Innlent

Kaldaljós fær verðlaun í Slóvakíu

Hilmar Oddsson hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Art Film Festival fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Kaldaljós í Slóvakíu í gærkvöld. Önnur mynd í leikstjórn Hilmars, Tár úr steini, tók einnig þátt í þessari hátíð árið 1997 . Hátíðin leggur áherslu á að sýna listrænar kvikmyndir. Verðlaunin fyrir kvikmyndatöku fékk sænska myndin Ondskan en hún var einmitt tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrr á þessu ári. Sjá nánar um hátíðina á slóðinni www.artfilm.sk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×