Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2026 19:00 Veikindi starfsfólks taka verulega í pyngjur borgar- og bæjarstóra. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra. Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann. Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kostnaður sveitarfélaga og Landspítalans nemur milljörðum árlega vegna veikinda starfsmanna. Þannig áætlar Reykjavíkurborg að veikindin kosti um sex milljarða króna á ári. Kostnaður Landspítalans nemur árlega sambærilegri upphæð. Það starfa þó tæplega tvöfalt fleiri hjá borginni en spítalanum eða um ellefu þúsund manns á móti 6.500 hjá spítalanum. Fleiri veikir á Landspítalanum Veikindahlutfall hefur verið nokkuð hærra hjá Landspítalanum en hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Veikindi voru tæplega 8 prósent af öllum vinnustundum á spítalanum árið 2023. Sama ár var hlutfallið í í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi 7,7 prósent. Heildarfjarvistir vegna veikinda árið 2023 voru fæstar hjá Seltjarnarnesbæ eða 7,1 prósent af öllum vinnustundum það ár. Þetta var þó talsverð fjölgun veikindastunda hjá öllum sveitarfélögunum frá árinu 2021. Mun hærra en 2020 Þetta er líka talsvert hærra veikindahlutfall en Hagstofan mældi síðast 2020 á almennum vinnumarkaði. Veikindahlutfallið var þá tæplega þrjú prósent á almennum markaðnum og sex prósent á hinum opinbera. Gripið til aðgerða á Seltjarnarnesi Ef við förum svo aftur til ársins í ár þá hefur veikindahlutfallið á Landspítala og sveitarfélögum aðeins lækkað síðan í hittifyrra. Það er nú svipað á Landspítala og í Hafnarfirði eða 7,3 prósent og í Reykjavík og Kópavogi þar sem það er ríflega 7 prósent. Athygli vekur að veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesbæ fer niður í tæp sex prósent á þessu ári og lækkar um fjórðung frá því í fyrra þegar það var átta prósent. Samanburður á veikindahlutfalli milli ára hjá sveitarfélögum og Landspítala.Vísir/grafík Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi segir að undanfarið hafi verið unnið að því að lækka veikindahlutfallið og bæta heilsu starfsmanna. Það hafi skilað árangri. „Við höfum unnið markvisst í veikindahlutfallinu því þetta hefur valdið okkur áhyggjum. Það kostar talsverða peninga að fá íhlaupafólk í hin ýmsu störf. t.d. eins og þegar leikskólakennarar veikjast. Þróunin hefur verið afar jákvæð.,“ segir Þór. Hann segir að fræðsla og hvatning um heilbrigða lífshætti hafi verið aukin. Þá hafi forvarnir verið auknar. Gripið hafi verið til aðgerða í mörgum liðum. „Við höfum reynt að bæta aðstæður starfsfólks. Við bregðumst við þegar starfsfólk kemur með athugasemdir um hvað megi betur fara og þess háttar,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fækka veikindadögunum. „Þetta er kostnaðarauki. Það er ekki bara hjá okkur heldur í sveitarfélögum á öllu landinu sem stjórnendur eru farnir að fylgjast mjög gaumgæfilega með þessum tölum,“ segir hann.
Sveitarstjórnarmál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira