Breyttir jeppar ekki hættulegri 12. júní 2004 00:01 "Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka." Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Sjá meira
"Niðurstaðan er sú að breyttir og upphækkaðir jeppar hafa hvorki hærri slysatíðni né verri meiðslatíðni en venjulegir jeppar," segir Skúli Þórðarson, einn höfunda nýrrar skýrslu um slysatíðni breyttra jeppa. Úrtakið var rúmlega 15 þúsund jeppar af 22 mismunandi tegundum sem nýskráðir höfðu verið á tímabilinu 199 -2001. Skýrslan var unnin af Orion ráðgjöf með sérstökum styrk frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Skúli segir að niðurstaðan hafi að vissu leyti komið á óvart enda hafi goðsögnin um að breyttir jeppar séu hættulegri í umferðinni verið lífseig meðal almennings undanfarin ár. "Breyttir jeppar hafa löngum haft verra orð á sér en efni standa til en það hafa engin haldbær rök komið fram um að þeir valdi meiri hættu, fleiri slysum eða verri slysum og skýrslan staðfestir það." Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mælist ekki marktækur munur á meiðslum ökumanna sem lentu í árekstrum við breytta eða óbreytta jeppa á viðkomandi tímabili. Þó er tekið fram að stutt er síðan upphækkaðir jeppar komu fyrst á göturnar og tiltölulega fá slys vegna þeirra orðið hér á landi enn sem komið er. Skúli segir þetta alls engar lokaniðurstöður en þær sýni svo ekki verði um villst að sú ógn sem mörgum vegfarendum standi af upphækkuðum jeppum sé minni en flestir óttast og dekkjastærð skipti þar engu máli. "Aðalatriðið er að um er að ræða þunga bíla sem lenda á léttum bílum og slíkt er ávísun á alvarlegri slys þótt tölfræðin bendi til annars." Engar árekstarprófanir hafa farið fram hérlendis vegna þessara séríslensku risajeppa sem keyra á vegum landsins. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að vitað sé að stórir jeppar fara fram yfir öll öryggismörk í árekstrum. "Það er vissulega kominn tími til að kanna þetta til hlítar með prófunum en kannanir sem þessar kosta skildinginn og það er ekki til fjármagn til slíkra verka."
Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Sjá meira