Innlent

Meiri áhrif á næsta ári

Tillögur Hafró hafa lítil áhrif á útflutningsframleiðslu sjávarafurða í ár, en þó má búast við að hún dragist saman um 0,25 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á vefriti fjármálaráðuneytisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifin verði meiri á næsta ári miðað við áætlanir. Gert var ráðið fyrir að útflutningsframleiðsla myndi aukast um þrjú prósent milli ára en ef tillögur Hafró ganga eftir er aukningin ekki nema tvö prósent. Í tillögu Hafró kemur fram að hlýsjávarskeið sé farið að hafa merkjanleg áhrif á fiskistofna við Ísland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×