Erlent

Dutroux neitar ásökunum

Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux neitaði morðákærum er hann kom í síðasta sinn fyrir rétt í gær. Dutroux neitaði því alvarlegustu atriðunum sem honum eru gefin að sök en hann er meðal annars ákærður fyrir barnanauðganir, mannrán og morð. "Ég er ekki morðingi," sagði Dutroux sem gefið er að sök að hafa rænt sex stúlkum og vera valdur að dauða fjögurra þeirra. Sagðist Dutroux sjá mikið eftir gerðum sínum og viðurkenndi að bera ábyrgð á láti fjögurra fórnarlamba sinna. Dutroux játaði þó að hafa rænt og misnotað kynferðislega tvær stúlkur sem bjargað var lifandi úr kjallara Dutroux skömmu áður en hann var handtekinn í ágúst 1996.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×