Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 16:26 Halla hefur varið mörgum stundum í verkfræðibyggingunni á háskólasvæði Brown-háskóla. Hún sækir oftast tíma í sömu skólastofu og skotárásin var framin í gær. Aðsend Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. Halla Eiríksdóttir er þriðja árs nemi í hagfræði og stjórnmálafræði við Brown-háskóla í Providence á Rhode-eyju í Bandaríkjunum. Hún var á heimili sínu að tala við móður sína símleiðis í lærdómspásu síðdegis í gær þegar hún fékk skyndilega skilaboð frá skólanum. Einn vinanna í byggingunni „Ég fæ viðvörun um að það sé skotárás nálægt verkfræðibyggingunni, þar sem ég er mjög oft. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað djók eða kannski væri verið að prófa kerfið,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Hún hafi í fyrstu ekki trúað því sem stóð í skilaboðunum, enda upplifi hún mikið öryggi í Providence. „Svo fékk ég símhringingu frá vinum mínum sem spurðu allir, er í lagi með þig? Og þá komst ég að því að það var bókstaflega maður að skjóta fólk í verkfræðibyggingunni,“ segir Halla. Halla ásamt skólafélaga sínum í kennslustund fyrir tveimur árum í sömu skólastofu og árásin var framin í gær. Hún segir að stofan sé líklega sú stofa sem hún situr flesta tíma.Aðsend Hún hafi strax sent skilaboð á vin sinn, sem er einnig oft í umræddri byggingu. „Hann var í byggingunni þegar þetta gerðist og var að labba út þegar hann heyrði í skotárásinni. Hann var fyrstur til að flýja og hljóp heim. Sem betur fer er í lagi með hann.“ Halla bendir á að í verkfræðibyggingunni séu oft próf og kennslustundir um helgar. Hún hafi einmitt átt erindi í bygginguna rúmum sólarhring eftir árásina. „Ég átti að vera í tíma í kvöld, í akkúrat sömu stofu og skotárásin var gerð.“ Lokaprófum aflýst Samkvæmt umfjöllun AP er árásarmaðurinn sagður hafa skotið yfir fjörutíu sinnum úr skammbyssu inni í einni skólastofu í verkfræðibyggingunni. Tveir létust og níu særðust í árásinni. Á myndefni úr öryggismyndavélum má sjá viðkomandi ganga rólega frá vettvangi eftir að hafa framið verknaðinn. Lögregla hefur handtekið einn í tengslum við rannsókn málsins. AP hefur eftir lögreglunni í Providence að hinn grunaði sé á fertugsaldri. Lögregla veitti ekki upplýsingar um hvort viðkomandi væri nemandi við skólann. Halla hefur haldið sig heima fyrir eftir atburðarásina í gær og hyggur á heimför í kvöld eða á morgun.Aðsend Halla segir marga vini sína hafa verið í felum á svæðinu í allt að átta klukkustundir eftir árásina. Samkvæmt erlendri umfjöllun þurftu margir viðstaddir að bíða í felum svo klukkustundum skipti eftir að lögregla fylgdi þeim af vettvangi. „Þetta er mjög mikið áfall af því að mér hefur alltaf liðið svo örugg í þessari borg. Mér líður oft eins og ég sé öruggari hér en jafnvel í miðbæ Reykjavíkur. Ef ég labba ein heim á nóttunni er mér alveg sama þó ég sé ein, mér finnst ég það örugg.“ Halla segist upplifa sig mjög örugga í Providence, jafnvel öruggari en í miðbæ Reykjavíkur. Henni er því verulega brugðið yfir atburðarás gærdagsins.Aðsend Halla fékk tölvubréf í morgun þess efnis að lokaprófunum hefði verið aflýst vegna atviksins. Tvö próf voru á dagskrá hjá henni næsta föstudag, annað þeirra í umræddri verkfræðibyggingu. „Ég held þau verði alveg felld niður. Mér finnst ólíklegt að við séum að fara að taka þessi próf,“ segir Halla. Hún hefur því í hyggju að flýta heimferð til Íslands, hvar hún ætlar að vera yfir jólin. Íslendingar erlendis Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Halla Eiríksdóttir er þriðja árs nemi í hagfræði og stjórnmálafræði við Brown-háskóla í Providence á Rhode-eyju í Bandaríkjunum. Hún var á heimili sínu að tala við móður sína símleiðis í lærdómspásu síðdegis í gær þegar hún fékk skyndilega skilaboð frá skólanum. Einn vinanna í byggingunni „Ég fæ viðvörun um að það sé skotárás nálægt verkfræðibyggingunni, þar sem ég er mjög oft. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað djók eða kannski væri verið að prófa kerfið,“ segir Halla í samtali við fréttastofu. Hún hafi í fyrstu ekki trúað því sem stóð í skilaboðunum, enda upplifi hún mikið öryggi í Providence. „Svo fékk ég símhringingu frá vinum mínum sem spurðu allir, er í lagi með þig? Og þá komst ég að því að það var bókstaflega maður að skjóta fólk í verkfræðibyggingunni,“ segir Halla. Halla ásamt skólafélaga sínum í kennslustund fyrir tveimur árum í sömu skólastofu og árásin var framin í gær. Hún segir að stofan sé líklega sú stofa sem hún situr flesta tíma.Aðsend Hún hafi strax sent skilaboð á vin sinn, sem er einnig oft í umræddri byggingu. „Hann var í byggingunni þegar þetta gerðist og var að labba út þegar hann heyrði í skotárásinni. Hann var fyrstur til að flýja og hljóp heim. Sem betur fer er í lagi með hann.“ Halla bendir á að í verkfræðibyggingunni séu oft próf og kennslustundir um helgar. Hún hafi einmitt átt erindi í bygginguna rúmum sólarhring eftir árásina. „Ég átti að vera í tíma í kvöld, í akkúrat sömu stofu og skotárásin var gerð.“ Lokaprófum aflýst Samkvæmt umfjöllun AP er árásarmaðurinn sagður hafa skotið yfir fjörutíu sinnum úr skammbyssu inni í einni skólastofu í verkfræðibyggingunni. Tveir létust og níu særðust í árásinni. Á myndefni úr öryggismyndavélum má sjá viðkomandi ganga rólega frá vettvangi eftir að hafa framið verknaðinn. Lögregla hefur handtekið einn í tengslum við rannsókn málsins. AP hefur eftir lögreglunni í Providence að hinn grunaði sé á fertugsaldri. Lögregla veitti ekki upplýsingar um hvort viðkomandi væri nemandi við skólann. Halla hefur haldið sig heima fyrir eftir atburðarásina í gær og hyggur á heimför í kvöld eða á morgun.Aðsend Halla segir marga vini sína hafa verið í felum á svæðinu í allt að átta klukkustundir eftir árásina. Samkvæmt erlendri umfjöllun þurftu margir viðstaddir að bíða í felum svo klukkustundum skipti eftir að lögregla fylgdi þeim af vettvangi. „Þetta er mjög mikið áfall af því að mér hefur alltaf liðið svo örugg í þessari borg. Mér líður oft eins og ég sé öruggari hér en jafnvel í miðbæ Reykjavíkur. Ef ég labba ein heim á nóttunni er mér alveg sama þó ég sé ein, mér finnst ég það örugg.“ Halla segist upplifa sig mjög örugga í Providence, jafnvel öruggari en í miðbæ Reykjavíkur. Henni er því verulega brugðið yfir atburðarás gærdagsins.Aðsend Halla fékk tölvubréf í morgun þess efnis að lokaprófunum hefði verið aflýst vegna atviksins. Tvö próf voru á dagskrá hjá henni næsta föstudag, annað þeirra í umræddri verkfræðibyggingu. „Ég held þau verði alveg felld niður. Mér finnst ólíklegt að við séum að fara að taka þessi próf,“ segir Halla. Hún hefur því í hyggju að flýta heimferð til Íslands, hvar hún ætlar að vera yfir jólin.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14. desember 2025 08:22