Innlent

Skipstjóri veiddi án aflaheimilda

Skipstjóri var dæmdur til greiðslu 400 þúsunda króna, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir veiðar á fiski þrátt fyrir að hafa skort aflaheimildir til fiskveiða. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur 40 daga fangelsi hennar í stað. Skipstjórinn krefst sýknu. Hann segist hafa verið nýráðinn á skipið og ráðið menn á það í samráði við útgerðina. Menn hafi aðeins verið ráðnir í stuttan tíma til að ná inn kvóta sem útgerðin ætti eftir að veiða. Þá segist hann hafa athugað kvótastöðuna áður en hann hélt út á sjó. Skipstjórinn fékk hins vegar senda tilkynningu frá Fiskistofu þess efnis að báturinn hefði verið sviptur veiðileyfi þar sem hann væri búinn að veiða fram yfir aflaheimildir. Þótti brot skipstjórans sannað þar sem hann hélt áfram veiðum þrátt fyrir tilkynningu Fiskistofu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×