Fleiri fréttir

Sleppt úr haldi

Átta breskum sjóliðum, sem voru í haldi íranskra stjórnvalda, var sleppt í gær.

Tekinn með hass

Karlmaður á átjánda ári var handtekinn af lögreglunni á Ísafirði með tæplega 60 grömm af kannabisefnum í gærmorgun. Hann var að koma með áætlunarvél frá Reykjavík.

Forsætisráðherra hótað

Hótað hefur verið að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraka af dögum. Þetta kom fram á upptöku sem talin er koma frá vígamanninum Abu Musab al-Zarkawi sem hefur tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin.

Miskunnarlaust vísað úr landi

Hundruðum erlendra starfsmanna sem eru á löglegan hátt í Ísrael og hafa alla tilskilda pappíra og leyfi er vísað frá landinu á hverju ári með upplognum ástæðum starfsmanna útlendingaeftirlits landsins. Þetta kemur fram í máli Dekel Muskato, sem þangað til nýverið var yfirmaður útlendingaeftirlitsins og háttsettur lögreglumaður.

Framkvæmdir hefjast í haust

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að sveitarfélagið greiði fimmtán prósent kostnaðar við uppbyggingu hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Búist er við að framkvæmdir hefjist í haust og taki um tvö ár.

Fimmtungur ætlar að skila auðu

Fimmtungur kjósenda ætlar að skila auðu í forsetakosningunum næstkomandi laugardag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Níu af hverjum tíu þeirra sem taka afstöðu ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Ungar sjálfstæðiskonur hvetja kjósendur til að skila auðu.

Ferðalög út í geim

Í kjölfar ferðar Geimflaugar eitt (SpaceShipOne) út í geiminn á mánudaginn hafa vaknað spurningar um það hvort flogið verði með ferðamenn þangað innan fárra ára. Burt Rutan, sem hannaði Geimflaug eitt, hefur efasemdir um að það gerist á allra næstu árum.

Vilja aðstöðu fyrir hjólabretti

Tveir hjólabrettadrengir, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi.

Fannst við rætur Heklu

Belgísk kona sem saknað hafði verið frá því á þriðjudagskvöld fannst heil á húfi snemma í gærmorgun við rætur Heklu.

Allir nýnemar fá skólavist

Fjöldi grunnskólanemenda sem sótti um framhaldsskólavist næsta vetur kom menntamálaráðuneytinu í opna skjöldu. Allt að 98% árgangsins sótti um sem er meiri ásókn en búist var við. Samkvæmt tölum hagstofunnar er það um 5-7% aukning frá árinu 2002, auk þess sem tæplega 500 fleiri skipa þennan árgang en þann síðasta.

Létti við dómsorðið

"Það var ótrúlegur léttir að heyra dómsorðið. Ég vissi að ég hafði ekki gert neitt rangt og það var léttir að dómurinn hafi séð það líka," segir Auður Harpa Andrésdóttir, sem var sýknuð af ákæru á hendur henni í Landssímamálinu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og verða málsvarnarlaun verjanda hennar greidd úr ríkissjóði.

Lægri vextir á nýjum íbúðabréfum

Lægri vextir og frjálsara val þegar kemur að greiðslutíma lána eru meðal kosta nýrra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs sem taka við að húsbréfunum um næstu mánaðamót.

Fjögurra og hálfs árs fangelsi

Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi.

Dómurinn einsdæmi

Þetta er þungur dómur og sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í auðgunarbrotamáli fram að þessu. Fjögurra og hálfs árs fangelsi er einsdæmi," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og saksóknari í Landssímamálinu.

Ólafur getur vel við unað

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur það ekki vera áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson þótt hlutfall auðra seðla verði hátt í forsetakosningunum á laugardaginn kemur.

Ráðherrar á faraldsfæti

Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana.

Blessun yfir samruna

"Þetta kemur okkur ekki á óvart í sjálfu sér, en við erum þó mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, um þá niðurstöðu samkeppnisráðs, að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna hugsanlegra samsteypuáhrifa af samruna Fréttar við Norðurljós.

Enn margir á biðlista

Tæplega 150 unglingar eru enn á skrá eftir atvinnu hjá Vinnumiðlun ungs fólks í Reykjavík þrátt fyrir að langt sé liðið á sumar en alls sóttu rúmlega 2.700 unglingar um í vor.

Fasteignamat hækkar um milljónir

Fasteignamat íbúða og íbúðalóða í Fjarðabyggð mun hækka um 25% frá og með 1. september næstkomandi, um tæpa tvo milljarða króna. Þetta er niðurstaða endurmats sem Fasteignamat ríkisins hefur gert og byggist á kaupsamningum síðustu missera í sveitarfélaginu.

Þyngsti dómur í fjársvikamáli

"Þetta er þungur dómur og sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í auðgunarbrotamáli fram að þessu. Fjögurra og hálfs árs fangelsi er einsdæmi," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og saksóknari í Landssímamálinu.

Ákvörðun um skólagjöld pólitísk

Deildarforsetar við Háskóla Íslands segja skólann ekki hafa fjármagn til að kenna öllum þeim nemendum sem sækja nám við skólann. Eigi að setja skólagjöld við Háskólann sé það hins vegar pólitísk ákvörðun og ekki rétt að þvinga skólann til að eiga frumkvæði að slíkri gjaldtöku.

Húsfyllir á tónleikum Deep Purple

Mikill mannfjöldi sótti tónleika hljómsveitarinnar Deep Purple í Laugardalshöll í kvöld og varð lögregla vör við talsverða ölvun á svæðinu enda var selt áfengi á tónleikunum. Gerðu gestir góðan róm að gömlu hetjunum sem flestir eru komnir vel yfir miðjan aldur en tóku engu að síður góða spretti á sviðinu.

Upplausnarástand fyrir valdaafsal

Fjórir bandarískir landgönguliðar voru felldir í launsátri í borginni Ramadi vestur af Bagdad í Írak í gær og einn hermaður féll í sprengjuárás í höfuðborginni.

Kvæntir menn með hærri laun

Kvæntir menn í Bandaríkjunum eru með um ellefu prósent hærri laun en þeir sem ekki eru kvæntir að því er fram kemur í Sjónarhóli tímariti KPMG.

Of snemmt að afskrifa loðnuna

"Það er allt of snemmt að afskrifa loðnustofninn í ár, það eru engar sérstakar breytingar sem gefa í skyn að eitthvað annað hafi gerst í ár en gerðist með árganginn í hitteðfyrra," segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni.

Óvíst að matarverð myndi lækka

"Þegar reiknaður er út svokallaður markaðsstuðningur OECD má ekki draga þá ályktun að þessi sparnaður skilaði sér í matarinnkaupum fólks á Íslandi ef landið yrði opnað upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og styrkjum til bænda hætt," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.

35 þúsund kjósa í fyrsta sinn

Hagstofan hefur gefið út kjörskrárstofn vegna forsetakjörsins næstkomandi laugardag. Alls eru 213.553 kjósendur á kjörskrá samkvæmt stofninum, 107.119 konur og 106.434 karlar. Sveitarfélög semja endanlega kjörskrá upp úr kjörskrárstofni Hagstofunnar.

Þurfa að viðhalda kosningarétti

Íslendingar búsettir erlendis halda kosningarétti sínum í átta ár, en eftir það þarf að viðhalda honum með því að skrá sig sérstaklega á kjörskrá og gildir skráningin í fjögur ár.

Hlýjast í gær

Hitinn náði 20,3 gráðum í Reykjavík í gær sem er hæsti hiti í borginni í tvö ár.

Ekki síðustu ótíðindin

Um tuttugu manns verður sagt upp um mánaðarmótin hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þeir bætast í hóp þeirra 126 sem sagt hefur verið upp frá 1. október vegna hagræðingar í rekstri Bandaríkjaflota.

Segir nei við Sharon

Verkamannaflokkurinn hefur sent minnihlutastjórn Ariel Sharon viðvörun um að ekki sé hægt að stóla á stuðning þeirra. Vantrauststillaga á ríkisstjórnina var naumlega felld með 55 atkvæðum gegn 50.

Bætist í hóp tilnefndra

Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, bættust í gær í hóp þeirra manna sem eru orðaðir við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Ævilangt fangelsi

"Þessi maður er siðblindur og ráðskast með fólk af fullu samviskuleysi og það mun aldrei breytast," sagði Michel Bourlet, saksóknari í málinu gegn barnaníðingnum og morðingjanum Marc Dutroux.

Stækkun ESB til umræðu

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sat leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Laulasmaa í Eistlandi í gær af hálfu Íslands í fjarveru Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra.

Hitnar í kolunum

Stjórnvöld í Kongó hafa stefnt 5.000 hermönnum til landamærahéraðanna í austurhluta landsins. Stjórnvöld segja þetta gert til að halda aftur af fyrrum uppreisnarmönnum sem eru farnir að láta á sér kræla á nýjan leik en í Rúanda óttast menn að liðsflutningarnir kunni að vera fyrirboði innrásar.

Mun betri falsanir

Fölsuðum evruseðlum rignir yfir Evrópu, sögðu fyrirlesarar á lögregluráðstefnu um peningafalsanir sem haldin er í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu.

Olían tekin að flæða

Olíuútflutningur Íraka er að komast í gang aftur eftir að tókst að laga olíuleiðslur um helgina.

Viagra vinsælt í Írak

Það eru líkast til lítil tíðindi að stríð legst á sálina á þeim sem þola verða það, og getur valdið ýmis konar aukaverkunum. Í Írak verða landsmenn þessa varir, og svo virðist sem kynlíf Íraka hafi látið nokkuð á sjá. Þessa ályktun draga í það minnsta fréttamenn sem könnuðu svarta markaðinn í Bagdad nýlega.

Færeyjarlax gjaldþrota

Færeyjalax, sem var eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum, er gjaldþrota. Fyrirtækið er í Klakksvík og var gríðarleg uppsveifla á því fyrir nokkrum árum þegar það skilaði hátt í 500 milljóna króna hagnaði eitt árið.

Þverrandi trú á getu Bush

Í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust er nú meira en helmingur Bandaríkjamanna á því, að stríðið í Írak hafi ekki verið fórnanna virði. Vinsældir Bush forseta fara þverrandi, en fylgi við keppinaut hans, Kerry, eykst. Þetta kemur fram í nýrri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC og Washington Post.

Norðmenn hræddir við hryðjuverk

Tæpur þriðjungur Norðmanna óttast hryðjuverk í sumarfríinu sínu og lætur þann ótta hafa áhrif á val áfangastaðar, samkvæmt Verdens Gang í dag. Þar kemur fram að flestir óttast ferðir til Miðausturlanda, eða hart nær 60 prósent, en 23 prósent þora ekki til strandríkja Miðjarðarhafsins og 21 prósent vilja ekki ferðast til Bandaríkjanna, af ótta við hryðjuverkaárásir.

Fiskiskip undanþegin frá reglum

Fiskiskip verða undanþegin nýjum reglum um hafna- og siglingavernd gegn hryðjuverkum, sem taka gildi um næstu mánaðamót. Það verður því engin röskun á löndun íslenskra fiskiskipa í útlöndum eða á löndunum erlendra skipa hér á landi þegar reglurnar taka gildi.

Ekkert fréttist af gíslinum

Ekkert hefur frést af örlögum suður-kóresk gísls, sem mannræningjar hótuðu að afhöfða, kölluðu stjórnvöld í Suður-Kóreu ekki heim hersveitir sínar í Írak. Frestur hafði verið gefinn til miðnættis, en enn sem komið er hafa engar fréttir borist. 

Handsömuðu átta breska hermenn

Íranir náðu þremur breskum herbátum á sitt vald í gær og handsömuðu átta breska hermenn, sem voru um borð í bátunum. Bátarnir voru á siglingu á landamærasvæði milli Íraks og Írans, en Íranir segja bátana hafa komið inn í landhelgi Írans.

Stal bíl þriggja ferðakvenna

Ölvaður maður, sem ekki átti fyrir leigubíl og var á gangi eftir Sæbrautinni í nótt, taldi sig hafa verið bænheyrðan þegar hann gekk fram á mannlausan bíl í gangi við listaverkið Sólfarið, sté upp í hann og ók á brott. Þremur erlendum ferðakonum, sem höfðu numið staðar við Sólfarið til að njóta þar veðurblíðunnar, var hinsvegar illa brugðið.

Sjá næstu 50 fréttir