Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 12:48 Flutningaskipið er í eigu þýskrar útgerðar en Eimskip hafði það á leigu. Landhelgisgæslan Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu. Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu.
Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira