Erlent

Aukin bjartsýni í Japan

Vonir um að Japanir séu að rífa sig upp úr meira en áratugslöngum doða efnahagslífsins hafa heldur aukist eftir að endanlegar tölur um landsframleiðslu Japans voru aðeins hærri en búist hafði verið við. Landsframleiðslan var einu og hálfu prósenti meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Bráðabirgðatölur höfðu sýnt aukningu upp á 1,4 prósent, sem samsvarar 5,6 prósenta vexti á ársgrundvelli, en nýju tölurnar samsvara rúmlega sex prósenta vexti á eins árs tímabili. Tölurnar virðast staðfesta skoðun þeirra sérfræðinga sem segja að Japan virðist vera að rífa sig upp úr efnahagslægðinni sem hefur hrjáð landið frá því á síðasta áratugi. Landsframleiðslan hefur aukist átta ársfjórðunga í röð, það er besti árangur í þessum efnum frá því hún jókst níu ársfjórðunga í röð frá 1995 fram á fyrsta ársfjórðung 1997. Aukningin fyrstu þrjá mánuði þessa árs er þó aðeins minni en á síðasta ársfjórðungi í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×