Þakklátir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 11:25 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eru ástfangnir upp fyrir haus og gengu í hjónaband á dögunum. Karítas Guðjóns „Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn. Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira