Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2026 12:36 VÆB-bræðurnir unnu Söngvakeppnina með stæl í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin. Það ríkti mikil spenna fyrir fund stjórnar Ríkisútvarpsins sem fram fór 10. desember síðastliðinn þar sem til stóð að örlögin myndu ráðast um þátttöku Íslands í Eurovision. Þátttöku Íslands var mótmælt og Ríkisútvarpið var hvatt til að taka ekki þátt í keppninni í ár eftir að fyrir lá að Ísrael myndi fá að vera með. Fyrir stjórnarfundinn hafði framkvæmdastjórn Rúv hins vegar tekið sjálfstæða ákvörðun um að Ísland yrði ekki með, ákvörðun sem útvarpsstjóri og stjórnarformaður Rúv upplýstu fjölmiðla um að loknum stjórnarfundinum. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvað yrði um Söngvakeppnina, sem annars ætti að óbreyttu að fara fram í aðdraganda Eurovision sem fer fram í Vín í Austurríki um miðjan maí. Nú, nær sléttum mánuði síðar, hefur enn ekki verið ákveðið hvort Söngvakeppnin verði haldin. „Það er allt saman í vinnslu, við erum ekki komin að neinni niðurstöðu og ekki komin þangað að fara að gefa eitthvað út. Þannig að við erum bara með málið allt í skoðun eins og það leggur sig,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, dagskrárstjóri Rúv, í samtali við Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er dagskrárstjóri Rúv.Mynd/Eyþór Hún geti ekki sagt til nákvæmlega hvenær niðurstaða muni liggja fyrir, en það muni skýrast fljótlega. Þegar hafði verið auglýst eftir framlögum til að taka þátt í Söngvakeppninni, en Eva segir ekki hafa reynt á það ennþá hvort einhverjir muni draga framlög sín til baka, enda hafi forsendur breyst síðan auglýst var eftir framlögum. Sjá einnig: Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka „Það er bara ákveðin biðstaða í gangi þar til við erum komin með niðurstöðu og þá myndum við bara kynna þá keppni, ef hún yrði haldin, á þeim forsendum. Og auðvitað fylgir þá að þeir sem hafa sent inn lög bara meta sín framlög út frá þeim forsendum, ef af verður,“ útskýrir Eva. „En það styttist í þetta, að við förum að geta sagt eitthvað meira.“ Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Eurovision Tónlist Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það ríkti mikil spenna fyrir fund stjórnar Ríkisútvarpsins sem fram fór 10. desember síðastliðinn þar sem til stóð að örlögin myndu ráðast um þátttöku Íslands í Eurovision. Þátttöku Íslands var mótmælt og Ríkisútvarpið var hvatt til að taka ekki þátt í keppninni í ár eftir að fyrir lá að Ísrael myndi fá að vera með. Fyrir stjórnarfundinn hafði framkvæmdastjórn Rúv hins vegar tekið sjálfstæða ákvörðun um að Ísland yrði ekki með, ákvörðun sem útvarpsstjóri og stjórnarformaður Rúv upplýstu fjölmiðla um að loknum stjórnarfundinum. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvað yrði um Söngvakeppnina, sem annars ætti að óbreyttu að fara fram í aðdraganda Eurovision sem fer fram í Vín í Austurríki um miðjan maí. Nú, nær sléttum mánuði síðar, hefur enn ekki verið ákveðið hvort Söngvakeppnin verði haldin. „Það er allt saman í vinnslu, við erum ekki komin að neinni niðurstöðu og ekki komin þangað að fara að gefa eitthvað út. Þannig að við erum bara með málið allt í skoðun eins og það leggur sig,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, dagskrárstjóri Rúv, í samtali við Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er dagskrárstjóri Rúv.Mynd/Eyþór Hún geti ekki sagt til nákvæmlega hvenær niðurstaða muni liggja fyrir, en það muni skýrast fljótlega. Þegar hafði verið auglýst eftir framlögum til að taka þátt í Söngvakeppninni, en Eva segir ekki hafa reynt á það ennþá hvort einhverjir muni draga framlög sín til baka, enda hafi forsendur breyst síðan auglýst var eftir framlögum. Sjá einnig: Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka „Það er bara ákveðin biðstaða í gangi þar til við erum komin með niðurstöðu og þá myndum við bara kynna þá keppni, ef hún yrði haldin, á þeim forsendum. Og auðvitað fylgir þá að þeir sem hafa sent inn lög bara meta sín framlög út frá þeim forsendum, ef af verður,“ útskýrir Eva. „En það styttist í þetta, að við förum að geta sagt eitthvað meira.“
Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Eurovision Tónlist Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“