Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2026 19:00 Veikindi starfsfólks taka verulega í pyngjur borgar- og bæjarstóra. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann. Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann.
Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira