Segir dóm auka réttaröryggi 12. júní 2004 00:01 Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar. Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Hilda Hafsteinsdóttir vann á þriðjudag mál sitt gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Niðurstaða dómsins var að lögreglu hafi verið óheimilt að handtaka hana ítrekað og vista í fangageymslu á árunum 1988 til 1992 án þess að kæra væri lögð fram eða mál hennar rannsökuð. Málið hafði verið í meðförum Mannréttindadómstólsins frá því árið 1996 þegar Hæstiréttur hafnaði skaðabótakröfu Hildu vegna ólögmætra handtaka. Áður hafði Hilda farið víða með mál sitt í íslensku réttarfarskerfi, en hvarvetna komið að lokuðum dyrum. Mál Hildu er það áttunda sem Mannréttindadómstóllinn tekur fyrir og er á hendur íslenska ríkinu. "Dómurinn mun auka mjög á réttaröryggi hér á öllum sviðum. Engin þjóð vill vera dæmd þarna hvað eftir annað," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Hildu. "Afleiðingin er að dómarar vinna vinnu sína betur og setja sig inn í þankaganginn og framkvæmdina hjá Mannréttindadómstólnum. Enginn vafi er á því að í öllum meginatriðum hefur þróunin verið jákvæð í þessum efnum hjá Hæstarétti, þó að hann hafi ekki alltaf áttað sig á því hve ríkar kröfur eru gerðar til dómstóla með aðild landsins að Mannréttindasáttmála Evrópu." Ragnar segir að í máli Hildu hafi Mannréttindadómstóllinn komist að því að heimilt gæti verið að svipta fólk frelsi við þær aðstæður sem voru í máli Hildu, væru til þess skýrar lagaheimildir sem væru öllum almenningi aðgengilegar og skiljanlegar. "Á það skorti. Síðan var málsmeðferðin með þeim hætti að umbjóðanda mínum var aldrei gefið neitt að sök. Hún var aldrei kölluð fyrir dómara. Lögregla taldi hana sjúka en leitaði ekki eftir því að læknir liti þá til hennar þegar hún var svipt frelsi. Svo fór aldrei fram nein rannsókn, hvorki á hennar gjörðum né lögreglunnar," sagði hann. Síðan mál Hildu kom upp segir Ragnar að hér hafi verið sett ný lögreglulög sem bæti stöðuna nokkuð hvað varðar réttaröryggi fólks. "En síðan er auðvitað spurning um framkvæmdina, því eftir þann tíma höfum við dæmi á borð við handtökuna á Austurvelli þegar verið var að taka upp sjónvarpsþáttinn Good Morning America og svo sambærileg atvik þegar forseti Kína kom í heimsókn til Íslands. Þá gekk lögreglan fram fyrir skjöldu og svipti menn frelsi án þess að gæta réttra aðferða og lagaheimilda. Út af því eru risin málaferli," sagði Ragnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira