Segir dóm auka réttaröryggi 12. júní 2004 00:01 Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar. Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar.
Fréttir Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira