Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2025 14:32 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir ótækt að breytingar séu ekki kynntar með betri fyrirvara. Vísir/Vilhelm Sjúklingar sem hugðust leysa út ákveðin lyf í vikunni þurftu sumir að greiða tugþúsundum meira en þeir áttu von á út af reglugerðarbreytingu Sjúkratrygginga. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir breytinguna hafa verið fyrirvaralausa, sem sé ótækt. Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn. Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Á mánudag fengu lyfsalar senda tilkynningu um breytingar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í ákveðnu lyfi. Tilkynningin kom sama dag og breytingin tók gildi eða 1. desember. „Í þessu allavega einstaka tilfelli, sem búið er að taka ákvörðun um að gera núna, er ákveðið ADHD-lyf sem margir þekkja sem Elvanse eða Volidax og það þýðir að ef að viðkomandi einstaklingur er að nota þetta lyf umfram hámarksskammt þá fellur kostnaður á einstaklinginn,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hún segist hafa fengið ótal símtöl frá ósáttum lyfjafræðingum. Dæmi hafi verið um að fólk sem var komið umfram hámarksskammt þurfti í stað þess að greiða núll krónur skyndilega að borga 33 þúsund krónur fyrir skammtinn. „Og það eru að koma jól. Og þetta eru bara ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Lyfjafræðingafélagið setti sig í samband við Sjúkratryggingar sem tilkynntu á miðvikudag að breytingunni hefði verið frestað um mánuð og tekur gildi á nýju ári. „Við metum það sem svo að það var hlustað á okkur, algjörlega, en tíminn verður að leiða í ljós hvort að nægilegar upplýsingar fáist síðan ef að það á að breyta einhverju. En það er alveg ljóst að þetta vinnulag verður að laga. Vegna þess að svona gengur ekki.“ Læknar og lyfjafræðingar verði að vera upplýstir um breytingarnar, geta útskýrt fyrir sjúklingum sínum að þeir séu komnir umfram hámarksmagn lyfjanna og nú þurfi þeir að greiða kostnaðinn algjörlega sjálfir. „Og þá eiga kost á því að velja um aðra lyfjameðferð eða trappa sig niður. Það sé ekki hægt að skella þessu bara svona afturvirkt á þá þegar þeir sækja lyfin,“ segir Sigurbjörg Sæunn.
Lyf Sjúkratryggingar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira