Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2025 23:03 Ágúst Mogensen er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði. Vísir/Sigurjón Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. Börn eru í sérstökum áhættuhópi hvað varðar flugeldaslys en á árunum 2010-2022 var helmingur þeirra sem leitaði á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa börn og það yngsta níu mánaða gamalt. Af þeim 248 sem leituðu á bráðamótttöku vegna flugeldaslysa á tólf ára tímabili voru 114 börn og þar af tólf á leikskólaaldri. Fjörtíu og tvö barnanna voru undir eftirliti fullorðinna þegar slys varð. Frá flugeldasýningu hjálparsveitar skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm „Hér er það ábyrgð foreldranna sem skiptir máli. Fræða um flugeldanna, banna allt fikt og koma í veg fyrir að börn séu ein að umgangast flugeldana,“ segir Ágúst Mogensen sérfræðingur i forvörnum hjá Verði. „Það er verið að taka í sundur og gera alls konar kúnstir og það á alls ekki að gera það,“ bætir Ágúst við. Hægt að útbúa sinn eigin flugeldafót Ýmis atriði séu mikilvæg að hafa í huga þegar skjóta á upp flugeldum. „Það er enginn snjór núna þannig að við þurfum að vera með stöðugan fót. Ef við erum ekki með fót eins og þennan [stór og stöndugur járnhólkur] þá getum við gert fót úr flöskum. Til dæmis með því að teipa fimm tveggja lítra flöskur saman, fylla af vani og hafa eina tóma í miðjunni. Setja flugeldaprikið síðan ofan í og skjóta örugglega upp þannig,“ segir Ágúst. Hanskarnir mikilvægir Flugeldagleraugun eru orðin að staðalbúnaði hjá flestum fjölskyldum þegar skjóta á upp fluteldum. Ekki er síður mikilvægt að vera með góða hanska. „Reyna að passa að þeir séu ekki úr brennanlegu efni, heldur úr skinni eða leðri. Passa að þeir séu ekki úr gerviefni,“ en brunaáverkar á höndum sem og augnáverkar eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar á bráðamóttökuna vegna slysa. Góðir hanskar eru lykilatriði þegar skjóta á upp flugeldum.Vísir/Sigurjón Þá var ekkert annað eftir en að skjóta upp einni góðri bombu en allt innslagið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Lilju Rós Kristínardóttur sem var í óðaönn að selja flugelda í flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Lágmúla. „Salan byrjar alltaf hægar og mesta örtröðin er í kvöld og á morgun, það vilja allir vera með í stemmningunni á gamlársdag. Fólk þrífst í stemmningunni sem er þá,“ sagði Lilja Rós. Það var nóg að gera hjá björgunarsveitinni Ársæli í dag.Vísir/Sigurjón „Það er langvinsælast að taka einn góðan fjölskyldupakka og tertu með. Terturnar eru vinsælar, ein miðnæturterta eins og kaka ársins til dæmis,“ sem skartar mynd af forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Flugeldar Björgunarsveitir Áramót Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Börn eru í sérstökum áhættuhópi hvað varðar flugeldaslys en á árunum 2010-2022 var helmingur þeirra sem leitaði á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa börn og það yngsta níu mánaða gamalt. Af þeim 248 sem leituðu á bráðamótttöku vegna flugeldaslysa á tólf ára tímabili voru 114 börn og þar af tólf á leikskólaaldri. Fjörtíu og tvö barnanna voru undir eftirliti fullorðinna þegar slys varð. Frá flugeldasýningu hjálparsveitar skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm „Hér er það ábyrgð foreldranna sem skiptir máli. Fræða um flugeldanna, banna allt fikt og koma í veg fyrir að börn séu ein að umgangast flugeldana,“ segir Ágúst Mogensen sérfræðingur i forvörnum hjá Verði. „Það er verið að taka í sundur og gera alls konar kúnstir og það á alls ekki að gera það,“ bætir Ágúst við. Hægt að útbúa sinn eigin flugeldafót Ýmis atriði séu mikilvæg að hafa í huga þegar skjóta á upp flugeldum. „Það er enginn snjór núna þannig að við þurfum að vera með stöðugan fót. Ef við erum ekki með fót eins og þennan [stór og stöndugur járnhólkur] þá getum við gert fót úr flöskum. Til dæmis með því að teipa fimm tveggja lítra flöskur saman, fylla af vani og hafa eina tóma í miðjunni. Setja flugeldaprikið síðan ofan í og skjóta örugglega upp þannig,“ segir Ágúst. Hanskarnir mikilvægir Flugeldagleraugun eru orðin að staðalbúnaði hjá flestum fjölskyldum þegar skjóta á upp fluteldum. Ekki er síður mikilvægt að vera með góða hanska. „Reyna að passa að þeir séu ekki úr brennanlegu efni, heldur úr skinni eða leðri. Passa að þeir séu ekki úr gerviefni,“ en brunaáverkar á höndum sem og augnáverkar eru ein helsta ástæða þess að fólk leitar á bráðamóttökuna vegna slysa. Góðir hanskar eru lykilatriði þegar skjóta á upp flugeldum.Vísir/Sigurjón Þá var ekkert annað eftir en að skjóta upp einni góðri bombu en allt innslagið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Lilju Rós Kristínardóttur sem var í óðaönn að selja flugelda í flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Lágmúla. „Salan byrjar alltaf hægar og mesta örtröðin er í kvöld og á morgun, það vilja allir vera með í stemmningunni á gamlársdag. Fólk þrífst í stemmningunni sem er þá,“ sagði Lilja Rós. Það var nóg að gera hjá björgunarsveitinni Ársæli í dag.Vísir/Sigurjón „Það er langvinsælast að taka einn góðan fjölskyldupakka og tertu með. Terturnar eru vinsælar, ein miðnæturterta eins og kaka ársins til dæmis,“ sem skartar mynd af forystumönnum stjórnmálaflokkanna.
Flugeldar Björgunarsveitir Áramót Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira