Erlent

Sautján særðust

Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af verslunargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengjustaðinn. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir á hjóli. Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við sprenginguna eða hver tilgangurinn með henni var. Yfirvöld sögðust í gær engar beinar vísbendingar hafa fengið um að hryðjuverk hefði verið framið en ýmislegt bendi til þess að svo sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×