Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2026 11:20 Valdimar Víðisson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér til að leiða lista Framsoknar í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Þar kemur fram að Valdimar hafi leitt Framsókn í síðustu kosningum, orðið formaður bæjarráðs. Hann hafi frá 1. janúar 2025 verið bæjarstjóri og er fullyrt í tilkynningunni að hann hafi vakið mikla og jákvæða athygli fyrir störf sín fyrir Hafnfirðinga. „Það hafa verið forréttindi að fá að starfa fyrir íbúa Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Fyrst sem varabæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs á síðasta kjörtímabili, síðan sem bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og nú sem bæjarstjóri. Hafnarfjörður er yndislegur bær og ég er afar þakklátur fyrir hversu vel mér og fjölskyldu minni hefur verið tekið frá því að við fluttum hingað fyrir um 18 árum síðan. Bær mótaður af sjónum og hrauninu, bær með sterkt hjarta.“ Valdimar segist brenna fyrir því að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga og hafi í sínum störfum lagt mikla áherslu á að vera í góðu og nánu sambandi við íbúa og fyrirtæki í bænum. Það hafi skipt hann miklu máli og verið honum dýrmæt stoð í störfum sínum. „Margt hefur gengið vel, þó ekkert sé fullkomið. Það er því alltaf svigrúm til að gera enn betur. Vel hefur gengið í uppbyggingu og í að styðja við fjölskyldur í bænum og það viljum við halda áfram að gera. Fram undan eru þó stórar áskoranir sem fela jafnframt í sér mikil tækifæri og kalla á samvinnu og skýra sýn,“ skrifar Valdimar. „Þar má nefna samgöngumál, þar sem mikilvægt er að tryggja öryggi og bæta flæði samhliða áframhaldandi uppbyggingu. Við þurfum að tryggja fjölbreytt húsnæði fyrir alla, þannig að fólk hafi raunhæfa möguleika á að búa og festa rætur í bænum. Jafnframt verðum við að styrkja áfram það sem skiptir mestu máli í daglegu lífi: góða þjónustu, öflugt skólastarf, velferðarkerfi og blómlegt íþrótta- og menningarlíf.“ Hann segist í störfum sínum hafa lagt áherslu á lausnamiðaða nálgun, heiðarleika og samtal og að ná árangri með fólki. Tuttugu ára reynsla hans sem skólastjórnandi hafi einnig nýst sér vel í störfum hans fyrir bæjarfélagið. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að vinna með fólki, hlusta og finna lausnir sem bæta okkar fallega bæ. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til þess að leiða áfram lista Framsóknar í Hafnarfirði og óska eftir þínum stuðningi í baráttunni fram undan.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2026 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira