Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 10:30 Svavar telur að hárígræðslur séu algengari en flesta gruni. Bylgjan Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. „Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur. Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur.
Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira