í höfninni.

Opinber skjöl um meðferð fanga

Hvíta húsið hefur birt fjölda opinberra skjala um meðferð fanga í von um að slá á gagnrýni vegna illrar meðferðar þeirra og sanna að ekki hafi verið skipað fyrir um pyntingar og svívirðingar á æðstu stöðum. Lítið mun þó koma fram í skjölunum sem varpar ljósi á stefnu stjórnvalda og framferði fangavarða í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og víðar.

Kona finnst við Heklu

Fjölmennt björgunarlið frá Hellu, Hvolsvelli og víðar, með aðstoð björgunarhunda, fundu belgíska ferðakonu heila á húfi við Heklurætur laust fyrir klukkan sex í morgun. Hún varð viðskila við ferðafélaga sinn í Hekluhlíðum í gærkvöld og hófst leit um klukkan 22.

Hóta að drepa forsætisráðherrann

Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Musab al-Zarqawi, hótar að drepa nýjan forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi. Hótunin kom fram á hljóðupptöku sem íslömsk vefsíða birti í morgun. Þar segist Zarqawi hafa fundið rétta eitrið og beitt sverð til að drepa Allawi.

Þyrla sækir konu í Landmannalaugar

Erlend ferðakona meiddist á fæti í Landmannalaugum í gærkvöld og þar sem hún þjáðist, og vegurinn að slysstað er vondur, óskaði læknir á vettvangi eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Margar bílveltur í gærkvöld

Einn maður slasaðist og annar slapp nær ómeiddur þegar bíll þeirra valt á veginum á milli Sandgerðis og Garðs í gærkvöld.

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu

George Bush forseti Bandaríkjanna hyggst bjóða Norður-Kóreumönnum aðstoð af einhverju tagi gegn ýmsum ströngum skilyrðum, þar á meðal að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni.

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu

George Bush forseti Bandaríkjanna hyggst bjóða Norður-Kóreumönnum aðstoð af einhverju tagi gegn ýmsum ströngum skilyrðum, þar á meðal að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni.

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu

George Bush forseti Bandaríkjanna hyggst bjóða Norður-Kóreumönnum aðstoð af einhverju tagi gegn ýmsum ströngum skilyrðum, þar á meðal að hætta kjarnorkuvopnaáætlun sinni.

Bretarnir í Íran fá frelsi

Átta breskir hermenn sem sitja í haldi í Íran hljóta frelsi von bráðar. Mennirnir voru um borð í þremur bátum, sem Íranar segja hafa haldið inn í íranska landhelgi á mánudag, og voru þeir handsamaðir í kjölfarið.

Dómur í Landssímamálinu í dag

Dómur fellur í Landssímamálinu, einu stærsta fjársvikamáli sem upp hefur komist hér á landi, í Héraðdómi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Einn sakborninganna, Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssímans, hefur játaði um 260 milljóna króna fjárdrátt.

Verkfall norskra olíuverkamanna

Allt stefnir í allsherjarverkfall meðal verkamanna í norska olíuiðnaðinum og að framleiðslan lamist sem óhjákvæmilega leiddi til hækkunar olíuverðs á heimsmarkaði. Eftir að hluti verkamanna í greininni hefur verið í verkfalli í sex daga segja talsmenn þeirra að lítið sem ekkert miði í samkomulagsátt og að allsherjarverkfall blasi við.

Banaslys á Þingeyri

Banaslys varð á Þingeyri í gærkvöld þegar Guðmundur Friðgeir Magnússon, 77 ára að aldri, til heimilis að Brekkugötu 2, drukknaði þar í höfninni. Engin vitni voru að slysinu en menn, sem áttu leið framhjá laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld, sáu hann á floti í höfninni.

Saddam Hússein segist líða vel

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, segir í bréfi sem hann hefur sent fjölskyldu sinni að sér líði vel andlega og þakkar guði almáttugum fyrir það. Bréfið var vandlega ritskoðað af hernaðaryfirvöldum og níu af fjórtán línum þess strikaðar út.

Eldisþorskur eftirsóttari

Erlendir fiskkaupendur greiða hærra verð fyrir íslenskan eldisþorsk en villta þorskinn samkvæmt reynslu Brims fiskeldis við Eyjafjörð. Að vísu er um mjög lítið magn að ræða sem slátrað er hjá Brimi, eða 1,5-4 tonn á viku, en viðtökur lofa góðu.

Þrýstingur í stað þvingana

Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hafi lýst áhyggjum af hvalveiðum Íslendinga í vísindaskyni í gær. Þess í stað stendur til að beita pólitískum þrýstingi.

Tilboðin langt undir áætlun

Tilboð í tengivirki fyrir Landsvirkjun í Fljótsdal eru langt undir kostnaðaráætlun en þau voru opnuð í gær. Aðeins tveir verktakar buðu í verkið, Fosskraft rúmar 473 milljónir króna og Keflavíkurverktakar röskar 457 milljónir króna.

Ófullnægjandi upplýsingar á Netinu

Verulega skortir á að upplýsingar þeirra sem selja vöru og þjónustu á Netinu séu fullnægjandi. Þetta er niðurstaða Samkeppnisstofnunar sem nýverið kannaði um 10 þúsund íslenskar vefsíður og gerði athugasemdir við fjórðung þeirra.

Sexföldun í smiti á lömunarveiki

Mesti lömunarveikisfaraldur síðari ára geisar nú í Nígeríu og hætta er á að faraldurinn dreifist til Mið- og Vestur-Afríku. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hafa nú þegar sex sinnum fleiri börn smitast af sjúkdómnum í ár en á síðasta ári.

Félag bókagerðarmanna samþykkir

Félag bókagerðarmanna hefur samþykkt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt talningu atkvæða í gærkvöld. Tæplega tólf hundruð voru á kjörskrá en aðeins um það bil fjórðungur greiddi atkvæði. Af þeim var yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi samningnum.

Dómur fallinn í Landssímamálinu

Dómur féll í Landssímamálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssímans og höfuðpaurinn í málinu, var dæmdur í óskilorðsbundið fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Stálpípuverksmiðja í Helguvík

Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík innan fjögurra til fimm mánaða. Bandaríski stálpípuframleiðandinn International Pipe and tube er á lokastigum fjármögnunar vegna byggingar verksmiðjunnar.

Sýning tileinkuð íslenska hestinum

Ljósmynda- og minjasýning, tileinkuð íslenska hestinum, verður opnuð á Hellu á morgun. Myndirnar eru úr bókinni Íslenski hesturinn, stærsta yfirlitsriti sem út hefur komið um íslenska hestinn.

Árni Þór áfrýjar dómnum

Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás Eins, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Landssímamálinu svokallaða sem kveðinn var upp síðdegis, að sögn lögmanns hans, Gests Jónssonar.

Kaldaljós fær verðlaun í Slóvakíu

Hilmar Oddsson hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Art Film Festival fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Kaldaljós í Slóvakíu í gærkvöld.

Hrefnuskip bönnuð í Grundarfirði

Hafnarstjórn Grundarfjarðar hefur bannað komu hrefnuveiðiskipa til Grundarfjarðar að því er fram kemur á vestfirska fréttavefnum, Bæjarins besta. Höfnin hefur verið markaðssett sem spennandi viðkomustaður skemmtiferðaskipa og koma hrefnuveiðiskipa í höfnina virðist ekki talin samræmast þeirri markaðssetningu.

„Afsturlunarte“ á Jónsmessunótt

Jónsmessunótt er í nótt. Af því tilefni munu einhverjir velta sér naktir upp úr dögg en fleira stendur til boða. Til dæmis verður Miðnætur- og Ólympíuhlaup í Laugardalnum klukkan 21 í kvöld og líkt og undanfarin ár munu kynngimagnaðir atburðir eiga sér stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Handtekinn með 60 g af kannabis

Snemma í morgun handtók lögreglan á Ísafirði karlmann á átjánda ári og fann í fórum hans tæplega 60 grömm af kannabisefnum. Maðurinn var handtekinn á Ísafjarðarflugvelli en hann var að koma með áætlunarvél frá Reykjavík.

Dalvíkingur í dollarasmygli

Dalvíkingur á fertugsaldri hefur undanfarið rúmt ár tapað fjórum milljónum eftir að hann reyndi að aðstoða Nígeríumann og Suður-Afríkana við að ná 20 milljón dollurum út af bankareikningi og koma þeim undan til Kanada.

Banaslysið á Þingeyri

Banaslys varð á Þingeyri í gærkvöldi þegar karlmaður á áttræðisaldri drukknaði í höfninni. Maðurinn sem lést hét Guðmundur Friðgeir Magnússon, til heimilis að Brekkugötu 2 á Þingeyri. Hann var 77 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.

Forsætisráðherra hótað lífláti

Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi, sem tengdur er al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur opinberlega hótað tilvonandi forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi lífláti. Morðhótunin kom fram á hljóðupptöku sem talið er að komi frá al-Zarqawi.

Enginn þrýstingur vegna hvalveiða

Bandaríska viðskiptaráðuneytið telur Íslendinga grafa undan verndarstefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins með hvalveiðum í vísindaskyni. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að beita Íslendinga pólitískum þrýstingi til að fá þá ofan af því að veiða hvali.

Rafstöð frá Heklu vegna tónleika

Nú er allt að verða klárt fyrir tónleika Deep Purple hér á landi, í kvöld og annað kvöld. Heilmikill búnaður fylgir hljómsveit sem þessari og í mörg horn að líta. Eins og margir muna enduðu tónleikar hljómsveitarinnar hér fyrir 33 árum fremur snubbótt þegar rafmagnið fór af Laugardalshöll.

Eruð þið ekki með eyru spyr Baldur

"Þarf ég að skutla ykkur heim? Eruð þið ekki með eyru? Ég vil ekki tala við ykkur," sagði Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi afundinn við útsendara DV þegar þeir hugðust fylgjast með Baldri í heimsókn í sjónvarpsþættinum 70 mínútur.

Árni Þór og Kristján áfrýja

Sveinbjörn Kristjánsson hefur ekki ákveðið hvort hann uni dómi Héraðsdóms, en Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson hafa báðir ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar. Auður Harpa Andrésdóttir, eini sakborningurinn sem var sýknaður, segir þessi málalok mikinn létti.

Magalenti á Siglufjarðarflugvelli

Dornier flugvél Íslandsflugs, TF-ELH, með tvo flugmenn innanborðs magalenti á flugvellinum á Siglufirði í kvöld. Mennina sakaði ekki.

Sjá næstu 50 fréttir