Lífið

Hildur Björns­dóttir og Jón Skafta­son eignuðust stúlku

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eru lukkuleg með stúlkuna litlu sem lét bíða lengi eftir sér.
Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eru lukkuleg með stúlkuna litlu sem lét bíða lengi eftir sér. Vísir/Vilhelm

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, eignuðust stúlku laugardagskvöldið 10. júní.

Hildur greindi frá fréttunum á Facebook í morgun. Þar segir að stúlkan hafi verið heilar sautján merkur að þyngd og 55 sentímetrar að lengd.

Biðin eftir stúlkunni hefur verið löng en Hildur var kominn á 41. viku meðgöngunnar þegar hún kom loksins. Sjálf átti Hildur afmæli degi síðar svo hún hefur fengið góða afmælisgjöf þetta árið.

Fyrir eiga hjónin tvær dætur saman og Hildur á son úr fyrra hjónabandi.

Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu Hildar en hamingjuóskum er þegar farið að rigna inn til hjónanna:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×