Erlent

Reagan fái eigin seðil

Aðdáendur Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, róa nú að því öllum árum að fá andlit hans sett á seðla og mynt svo minningu hans verði gerð góð skil. Þingmaðurinn Dana Rohrbacher, sem var ræðuhöfundur í Hvíta húsinu í forsetatíð Reagans, ætlar að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að mynd Reagans prýði 20 dollara seðilinn, þar er nú mynd af demókratanum Andrew Jackson. Öldungardeildarþingmaður einn hefur lengi barist fyrir því að mynd Reagans fái að prýða tíu dollara seðilinn og annar þingmaður vill andlit Reagans á tíu senta myntina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×