Fleiri fréttir Skotnir til bana Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lögregluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðarlagabrot. 12.6.2004 00:01 Sautján særðust Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af verslunargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengjustaðinn. 12.6.2004 00:01 Einhleypir karlar skulda mest Einhleypir karlar skulda hlutfallslega mest þeirra sem leituðu ráðgjafar til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna á síðasta ári. Alls sóttu 823 um slíka ráðgjöf. Flestir voru einstæðar mæður eða þriðji hver umsækjandi. 12.6.2004 00:01 Verjandi fær að sjá gögn Lögreglustjóranum í Reykjavík hefur verið gert að veita verjanda eins þriggja útlendinga sem eru í haldi lögreglu aðgang að rannsóknargögnum málsins. 12.6.2004 00:01 Engar upplýsingar Umboðsmaður Alþingis telur Ríkisútvarpið skorta lagaheimildir til þess að vinna efni sérstaklega fyrir vef stofnunarinnar og birta þar auglýsingar, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gær. 12.6.2004 00:01 Kennarar samþykktu verkfall Kennarasamband Íslands samþykkti með 90,2% atkvæða að fara í verkfall 20. september nái samninganefnd þeirra og launanefnd sveitarfélaga ekki samkomulagi. Finnbogi Sigurðsson, formaður félags grunnskólakennara, er ánægður með afgerandi niðurstöðu kosninganna. 12.6.2004 00:01 Madrídarárásin var mitt verk "Madrídarárásin var mitt verk og þeir sem létu lífið sem píslarvættir eru kærir vinir mínir," sagði Rabei Osman Ahmed í símtali sem ítalska lögreglan hleraði nokkrum dögum áður en hún handtók hann. 12.6.2004 00:01 Þingfest í næstu viku Mál vegna líkfundar Vaidasar Jucevicius í Neskaupstað verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 16. júní næstkomandi. 12.6.2004 00:01 Kaupmáttur launa rýrnar Laun landsmanna rýrna frá árinu áður samkvæmt könnun kjararannsóknarnefndar og vísbendingar eru um að lítið þurfi til að verðbólga fari aftur af stað. Landsbyggðin heldur áfram að dragast aftur úr í launum. 12.6.2004 00:01 Hæstiréttur mildaði Hæstiréttur dæmdi rúmlega fertugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í október á síðasta ári. 12.6.2004 00:01 Vill stærra hlutverk Nató George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Atlantshafsbandalagið komi með öflugri hætti að öryggisstarfi í Írak en það hefur gert hingað til. Fimmtán af aðildarríkjum bandalagsins hafa þegar sent herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01 Styrkir stjórnina Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur að Íraksályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði til þess styrkja írösku bráðabirgðastjórnina og segir miklu skipta að ályktunin var samþykkt með atkvæðum allra ríkjanna sem eiga sæti í öryggisráðinu. 12.6.2004 00:01 Eltur á 200 km hraða Lögreglan í Kópavogi og Hafnarfirði veitti manni á fimmtugsaldri eftirför suður eftir Reykjanesbraut í fyrrinótt. Maðurinn sinnti engum stöðvunarmerkjum og ók á allt að 200 kílómetra hraða. Til að stöðva ferðir mannsins þurfti að aka einum lögreglubílnum utan í bíl mannsins á Strandarheiði. 12.6.2004 00:01 Efni fyrir tugi milljarða Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefnaverksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. 12.6.2004 00:01 Ríkið ræður opnunartíma Þýsk stjórnvöld eru í fullum rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslanakeðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. 12.6.2004 00:01 Víti til varnaðar óróaríkjum Innrásin í Írak hefur haft jákvæð áhrif í átt til að sporna gegn útbreiðslu gjöreyðingarvopna en neikvæð áhrif í þá átt að ýta undir hryðjuverk. Þetta segir í skýrslu Friðarstofnunarinnar í Stokkhólmi um afleiðingar innrásarinnar. 12.6.2004 00:01 Mikill meirihluti á móti lögunum Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. 12.6.2004 00:01 Kúrdar ekki sáttir Kúrdar eru ósáttir og segja að ekki sé nægilega skýrt kveðið á um uppbyggingu Íraks sem sambandsríkis í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sjíaklerkurinn al-Sistani kom í veg fyrir það. 12.6.2004 00:01 Dutroux neitar ásökunum Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux neitaði morðákærum er hann kom í síðasta sinn fyrir rétt í gær. Dutroux neitaði því alvarlegustu atriðunum sem honum eru gefin að sök en hann er meðal annars ákærður fyrir barnanauðganir, mannrán og morð. 12.6.2004 00:01 Færði útvarpsstjóra tómatsósu Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er ósáttur við litla athygli fjölmiðla. Því freistaði hann þess að ná athygli þeirra með því að færa Markúsi Erni Antonssyni tómatsósu í gærdag og til að undirstrika hversu ósáttur hann er 12.6.2004 00:01 Málið þingfest Mál manns um þrítugt á Patreksfirði, sem ákærður hefur verið fyrir meint kynferðisbrot gegn sjö drengjum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær. 12.6.2004 00:01 Leiðir ekki til ógildingar "Það er grundvallaratriði að lögin eru búin að taka gildi og taka gildi þrátt fyrir synjun forseta," segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti. 12.6.2004 00:01 Segir dóm auka réttaröryggi Mannréttindadómstóll Evrópu segir brotið hafa verið á Hildu Hafsteinsdóttur með ítrekuðum handtökum fyrir 12 til 16 árum síðan. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir dóminn auka réttaröryggi hér því í kjölfarið taki dómarar sig á og gefi betur gaum ríkjandi sjónarmiðum hjá Mannréttindadómstólnum. 12.6.2004 00:01 Davíð við útförina Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða við útför Ronalds Reagans sem var fertugasti forseti Bandaríkjanna. Hann verður jarðsettur í Washington í dag. Forsætisráðherra hefur þegar sent frú Reagan samúðarkveðju. 12.6.2004 00:01 Deilur á norska þinginu Mikil andstaða er innan norska stórþingsins vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra landsins um að láta íslenska togarann Guðrúnu Gísladóttur liggja áfram í votri gröf sinni. 12.6.2004 00:01 Leikskólar stytta sumarlokanir Leikskólar Reykjavíkur verða lokaðir í hálfan mánuð í sumar. Það er helmingi styttri tími en á síðasta ári. 12.6.2004 00:01 Andstaðan hefur minnkað Andstaðan við fjölmiðlalögin hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var um síðustu helgi. Samkvæmt henni segjast um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í fyrri könnunum blaðsins hefur andstaðan við málið mælst á bilinu 77 til 83 prósent. 12.6.2004 00:01 Valdamikill og pólitískur Málþing um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga var haldið í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir Svein Björnsson hafa skapað pólitískt og valdamikið embætti. Kristjáni Eldjárn reyndist erfitt að sitja á friðarstóli. 12.6.2004 00:01 Útvarpar á kúrdísku Tyrkneska ríkissjónvarpið er í fyrsta skipti í sögunni farið að útvarpa og sjónvarpa efni á kúrdísku, málinu sem var um margra ára skeið bannað að notast við í Tyrklandi. 12.6.2004 00:01 Endurbættu leiðarkerfi frestað Nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður ekki tekið í notkun fyrr en í fyrsta lagi í október vegna þess að ekki næst að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir á tilsettum tíma. Áður hafði verið stefnt að því að taka nýja leiðakerfið í notkun seinni part sumars. 12.6.2004 00:01 Skuldum vafin ungmenni Þess eru dæmi að ungmenni undir tvítugu skuldi vel á þriðju milljón króna og að sama upphæð sé í vanskilum, samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Fólki í þessum aldurshópi sem þarf að leita aðstoðar hjá ráðgjafarstofunni hefur farið fjölgandi á milli áranna 2002 og 2003, samkvæmt ársskýrslu stofunnar. 12.6.2004 00:01 Breyttir jeppar ekki hættulegri Enginn marktækur munur er á slysa- og meiðslatíðni vegna árekstra upphækkaðra jeppa og hinna venjulegu samkvæmt nýrri könnun. Fjármagn skortir til að láta fara fram vísindalegar árekstrarprófanir hér á landi. 12.6.2004 00:01 Fjármálavandræði ungs fólks aukast Því miður sjáum við oft mikla fjölskylduharmleiki vegna ábyrgðarmennsku," sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um ábyrgðir foreldra eða annarra ættingja á lántökum ungs fólks. 12.6.2004 00:01 Meiri áhrif á næsta ári Tillögur Hafró hafa lítil áhrif á útflutningsframleiðslu sjávarafurða í ár, en þó má búast við að hún dragist saman um 0,25 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á vefriti fjármálaráðuneytisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifin verði meiri á næsta ári miðað við áætlanir. 12.6.2004 00:01 Tíundi dómurinn Maður á fimmtugsaldri fékk átta mánaða fangelsisdóm í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir akstur undir áhrifum lyfja og önnur umferðarlagabrot, þjófnað, nytjastuld, gripdeildir og vopnalagabrot. 12.6.2004 00:01 Háhýsabyggð á Seltjarnarnesi Hópur bæjarbúa á Seltjarnarnesi óttast að skipulagsslys sé í uppsiglingu vegna háreistrar íbúðabyggðar sem hugmyndir eru um að rísi þar sem nú er fyrir knattspyrnuvöllur fyrir neðan Valhúsaskóla. 12.6.2004 00:01 Frétt ehf. gert að greiða Frétt ehf. sem er núverandi eigandi Fréttablaðsins var dæmt, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að greiða hluta af launakröfu blaðamanns sem starfaði hjá fyrrverandi eiganda blaðsins, Fréttablaðið ehf. 12.6.2004 00:01 Vill frjálsar ufsa- og ýsuveiðar "Það er alveg út úr korti að ætla að draga úr veiðum á fiskitegund og vonast til að stofninn nái sér þegar alla fæðu vantar," segir Guðjón A. Kristjánsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. 12.6.2004 00:01 Enginn árangur af starfi Hafró "Það er hreint með ólíkindum að eftir 20 ára veiðistjórnun á þorski skuli veiðiheimildir enn vera skertar," segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins. 12.6.2004 00:01 Samnorræn kvikmyndaverðlaun veitt Menntamálaráðherrar allra Norðurlandanna hafa ákveðið að stofna til norrænna kvikmyndaverðlauna sem afhendast á í fyrsta sinn á næsta ári. Verðlaunin munu nefnast kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og er vinningsupphæðin rúmlega fjórar milljónir króna. 12.6.2004 00:01 Skipstjóri veiddi án aflaheimilda Skipstjóri var dæmdur til greiðslu 400 þúsunda króna, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir veiðar á fiski þrátt fyrir að hafa skort aflaheimildir til fiskveiða. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur 40 daga fangelsi hennar í stað. 12.6.2004 00:01 Reagan fái eigin seðil Aðdáendur Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, róa nú að því öllum árum að fá andlit hans sett á seðla og mynt svo minningu hans verði gerð góð skil. 12.6.2004 00:01 Milljóna - Svíinn ákærður Rannsókn lögreglunnar á sænskum ferðalangi, sem tekinn var með 2 milljónir króna í reiðufé 21. maí síðastliðinn í Leifsstöð, var á lokastigi í gær. Einn maður var yfirheyrður hjá lögreglunni í gærdag, sem vitni, en hann var ekki talinn hafa stöðu grunaðs manns. 12.6.2004 00:01 Flestum er alveg sama 32 prósent Breta eru hlynnt því að Karl Bretaprins kvænist ástkonu sinni Camillu Parker Bowles samkvæmt nýrri skoðanakönnun en 29 prósent eru andvíg því. Flestum, eða 38 prósentum, er þó alveg sama. 12.6.2004 00:01 Aukin bjartsýni í Japan Vonir um að Japanir séu að rífa sig upp úr meira en áratugslöngum doða efnahagslífsins hafa heldur aukist eftir að endanlegar tölur um landsframleiðslu Japans voru aðeins hærri en búist hafði verið við. 12.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skotnir til bana Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lögregluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðarlagabrot. 12.6.2004 00:01
Sautján særðust Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af verslunargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengjustaðinn. 12.6.2004 00:01
Einhleypir karlar skulda mest Einhleypir karlar skulda hlutfallslega mest þeirra sem leituðu ráðgjafar til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna á síðasta ári. Alls sóttu 823 um slíka ráðgjöf. Flestir voru einstæðar mæður eða þriðji hver umsækjandi. 12.6.2004 00:01
Verjandi fær að sjá gögn Lögreglustjóranum í Reykjavík hefur verið gert að veita verjanda eins þriggja útlendinga sem eru í haldi lögreglu aðgang að rannsóknargögnum málsins. 12.6.2004 00:01
Engar upplýsingar Umboðsmaður Alþingis telur Ríkisútvarpið skorta lagaheimildir til þess að vinna efni sérstaklega fyrir vef stofnunarinnar og birta þar auglýsingar, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gær. 12.6.2004 00:01
Kennarar samþykktu verkfall Kennarasamband Íslands samþykkti með 90,2% atkvæða að fara í verkfall 20. september nái samninganefnd þeirra og launanefnd sveitarfélaga ekki samkomulagi. Finnbogi Sigurðsson, formaður félags grunnskólakennara, er ánægður með afgerandi niðurstöðu kosninganna. 12.6.2004 00:01
Madrídarárásin var mitt verk "Madrídarárásin var mitt verk og þeir sem létu lífið sem píslarvættir eru kærir vinir mínir," sagði Rabei Osman Ahmed í símtali sem ítalska lögreglan hleraði nokkrum dögum áður en hún handtók hann. 12.6.2004 00:01
Þingfest í næstu viku Mál vegna líkfundar Vaidasar Jucevicius í Neskaupstað verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 16. júní næstkomandi. 12.6.2004 00:01
Kaupmáttur launa rýrnar Laun landsmanna rýrna frá árinu áður samkvæmt könnun kjararannsóknarnefndar og vísbendingar eru um að lítið þurfi til að verðbólga fari aftur af stað. Landsbyggðin heldur áfram að dragast aftur úr í launum. 12.6.2004 00:01
Hæstiréttur mildaði Hæstiréttur dæmdi rúmlega fertugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða í október á síðasta ári. 12.6.2004 00:01
Vill stærra hlutverk Nató George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Atlantshafsbandalagið komi með öflugri hætti að öryggisstarfi í Írak en það hefur gert hingað til. Fimmtán af aðildarríkjum bandalagsins hafa þegar sent herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01
Styrkir stjórnina Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur að Íraksályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði til þess styrkja írösku bráðabirgðastjórnina og segir miklu skipta að ályktunin var samþykkt með atkvæðum allra ríkjanna sem eiga sæti í öryggisráðinu. 12.6.2004 00:01
Eltur á 200 km hraða Lögreglan í Kópavogi og Hafnarfirði veitti manni á fimmtugsaldri eftirför suður eftir Reykjanesbraut í fyrrinótt. Maðurinn sinnti engum stöðvunarmerkjum og ók á allt að 200 kílómetra hraða. Til að stöðva ferðir mannsins þurfti að aka einum lögreglubílnum utan í bíl mannsins á Strandarheiði. 12.6.2004 00:01
Efni fyrir tugi milljarða Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefnaverksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. 12.6.2004 00:01
Ríkið ræður opnunartíma Þýsk stjórnvöld eru í fullum rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslanakeðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. 12.6.2004 00:01
Víti til varnaðar óróaríkjum Innrásin í Írak hefur haft jákvæð áhrif í átt til að sporna gegn útbreiðslu gjöreyðingarvopna en neikvæð áhrif í þá átt að ýta undir hryðjuverk. Þetta segir í skýrslu Friðarstofnunarinnar í Stokkhólmi um afleiðingar innrásarinnar. 12.6.2004 00:01
Mikill meirihluti á móti lögunum Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. 12.6.2004 00:01
Kúrdar ekki sáttir Kúrdar eru ósáttir og segja að ekki sé nægilega skýrt kveðið á um uppbyggingu Íraks sem sambandsríkis í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sjíaklerkurinn al-Sistani kom í veg fyrir það. 12.6.2004 00:01
Dutroux neitar ásökunum Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux neitaði morðákærum er hann kom í síðasta sinn fyrir rétt í gær. Dutroux neitaði því alvarlegustu atriðunum sem honum eru gefin að sök en hann er meðal annars ákærður fyrir barnanauðganir, mannrán og morð. 12.6.2004 00:01
Færði útvarpsstjóra tómatsósu Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er ósáttur við litla athygli fjölmiðla. Því freistaði hann þess að ná athygli þeirra með því að færa Markúsi Erni Antonssyni tómatsósu í gærdag og til að undirstrika hversu ósáttur hann er 12.6.2004 00:01
Málið þingfest Mál manns um þrítugt á Patreksfirði, sem ákærður hefur verið fyrir meint kynferðisbrot gegn sjö drengjum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær. 12.6.2004 00:01
Leiðir ekki til ógildingar "Það er grundvallaratriði að lögin eru búin að taka gildi og taka gildi þrátt fyrir synjun forseta," segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti. 12.6.2004 00:01
Segir dóm auka réttaröryggi Mannréttindadómstóll Evrópu segir brotið hafa verið á Hildu Hafsteinsdóttur með ítrekuðum handtökum fyrir 12 til 16 árum síðan. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir dóminn auka réttaröryggi hér því í kjölfarið taki dómarar sig á og gefi betur gaum ríkjandi sjónarmiðum hjá Mannréttindadómstólnum. 12.6.2004 00:01
Davíð við útförina Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða við útför Ronalds Reagans sem var fertugasti forseti Bandaríkjanna. Hann verður jarðsettur í Washington í dag. Forsætisráðherra hefur þegar sent frú Reagan samúðarkveðju. 12.6.2004 00:01
Deilur á norska þinginu Mikil andstaða er innan norska stórþingsins vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra landsins um að láta íslenska togarann Guðrúnu Gísladóttur liggja áfram í votri gröf sinni. 12.6.2004 00:01
Leikskólar stytta sumarlokanir Leikskólar Reykjavíkur verða lokaðir í hálfan mánuð í sumar. Það er helmingi styttri tími en á síðasta ári. 12.6.2004 00:01
Andstaðan hefur minnkað Andstaðan við fjölmiðlalögin hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var um síðustu helgi. Samkvæmt henni segjast um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu en í fyrri könnunum blaðsins hefur andstaðan við málið mælst á bilinu 77 til 83 prósent. 12.6.2004 00:01
Valdamikill og pólitískur Málþing um pólitískt hlutverk forseta Íslands frá stofnun lýðveldis til okkar daga var haldið í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir Svein Björnsson hafa skapað pólitískt og valdamikið embætti. Kristjáni Eldjárn reyndist erfitt að sitja á friðarstóli. 12.6.2004 00:01
Útvarpar á kúrdísku Tyrkneska ríkissjónvarpið er í fyrsta skipti í sögunni farið að útvarpa og sjónvarpa efni á kúrdísku, málinu sem var um margra ára skeið bannað að notast við í Tyrklandi. 12.6.2004 00:01
Endurbættu leiðarkerfi frestað Nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður ekki tekið í notkun fyrr en í fyrsta lagi í október vegna þess að ekki næst að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir á tilsettum tíma. Áður hafði verið stefnt að því að taka nýja leiðakerfið í notkun seinni part sumars. 12.6.2004 00:01
Skuldum vafin ungmenni Þess eru dæmi að ungmenni undir tvítugu skuldi vel á þriðju milljón króna og að sama upphæð sé í vanskilum, samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Fólki í þessum aldurshópi sem þarf að leita aðstoðar hjá ráðgjafarstofunni hefur farið fjölgandi á milli áranna 2002 og 2003, samkvæmt ársskýrslu stofunnar. 12.6.2004 00:01
Breyttir jeppar ekki hættulegri Enginn marktækur munur er á slysa- og meiðslatíðni vegna árekstra upphækkaðra jeppa og hinna venjulegu samkvæmt nýrri könnun. Fjármagn skortir til að láta fara fram vísindalegar árekstrarprófanir hér á landi. 12.6.2004 00:01
Fjármálavandræði ungs fólks aukast Því miður sjáum við oft mikla fjölskylduharmleiki vegna ábyrgðarmennsku," sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um ábyrgðir foreldra eða annarra ættingja á lántökum ungs fólks. 12.6.2004 00:01
Meiri áhrif á næsta ári Tillögur Hafró hafa lítil áhrif á útflutningsframleiðslu sjávarafurða í ár, en þó má búast við að hún dragist saman um 0,25 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á vefriti fjármálaráðuneytisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifin verði meiri á næsta ári miðað við áætlanir. 12.6.2004 00:01
Tíundi dómurinn Maður á fimmtugsaldri fékk átta mánaða fangelsisdóm í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir akstur undir áhrifum lyfja og önnur umferðarlagabrot, þjófnað, nytjastuld, gripdeildir og vopnalagabrot. 12.6.2004 00:01
Háhýsabyggð á Seltjarnarnesi Hópur bæjarbúa á Seltjarnarnesi óttast að skipulagsslys sé í uppsiglingu vegna háreistrar íbúðabyggðar sem hugmyndir eru um að rísi þar sem nú er fyrir knattspyrnuvöllur fyrir neðan Valhúsaskóla. 12.6.2004 00:01
Frétt ehf. gert að greiða Frétt ehf. sem er núverandi eigandi Fréttablaðsins var dæmt, í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að greiða hluta af launakröfu blaðamanns sem starfaði hjá fyrrverandi eiganda blaðsins, Fréttablaðið ehf. 12.6.2004 00:01
Vill frjálsar ufsa- og ýsuveiðar "Það er alveg út úr korti að ætla að draga úr veiðum á fiskitegund og vonast til að stofninn nái sér þegar alla fæðu vantar," segir Guðjón A. Kristjánsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. 12.6.2004 00:01
Enginn árangur af starfi Hafró "Það er hreint með ólíkindum að eftir 20 ára veiðistjórnun á þorski skuli veiðiheimildir enn vera skertar," segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og varaþingmaður Frjálslynda flokksins. 12.6.2004 00:01
Samnorræn kvikmyndaverðlaun veitt Menntamálaráðherrar allra Norðurlandanna hafa ákveðið að stofna til norrænna kvikmyndaverðlauna sem afhendast á í fyrsta sinn á næsta ári. Verðlaunin munu nefnast kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og er vinningsupphæðin rúmlega fjórar milljónir króna. 12.6.2004 00:01
Skipstjóri veiddi án aflaheimilda Skipstjóri var dæmdur til greiðslu 400 þúsunda króna, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir veiðar á fiski þrátt fyrir að hafa skort aflaheimildir til fiskveiða. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur 40 daga fangelsi hennar í stað. 12.6.2004 00:01
Reagan fái eigin seðil Aðdáendur Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, róa nú að því öllum árum að fá andlit hans sett á seðla og mynt svo minningu hans verði gerð góð skil. 12.6.2004 00:01
Milljóna - Svíinn ákærður Rannsókn lögreglunnar á sænskum ferðalangi, sem tekinn var með 2 milljónir króna í reiðufé 21. maí síðastliðinn í Leifsstöð, var á lokastigi í gær. Einn maður var yfirheyrður hjá lögreglunni í gærdag, sem vitni, en hann var ekki talinn hafa stöðu grunaðs manns. 12.6.2004 00:01
Flestum er alveg sama 32 prósent Breta eru hlynnt því að Karl Bretaprins kvænist ástkonu sinni Camillu Parker Bowles samkvæmt nýrri skoðanakönnun en 29 prósent eru andvíg því. Flestum, eða 38 prósentum, er þó alveg sama. 12.6.2004 00:01
Aukin bjartsýni í Japan Vonir um að Japanir séu að rífa sig upp úr meira en áratugslöngum doða efnahagslífsins hafa heldur aukist eftir að endanlegar tölur um landsframleiðslu Japans voru aðeins hærri en búist hafði verið við. 12.6.2004 00:01