Fótbolti

Svona eru riðlarnir á HM í fót­bolta 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Argentínumenn eru ríkjandi heimsmeistarar.
Lionel Messi og Argentínumenn eru ríkjandi heimsmeistarar. Getty/Hernan Cortez

Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kom í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí.

Norðmenn eru i hörkuriðli með Frakklandi, Senegal og svo sigurvegara úr umspili Írak, Bólivíu og Súrínam.

England lenti í riðli með Króatíu en hin liðin eru Panama og Gana. 

England mun hefja leik á HM 2026 gegn Króatíu í Dallas eða Toronto þann 17. júní og mætir einnig Gana og Panama í L-riðli. Það verður erfitt fyrir Skota sem eru í riðli með Brasilíu, Marokkó og Haítí. Fyrsti leikur Skotlands á HM karla í 28 ár verður gegn Haítí.

Wales eða Norður-Írland gætu lent í B-riðli með Kanada, Katar og Sviss, ef annað hvort liðið kemst í gegnum tvær umferðir umspilsleikja UEFA í mars.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í Írlandi gætu mætt Mexíkó, Suður-Afríku og Suður-Kóreu ef þeir tryggja sér sæti á mótinu.

Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal fengu frekar auðvelda riðla. Argentína er með Austurríki, Alsír og Jórdaníu en Portúgal er með Kólumbíu, Úsbekistan og svo sigurvegara úr umspili Austur-Kongó, Jamaíku og Nýju-Kaledóníu.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig riðlarnir líta út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×