Lífið

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Guðrún Svava fór með Flóna á djammið í nýjasta þætti af Gugga fer á djammið. Hún fór þar á rúntinn með rapparanum og fylgdi honum eftir á tónleikum.
Guðrún Svava fór með Flóna á djammið í nýjasta þætti af Gugga fer á djammið. Hún fór þar á rúntinn með rapparanum og fylgdi honum eftir á tónleikum.

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Gugga fer á djammið eru nýir þáttir á Vísi þar sem Guðrún Svava Egilsdóttir kíkir út á lífið. Í nýjasta þættinum byrjaði hún kvöldið á Nínu þar sem Jakob Jóhann Veigarsson stýrir karíókí.

„Er alveg fólk að mæta á fimmtudögum? Ég sá eina ömmu labba hérna inn,“ spurði Gugga Jakob sem svaraði að ömmurnar væru reglulegir gestir.

Því næst ætlaði Gugga að taka lagið en þá hafði popparinn Friðrik Róbertsson samband til að bjóða henni á rúntinn í Flona-teslunni. Þau fóru saman í bón, Gugga tók Flona í krefjandi hraðaspurningar og svo kíkti hún með honum á gigg á Airwaves.

Þau reyndust hafa ýmislegt sameiginlegt og eftir að hafa skemmt sér konunglega saman voru þau bæði spennt fyrir því að kíkja aftur saman á djammið. En það er efni í annan þátt.


Tengdar fréttir

Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.