Erlent

Tugir féllu í árás Tsjetsjena

Þúsundir herdeilda flykkjast til borgarinnar Nazran í Ingúsetíuhéraði í Suður-Rússlandi við landamæri Tsjetsjeníu til að uppræta tsjetsjenska uppreisnarhópa. Þeir eru grunaðir um að kveikja í lögreglustöð og opinberum byggingum í þremur bæjum héraðsins. 48 menn urðu eldunum að bráð. Þar af voru 28 óbreyttir borgarar, 18 lögreglumenn og þrír háttsettir embættismenn í borginni. Alls hafa 60 manns slasast í árásunum. Í höfuðborginni Nazran hafa fjölmargar árásir verið gerðar á opinberar bygginar að næturlagi. Hermenn hafa fengist við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna í fimm ár en ekki náð að stöðva öldu árása og hræðast menn að átökin geti breiðst út um Suður-Rússland. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað yfirvöldum að "finna og eyða" þeim Tsjetsjenum sem brenndu byggingarnar fyrir kosningar í ágúst þar sem kjósa á nýjan forseta Tsjetsjena í stað Akhmad Kadyrov, sem var drepinn í síðasta mánuði í sprengjutilræði. Það hafi verið mikið áfall fyrir stefnu Pútíns að koma stöðugleika á í héraðinu. Hershöfðingi í her stjórnarinnar, Ilya Shabalkin, segir að um 50 til 100 árásarmenn, vopnaðir vélbyssum og handsprengjum, sé um að ræða aðallega Tsjetsjena en þó einnig Ingúsear og jafnvel erlenda bardagamenn, sem vilji sýna erlendum hryðjuverkamönnum hvers þeir eru megnugir svo þeir fái frá þeim peninga til að fjármagna stríð sitt fyrir aðskilnað frá Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×