Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Boði Logason skrifar 15. nóvember 2025 08:02 Eiríkur Ingi Jóhannsson komst einn lífs af þegar Hallgrímur SI-77 sökk við Noregsstrendur í janúar 2012. Slysið er rifjað upp í nýjustu Útkallsbók Óttars Sveinssonar. Útkall/Grafík Vísir Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. „Ég vissi ekki að þetta hafi verið svona tæpt og sé það núna að björgunin var miklu umfangsmeiri en ég taldi fyrst. Ég vissi heldur ekki að þyrlan sem bjargaði mér varð að taka eldsneyti á olíuborskipi á leiðinni að slysstað og þeir komust í stórhættu þegar þeir lentu þar,“ er haft eftir Eiríki Inga í bókinni. Eiríkur Ingi viss ekki f,yrr en nýlega, að spilvírinn sem notaður var særðist þegar verið var að hífa hann og sigmanninn upp í þyrluna. Litlu munaði að vírinn slitnaði. Eiríkur Ingi fannst á lífi í sjónum tæpum fjórum klukkutímum eftir að fiskiskipið Hallgrímur SI-77 sökk þann 25. janúar fyrir tæplega fjórtán árum. Skipið hafði verið selt til Noregs og átti að sigla því þangað. Fjórir voru um borð. Þegar skipið var statt um 400 kílómetra frá Noregi komst sjór í stýrisvélarrúmið, það varð stjórnlaust og leki varð til þess að skipið sökk á skömmum tíma. Í bókinni Útkall - Ég er á lífi eru frásagnir Eiríks Inga, fjölskyldu hans og áhafna á tveimur þyrlum úr norska flughernum sem í raun lögðu líf sín í hættu við að bjarga honum og reyna að finna finna þrjá íslenska félaga hans. Þremenningarnir fórust allir og er bókin helguð minningu þeirra. Öldurnar á við fimm hæða hús Vebjørn Bjørstad, sem var 35 ára sigmaður, segist aldrei hafa séð annað eins sjólag þar sem öldurnar voru á við fimm til sex hæða hús. Þegar flogið var áleiðis á slysstað átti hann ekki von á að geta bjargað neinum á lífi: „Þegar við sáum loðnuskipið Herøyhav fannst mér það líta út fyrir að vera meira neðansjávar en ofan. Það var rosalegt að sjá hvernig öldurnar köstuðu skipinu til og frá. Ég virti senuna fyrir mér og hugsaði: Hvernig í ósköpunum á ég að komast í sjóinn til að bjarga einhverjum fyrst skip af þessari stærð lætur svona í hrikalegum öldunum? Og það sem meira var: Hvernig á að vera nokkur möguleiki á að finna fólk í þessu ofsaveðri og hvítfyssandi særoki?“ Sjóslysið við Noregsstrendur árið 2012 er rifjað upp í nýjustu bók Óttars Sveinssonar. Rætt er við Eirík Inga og þyrluáhöfnina sem bjargaði honum.Útkall Hugsaðu um börnin þín Eiríkur Eiríkur Ingi, sem var þrjátíu og fimm ára á þessum tíma, átti fjögur börn heima á Íslandi; Jónatan Jón, eins og hálfs árs, Vigdísi Sól fjögurra ára, Adam Valgeir fimm ára og Selku Sólbjörtu ellefu ára: „„Eiríkur, þú verður að hætta þessu. Þú verður að vera brattur! Hugsaðu um börnin þín. Þú verður að komast heim til barnanna þinna og konu,“ sagði ég upphátt við sjálfan mig, mér til hvatningar. Ég hélt áfram að hugsa, tala og berjast. Ég einfaldlega varð! Ég fór líka að syngja einhver lög þótt ég kynni ekki einn einasta texta. Ég söng bara eitthvað á meðan mig rak áfram.“ Selka Sól, ellefu ára dóttir Eiríks, var á fimleikaæfingu í Reykjavík: „Ég skynjaði að eitthvað skrýtið var í gangi. Eitthvað alvarlegt. Þjálfarinn minn sagði að ég mætti fara. Nú fór ég að verða áhyggjufull enda mjög óvenjulegt að mamma væri komin með öll systkini mín að sækja mig. Ég hljóp og náði í dótið mitt og fór til mömmu. Hún leiddi okkur út í bíl … það var eitthvað í gangi með pabba. Ég held að hún hafi sagt að hann væri týndur,“ er haft eftir Selku Sól í bókinni. Þú VERÐUR að ná þessari þyrlu Þegar Eiríkur Ingi sá aðra þyrluna koma yfir slysstað var hún í mörg hundruð metra fjarlægð frá honum: „Hugur minn var á fleygiferð og ákvörðunin um að synda áfram eða ekki togaðist á í mér. Það er allt of langt að þyrlunni. Ég á aldrei eftir að ná þessu. En svo gnísti ég tönnum og hrópaði: „Eiríkur, þú VERÐUR að ná þessari þyrlu!“ Og ég gargaði áfram: „Strákar, strákar. SJÁIÐ ÞIG MIG? Strákar, sjáið þið mig?“ Ég var staðráðinn í að ná sambandi við þá þótt ég vissi að þeir heyrðu ekki í mér.“ Í bókinni er einnig rætt við Olve Arnes flugstjóra sem kom auga á Eirík, eða réttara sagt á endurskinsborða á hettunni á gallanum hans. Eiríkur Ingi hafði þá barist fyrir lífi sínu í á fjórðu klukkustund og synt í um 20 til 25 mínútur í haugasjó. Þegar Vebjørn sigmaður ætlaði að fara út um dyrnar varð óhapp: „Þegar ég kom út úr þyrlunni og ætlaði að byrja að síga greip fárviðrið mig um leið. Þetta var versta veður sem ég hafði sigið í og nú gerðist svolítið sem ég hafði aldrei lent í áður. Ég fór ekki niður heldur hreif vindurinn mig aftur með þyrlunni og utan í hana. Um leið hafði Johnny spilmaður stungið höfðinu út úr vélinni til að fylgjast með mér en þá festist vírinn í hjálminum hans. Ég missti jafnvægið...,“ er haft eftir Vebjørn í bókinni. Þyrluflugstjórinn Olve Arnes segist aldrei hafa lent í eins miklu óveðri og þennan örlagaríka dag. Það telst kraftaverk að þyrlan hafi náð til lands - spaðarnir útataðir í salti og lítið eldsneyti eftir á tanknum.Útkall Eftir mikinn barning komst Vebjørn niður til Eiríks Inga. „Ég var frá mér numinn af gleði - loksins að bjargast úr þessum hrikalegu aðstæðum. Eftir að hafa sett á mig björgunarlykkju, krækti sigmaðurinn fótunum utan um mig og gaf svo merki um að hífa. Þetta gerðist allt ótrúlega hratt. En svo … gerðist ekkert. Við vorum bara þarna í sjónum. Upp, upp, hugsaði ég og það sama vildi sigmaðurinn,“ segir Eiríkur Ingi í bókinni. Er vírinn að slitna? Þá er einnig rætt við Fred Stabell siglingafræðing í bókinni en hann horfði á Johnny spilmann hífa: „Við áttum í vandræðum með spilið. Það virkaði og var í góðu lagi en það var einfaldlega of hægvirkt fyrir þessar aðstæður. Þegar við hífum getum við venjulega híft það hratt að hægt er að tímasetja hvenær slakinn fer af vírnum til að taka þann sem verið er að hífa upp. En þarna var spilið svo seinvirkt,“ segir Fred. Stuttu síðar kom gríðarlegur slynkur á vírinn. Eiríkur Ingi, sem var fastur við Vebjørn og hafði beðið í nokkra stund eftir því að vera hífður upp, fann heldur betur hvað var að gerast: „Allt í einu kom þessi svakalegi rykkur. Við kipptumst upp úr öldunni sem fór á augnabliki undan okkur. Þetta var rosalegt. Við vorum í lausu lofti, reyndar eins og í frjálsu falli. Það kom ofboðslegur slinkur og óþægilegt högg sem við fengum á okkur,“ segir Eiríkur Ingi. Í bókinni lýsir Eiríkur Ingi því að hann hafi hugsað að vírinn gæti verið á þolmörkum: „Eftir þetta mikla högg þar sem vírinn rykktist gríðarlega til, hugsaði ég: Nú slitnar örugglega vírinn. Við vorum svo þungir, ég var 100 kíló og í galla sem var fullur af sjó, sjálfsagt 150 kíló samtals. Sigmaðurinn var örugglega um 100 kíló með galla og útbúnaði. Til samans höfum við örugglega verið 250 kíló,“ segir hann. Vebjørn Bjørstad, sem var 35 ára sigmaður, segist aldrei hafa séð annað eins sjólag þar sem öldurnar voru á við fimm til sex hæða hús. Hann seig niður til Eiríks Inga eftir að hann hafði verið tæpa fjóra klukkutíma í sjónum.Útkall Vebjørn vissi að spennan á vírnum hafði verið á ystu þolmörkum: „Spilið uppi í þyrlunni er gert fyrir 274 kílóa átak. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta allt verið eðlilegt. En þegar maður tekur tillit til kraftsins í öldunum og vindinum og að átakið var heldur skakkt þá var þetta allt á mörkunum. Hefðum við fallið í sjóinn og vírinn slitnað þá hefðum við þurft að nota hitt spilið.“ Vangaveltur Eiríks um vírinn reyndust á rökum reistar. Auk þess hafði vírinn skaddast í átökunum og því skall hurð nærri hælum. Vírinn hélt. Komumst við ekki heim? Eins og áður segir voru tvær þyrlur sendar frá Noregi á slysstað. Áhöfn hinnar þyrlunnar hafði fundið gúmmíbátinn úr skipinu þar sem Íslendingarnir fjórir höfðust við fjórum klukkustundum fyrr. Lene Pedersen var sigmaður í þeirri þyrlu: „Ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þessar öldur. Mér fannst þetta eins og að vera í bíómynd. Þetta er eitthvað sem gerist bara einu sinni á lífsleiðinni, hugsaði ég. Þetta var svo öfgakennt. Ég heyrði þegar Anders læknir sagði: „Erum við ekki að fljúga mjög lágt og nálægt sjónum?“ Þegar áhafnirnar á þyrlunum tveimur treystu sér ekki lengur til að leita að félögum Eiríks var afar erfið flugferð fram undan. Óvæntar uppákomur urðu til þess að tvísýnt var um hvort áhöfn Olve Arnes og Eiríkur Ingi næðu alla leið heim til Noregs. Þykkt saltlag hafði sest á þyrluspaðana og hamlað hraða vélarinnar. Hins vegar vissu flugmennirnir ekki ástæðuna fyrir því afhverju þyrlan náði ekki að auka hraðann. Þeir höfðu klukkustundum saman þurft að fljúga vélinni í afar lítilli hæð á meðan saltur sjórinn úðaðist stöðugt upp að vélinni – sérstaklega á meðan leit og björgun stóð: „Nú náðum við ekki þeirri ferð út úr þyrlunni sem við vildum. Vélin fór að hristast svakalega er við jukum hraðann. Í rauninni vissum við ekki strax hvers vegna. Þegar vélin var komin á 110 hnúta (rúmlega 200 kílómetra hraða á klukkustund), hristist hún svo mikið að við áttum erfitt með að lesa á mælana og tækin okkar. Vindurinn var á móti okkur en aðeins á hlið. Við þekktum ókyrrð og þær aðstæður sem skapa hana, en þetta var eitthvað skrýtið. Við urðum að minnka hraðann til að geta stjórnað þyrlunni betur. Samt hristist hún illa og það var mjög erfitt að fljúga henni. Við þurftum helst að vera á 110 hnúta ferð til að ná norsku ströndinni. Útreikningar okkar á að ná heim höfðu byggst á því,“ segir Olve. Sigmaðurinn ekki viss um að sjá sína nánustu aftur Áhöfnin hafði nú verið upplýst um stöðuna - að hugsanlega yrði að nauðlenda þyrlunni á sjónum. Á tímabili leit út fyrir að það vantaði um 300 pund af eldsneyti til þess að vélin næði aftur heim til Noregs. Ákveðið var að hlífa Eiríki Inga við þessum upplýsingum. Vebjørn sigmaður var sá sem sinnti Eiríki Inga: „Við höfðum ekki langan tíma til að leita að hinum mönnunum. Okkur þótti leitt að geta ekki komið þeim til bjargar. Íslendingurinn fór að renna niður gallanum sínum, honum fannst örugglega óþægilegt að vera í honum, enda fullur af sjó. En ég renndi gallanum aftur upp og sagði honum að hann yrði að vera í honum. Við ákváðum að segja honum ekki strax hvers vegna. Hann bað um að við settum hitann á vélina en ég sagði að við gætum það ekki.“ Á leiðinni tók Vebjørn sigmaður upp símann og sendi foreldrum sínum í Noregi skilaboð: „Ég elska ykkur!“ Þegar foreldrarnir fengu skilaboðin vissu þeir ekki að sonurinn var þá ekki viss um að sjá þau aftur. Á einhvern ótrúlegan hátt náði vélin alla leið til Noregs og mátti ekki á tæpara standa. Þegar vélin var lent tók áhöfnin eftir saltinu á spöðunum, það var ástæðan fyrir hristingnum. Eiríkur er afar þakklátur hinum hugrökku Norðmönnum: ,,Í hífingunni var það fyrsta sem ég hugsaði hvort vírinn myndi slitna. En ég átti ekki von á þetta hafi verið svona rosalega tæpt. Ég geri líka ráð fyrir að allt þetta hafi farið mjög illa með þyrluna þegar upp er staðið. Norðmennirnir voru kannski að fara langt yfir strikið. Að leggja sjálfa sig í svona rosalega hættu. Þeir voru bara að reyna að gera sitt besta og horfðu þá kannski fram hjá sínu eigin öryggi.“ Noregur Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ástin og lífið Einu sinni var... Björgunarsveitir Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
„Ég vissi ekki að þetta hafi verið svona tæpt og sé það núna að björgunin var miklu umfangsmeiri en ég taldi fyrst. Ég vissi heldur ekki að þyrlan sem bjargaði mér varð að taka eldsneyti á olíuborskipi á leiðinni að slysstað og þeir komust í stórhættu þegar þeir lentu þar,“ er haft eftir Eiríki Inga í bókinni. Eiríkur Ingi viss ekki f,yrr en nýlega, að spilvírinn sem notaður var særðist þegar verið var að hífa hann og sigmanninn upp í þyrluna. Litlu munaði að vírinn slitnaði. Eiríkur Ingi fannst á lífi í sjónum tæpum fjórum klukkutímum eftir að fiskiskipið Hallgrímur SI-77 sökk þann 25. janúar fyrir tæplega fjórtán árum. Skipið hafði verið selt til Noregs og átti að sigla því þangað. Fjórir voru um borð. Þegar skipið var statt um 400 kílómetra frá Noregi komst sjór í stýrisvélarrúmið, það varð stjórnlaust og leki varð til þess að skipið sökk á skömmum tíma. Í bókinni Útkall - Ég er á lífi eru frásagnir Eiríks Inga, fjölskyldu hans og áhafna á tveimur þyrlum úr norska flughernum sem í raun lögðu líf sín í hættu við að bjarga honum og reyna að finna finna þrjá íslenska félaga hans. Þremenningarnir fórust allir og er bókin helguð minningu þeirra. Öldurnar á við fimm hæða hús Vebjørn Bjørstad, sem var 35 ára sigmaður, segist aldrei hafa séð annað eins sjólag þar sem öldurnar voru á við fimm til sex hæða hús. Þegar flogið var áleiðis á slysstað átti hann ekki von á að geta bjargað neinum á lífi: „Þegar við sáum loðnuskipið Herøyhav fannst mér það líta út fyrir að vera meira neðansjávar en ofan. Það var rosalegt að sjá hvernig öldurnar köstuðu skipinu til og frá. Ég virti senuna fyrir mér og hugsaði: Hvernig í ósköpunum á ég að komast í sjóinn til að bjarga einhverjum fyrst skip af þessari stærð lætur svona í hrikalegum öldunum? Og það sem meira var: Hvernig á að vera nokkur möguleiki á að finna fólk í þessu ofsaveðri og hvítfyssandi særoki?“ Sjóslysið við Noregsstrendur árið 2012 er rifjað upp í nýjustu bók Óttars Sveinssonar. Rætt er við Eirík Inga og þyrluáhöfnina sem bjargaði honum.Útkall Hugsaðu um börnin þín Eiríkur Eiríkur Ingi, sem var þrjátíu og fimm ára á þessum tíma, átti fjögur börn heima á Íslandi; Jónatan Jón, eins og hálfs árs, Vigdísi Sól fjögurra ára, Adam Valgeir fimm ára og Selku Sólbjörtu ellefu ára: „„Eiríkur, þú verður að hætta þessu. Þú verður að vera brattur! Hugsaðu um börnin þín. Þú verður að komast heim til barnanna þinna og konu,“ sagði ég upphátt við sjálfan mig, mér til hvatningar. Ég hélt áfram að hugsa, tala og berjast. Ég einfaldlega varð! Ég fór líka að syngja einhver lög þótt ég kynni ekki einn einasta texta. Ég söng bara eitthvað á meðan mig rak áfram.“ Selka Sól, ellefu ára dóttir Eiríks, var á fimleikaæfingu í Reykjavík: „Ég skynjaði að eitthvað skrýtið var í gangi. Eitthvað alvarlegt. Þjálfarinn minn sagði að ég mætti fara. Nú fór ég að verða áhyggjufull enda mjög óvenjulegt að mamma væri komin með öll systkini mín að sækja mig. Ég hljóp og náði í dótið mitt og fór til mömmu. Hún leiddi okkur út í bíl … það var eitthvað í gangi með pabba. Ég held að hún hafi sagt að hann væri týndur,“ er haft eftir Selku Sól í bókinni. Þú VERÐUR að ná þessari þyrlu Þegar Eiríkur Ingi sá aðra þyrluna koma yfir slysstað var hún í mörg hundruð metra fjarlægð frá honum: „Hugur minn var á fleygiferð og ákvörðunin um að synda áfram eða ekki togaðist á í mér. Það er allt of langt að þyrlunni. Ég á aldrei eftir að ná þessu. En svo gnísti ég tönnum og hrópaði: „Eiríkur, þú VERÐUR að ná þessari þyrlu!“ Og ég gargaði áfram: „Strákar, strákar. SJÁIÐ ÞIG MIG? Strákar, sjáið þið mig?“ Ég var staðráðinn í að ná sambandi við þá þótt ég vissi að þeir heyrðu ekki í mér.“ Í bókinni er einnig rætt við Olve Arnes flugstjóra sem kom auga á Eirík, eða réttara sagt á endurskinsborða á hettunni á gallanum hans. Eiríkur Ingi hafði þá barist fyrir lífi sínu í á fjórðu klukkustund og synt í um 20 til 25 mínútur í haugasjó. Þegar Vebjørn sigmaður ætlaði að fara út um dyrnar varð óhapp: „Þegar ég kom út úr þyrlunni og ætlaði að byrja að síga greip fárviðrið mig um leið. Þetta var versta veður sem ég hafði sigið í og nú gerðist svolítið sem ég hafði aldrei lent í áður. Ég fór ekki niður heldur hreif vindurinn mig aftur með þyrlunni og utan í hana. Um leið hafði Johnny spilmaður stungið höfðinu út úr vélinni til að fylgjast með mér en þá festist vírinn í hjálminum hans. Ég missti jafnvægið...,“ er haft eftir Vebjørn í bókinni. Þyrluflugstjórinn Olve Arnes segist aldrei hafa lent í eins miklu óveðri og þennan örlagaríka dag. Það telst kraftaverk að þyrlan hafi náð til lands - spaðarnir útataðir í salti og lítið eldsneyti eftir á tanknum.Útkall Eftir mikinn barning komst Vebjørn niður til Eiríks Inga. „Ég var frá mér numinn af gleði - loksins að bjargast úr þessum hrikalegu aðstæðum. Eftir að hafa sett á mig björgunarlykkju, krækti sigmaðurinn fótunum utan um mig og gaf svo merki um að hífa. Þetta gerðist allt ótrúlega hratt. En svo … gerðist ekkert. Við vorum bara þarna í sjónum. Upp, upp, hugsaði ég og það sama vildi sigmaðurinn,“ segir Eiríkur Ingi í bókinni. Er vírinn að slitna? Þá er einnig rætt við Fred Stabell siglingafræðing í bókinni en hann horfði á Johnny spilmann hífa: „Við áttum í vandræðum með spilið. Það virkaði og var í góðu lagi en það var einfaldlega of hægvirkt fyrir þessar aðstæður. Þegar við hífum getum við venjulega híft það hratt að hægt er að tímasetja hvenær slakinn fer af vírnum til að taka þann sem verið er að hífa upp. En þarna var spilið svo seinvirkt,“ segir Fred. Stuttu síðar kom gríðarlegur slynkur á vírinn. Eiríkur Ingi, sem var fastur við Vebjørn og hafði beðið í nokkra stund eftir því að vera hífður upp, fann heldur betur hvað var að gerast: „Allt í einu kom þessi svakalegi rykkur. Við kipptumst upp úr öldunni sem fór á augnabliki undan okkur. Þetta var rosalegt. Við vorum í lausu lofti, reyndar eins og í frjálsu falli. Það kom ofboðslegur slinkur og óþægilegt högg sem við fengum á okkur,“ segir Eiríkur Ingi. Í bókinni lýsir Eiríkur Ingi því að hann hafi hugsað að vírinn gæti verið á þolmörkum: „Eftir þetta mikla högg þar sem vírinn rykktist gríðarlega til, hugsaði ég: Nú slitnar örugglega vírinn. Við vorum svo þungir, ég var 100 kíló og í galla sem var fullur af sjó, sjálfsagt 150 kíló samtals. Sigmaðurinn var örugglega um 100 kíló með galla og útbúnaði. Til samans höfum við örugglega verið 250 kíló,“ segir hann. Vebjørn Bjørstad, sem var 35 ára sigmaður, segist aldrei hafa séð annað eins sjólag þar sem öldurnar voru á við fimm til sex hæða hús. Hann seig niður til Eiríks Inga eftir að hann hafði verið tæpa fjóra klukkutíma í sjónum.Útkall Vebjørn vissi að spennan á vírnum hafði verið á ystu þolmörkum: „Spilið uppi í þyrlunni er gert fyrir 274 kílóa átak. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta allt verið eðlilegt. En þegar maður tekur tillit til kraftsins í öldunum og vindinum og að átakið var heldur skakkt þá var þetta allt á mörkunum. Hefðum við fallið í sjóinn og vírinn slitnað þá hefðum við þurft að nota hitt spilið.“ Vangaveltur Eiríks um vírinn reyndust á rökum reistar. Auk þess hafði vírinn skaddast í átökunum og því skall hurð nærri hælum. Vírinn hélt. Komumst við ekki heim? Eins og áður segir voru tvær þyrlur sendar frá Noregi á slysstað. Áhöfn hinnar þyrlunnar hafði fundið gúmmíbátinn úr skipinu þar sem Íslendingarnir fjórir höfðust við fjórum klukkustundum fyrr. Lene Pedersen var sigmaður í þeirri þyrlu: „Ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þessar öldur. Mér fannst þetta eins og að vera í bíómynd. Þetta er eitthvað sem gerist bara einu sinni á lífsleiðinni, hugsaði ég. Þetta var svo öfgakennt. Ég heyrði þegar Anders læknir sagði: „Erum við ekki að fljúga mjög lágt og nálægt sjónum?“ Þegar áhafnirnar á þyrlunum tveimur treystu sér ekki lengur til að leita að félögum Eiríks var afar erfið flugferð fram undan. Óvæntar uppákomur urðu til þess að tvísýnt var um hvort áhöfn Olve Arnes og Eiríkur Ingi næðu alla leið heim til Noregs. Þykkt saltlag hafði sest á þyrluspaðana og hamlað hraða vélarinnar. Hins vegar vissu flugmennirnir ekki ástæðuna fyrir því afhverju þyrlan náði ekki að auka hraðann. Þeir höfðu klukkustundum saman þurft að fljúga vélinni í afar lítilli hæð á meðan saltur sjórinn úðaðist stöðugt upp að vélinni – sérstaklega á meðan leit og björgun stóð: „Nú náðum við ekki þeirri ferð út úr þyrlunni sem við vildum. Vélin fór að hristast svakalega er við jukum hraðann. Í rauninni vissum við ekki strax hvers vegna. Þegar vélin var komin á 110 hnúta (rúmlega 200 kílómetra hraða á klukkustund), hristist hún svo mikið að við áttum erfitt með að lesa á mælana og tækin okkar. Vindurinn var á móti okkur en aðeins á hlið. Við þekktum ókyrrð og þær aðstæður sem skapa hana, en þetta var eitthvað skrýtið. Við urðum að minnka hraðann til að geta stjórnað þyrlunni betur. Samt hristist hún illa og það var mjög erfitt að fljúga henni. Við þurftum helst að vera á 110 hnúta ferð til að ná norsku ströndinni. Útreikningar okkar á að ná heim höfðu byggst á því,“ segir Olve. Sigmaðurinn ekki viss um að sjá sína nánustu aftur Áhöfnin hafði nú verið upplýst um stöðuna - að hugsanlega yrði að nauðlenda þyrlunni á sjónum. Á tímabili leit út fyrir að það vantaði um 300 pund af eldsneyti til þess að vélin næði aftur heim til Noregs. Ákveðið var að hlífa Eiríki Inga við þessum upplýsingum. Vebjørn sigmaður var sá sem sinnti Eiríki Inga: „Við höfðum ekki langan tíma til að leita að hinum mönnunum. Okkur þótti leitt að geta ekki komið þeim til bjargar. Íslendingurinn fór að renna niður gallanum sínum, honum fannst örugglega óþægilegt að vera í honum, enda fullur af sjó. En ég renndi gallanum aftur upp og sagði honum að hann yrði að vera í honum. Við ákváðum að segja honum ekki strax hvers vegna. Hann bað um að við settum hitann á vélina en ég sagði að við gætum það ekki.“ Á leiðinni tók Vebjørn sigmaður upp símann og sendi foreldrum sínum í Noregi skilaboð: „Ég elska ykkur!“ Þegar foreldrarnir fengu skilaboðin vissu þeir ekki að sonurinn var þá ekki viss um að sjá þau aftur. Á einhvern ótrúlegan hátt náði vélin alla leið til Noregs og mátti ekki á tæpara standa. Þegar vélin var lent tók áhöfnin eftir saltinu á spöðunum, það var ástæðan fyrir hristingnum. Eiríkur er afar þakklátur hinum hugrökku Norðmönnum: ,,Í hífingunni var það fyrsta sem ég hugsaði hvort vírinn myndi slitna. En ég átti ekki von á þetta hafi verið svona rosalega tæpt. Ég geri líka ráð fyrir að allt þetta hafi farið mjög illa með þyrluna þegar upp er staðið. Norðmennirnir voru kannski að fara langt yfir strikið. Að leggja sjálfa sig í svona rosalega hættu. Þeir voru bara að reyna að gera sitt besta og horfðu þá kannski fram hjá sínu eigin öryggi.“
Noregur Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ástin og lífið Einu sinni var... Björgunarsveitir Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira