Tónlist

Lifandi tón­list beint í æð allan ársins hring

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband frá tónlistarborginni Reykjavík.
Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband frá tónlistarborginni Reykjavík. Stikla

Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum.

Í fréttatilkynningu frá borginni segir:

„Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er nýafstaðin og hefur enn á ný beint kastljósi að því hve rík af tónlistarmenningu Reykjavík er. 

Á þessum tíma árs iðar borgin af lífi, tónleikastaðir miðbæjarins lifna við, fyllast af listamönnum, íbúum og erlendum gestum og umbreyta Reykjavík í sannkallaða tónlistarborg. 

Það er eitthvað einstakt við þá stemningu sem myndast og skapar ógleymanlega upplifun.

Lifandi tónlistarflutningur og minni tónleikastaðir hafa ekki einungis gífurleg áhrif á mótun og framvindu í ferli tónlistarfólksins sjálfs heldur eru þeir lykilatrið að undirstöðum menningarborga. 

Tónlistarborgin Reykjavík vill því vekja sérstaka athygli á minni tónleikastöðum borgarinnar og hvetja fólk til að sækja lifandi tónleika með sínu uppáhalds tónlistarfólki og halda þannig tónleikastöðunum okkar lifandi.“

Af því tilefni hefur Tónlistarborgin unnið seríu af myndböndum um nokkra af tónleikastöðunum okkar þar sem spjallað er við rekstraraðila og veitt er innsýn í eðli hvers staðar fyrir sig. Til að keyra seríuna í gang frumsýnir Vísir hér stiklu að seríunni.

Klippa: Tónlistarborgin Reykjavík

„Hvort sem þú ert að uppgötva eitthvað alveg nýtt eða styðja við þitt uppáhalds listafólk þá er full ástæða til að halda stemningunni áfram eftir Airwaves og kíkja á tónleika allt árið um kring. 

Styðjum tónlistarfólkið okkar, tónleikastaðina og viðhöldum stemmningunni sem gera Reykjavík að einni skemmtilegustu tónlistarborg heims,“ segir jafnframt í tilkynningunni. 

Hér má fylgjast með stöðugt uppfærðri tónleikadagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.