Lífið

Gulli áttaði sig skyndi­lega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnlaugur Helgason er farinn af stað með nýja þætti af Gulla Byggi. 
Gunnlaugur Helgason er farinn af stað með nýja þætti af Gulla Byggi.  Vísir/vilhelm

Gulli Helga fór af stað með níundu þáttaröðina af Gulli Byggir á Sýn á dögunum. Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi hjá honum í vikunni.

Gulli, sem er að gera upp nýja húsið sitt í Garðabæ, kennir fólki ýmislegt í nýjustu þáttaröðinni.

Hann er til að mynda að fara að taka eldhúsið sitt í gegn.

„Þú hugsar það í þaula þegar þú ferð í eldhúsið, því þú gerir þetta bara einu sinni,“ segir Gulli en hann flutti í húsið fyrir rúmlega ári síðan með eiginkonu sinni Ágústu.

„Við ætluðum að vera með eyju hérna fyrst og það átti að gera það strax. En ég sagði að við yrðum að búa hér í einhvern tíma og síðan ráðast í breytingar. Svo kemur í ljós að það er lítið hægt að breyta skipulaginu,“ segir Gulli sem var þarna að átta sig á því að innslagið væri að fara mynda á Heimsókn og minna um nýja þáttaröð sína. Sindri réði bara ekki við sig eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.