Erlent

Bretarnir í Íran fá frelsi

Átta breskir hermenn sem sitja í haldi í Íran hljóta frelsi von bráðar. Mennirnir voru um borð í þremur bátum, sem Íranar segja hafa haldið inn í íranska landhelgi á mánudag, og voru þeir handsamaðir í kjölfarið. Í upphafi gætti nokkurrar spennu vegna atviksins en nú segja írönsk stjórnvöld hermennina hafa villst af leið og að þeir hafi ekki haft neitt illt í huga. Bretarnir voru sýndir í íranska sjónvarpinu í gær og viðurkenndu þeir þar að hafa farið inn í íranska landhelgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×