Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hverfadagar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Vísir/Ívar Fannar Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39