Erlent

Þrír létust

Þrír létust og fimmtán særðust þegar sprengja sprakk um borð í strætisvagni í Istanbúl. Sprengjan sprakk í fangi konu á þrítugsaldri sem var meðal farþega. Talið er að hún hafi verið að flytja sprengjuna á annan stað en sprengjan sprungið fyrr en til var ætlast. Á opnu svæði hefði sprengjan litlum skaða valdið, aðallega framkallað hávaða, en í innilokuðum strætisvagninum voru afleiðingar hennar mun verri en til stóð. Ekki er vitað hvert fyrirhugað skotmark var en Bandaríkjaforseti kemur til Istanbúl um helgina og leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer þar fram í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×