Erlent

Útvarpar á kúrdísku

Tyrkneska ríkissjónvarpið er í fyrsta skipti í sögunni farið að útvarpa og sjónvarpa efni á kúrdísku, málinu sem var um margra ára skeið bannað að notast við í Tyrklandi. Útsendingin er hluti af tilraunum stjórnvalda til að uppfylla kröfur um aðild að Evrópusambandinu. Til þess að ná því marki þurfa þau að bæta ástand mannréttindamála. Tyrkneski stjórnarherinn og kúrdískir uppreisnarmenn bárust á banaspjót í fimmtán ár. 37.000 manns létu lífið í því borgarastríði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×