Innlent

Samnorræn kvikmyndaverðlaun veitt

Menntamálaráðherrar allra Norðurlandanna hafa ákveðið að stofna til norrænna kvikmyndaverðlauna sem afhendast á í fyrsta sinn á næsta ári. Verðlaunin munu nefnast kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og er vinningsupphæðin rúmlega fjórar milljónir króna. Kvikmyndirnar skulu vera á norrænu máli og verður Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum einnig heimilt að taka þátt í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×