Erlent

Flestum er alveg sama

32 prósent Breta eru hlynnt því að Karl Bretaprins kvænist ástkonu sinni Camillu Parker Bowles samkvæmt nýrri skoðanakönnun en 29 prósent eru andvíg því. Flestum, eða 38 prósentum, er þó alveg sama, en tvö prósent hafa enga skoðun á því hvort prinsinn eigi að kvænast eða ekki. Konur eru almennt andvígari því en karlar að prinsinn og Camilla kvænist. 37 prósent kvenna eru andvíg því en 21 prósent karla. Yngra fólk er svo hlynntara hjónabandi en eldra fólk, 42 prósent átján til 24 ára voru hlynnt því en 41 prósent fólks á aldrinum 55 til 64 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×