Erlent

Skotnir til bana

Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lögregluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðarlagabrot. Annar lögregluþjónninn dó samstundis en hinn eftir að gerð hafði verið tilraun til þess að bjarga lífi hans. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásinni sem átti sér stað í Navarra-héraðinu nærri Baskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×