Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. nóvember 2025 11:11 Fátima Bosch, ungfrú Mexíkó, lenti í orðaskaki við Nawat Itsaragrisil og ætlaði hann að láta reka fegurðardrottninguna út úr húsi. EPA Allt leikur á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar Ungfrú alheimur eftir að framkvæmdastjóri keppninar kallaði ungfrú Mexíkó heimska á viðburði í Taílandi. Fjöldi keppenda yfirgaf í kjölfarið salinn, þar á meðal ríkjandi Ungfrú alheimur. Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru. Taíland Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
Ungfrú alheimur hefur verið umdeild keppni gegnum tíðina og nýjasti skandallinn átti sér stað rúmum tveimum vikum fyrir 74. útgáfu keppninnar sem fer fram 21. nóvember í Pak Kret í Taílandi. Sigaði öryggisvörðum á keppandann Málið má rekja aftur til þriðjudags þar sem fegurðardrottningar keppninnar voru staddir á viðburði á hóteli í Bangkok þegar Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims, varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig algjörlega. Itsaragrisil er furðulegur fýr.EPA Itsaragrisil var að lýsa fyrir keppendum mikilvægi þess að kynna Taíland fyrir umheiminum þegar hann beindi orðum sínum sérstaklega að Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Itsaragrisil sagði Bosch síðan vera heimska fyrir að hafa hlýtt skipunum forstjóra Mexíkóhluta keppninnar um að sinna ekki kynningarmálum fyrir Taíland. Fátima gefst ekki upp. Bosch reyndi að svara fyrir sig en Itsaragrisil sagði þá: „Ég gaf þér ekki leyfi til að tala.“ Þegar Bosch sagðist hafa rödd og sagði Itsaragrisil ekki bera virðingu fyrir sér þá kallaði hann á öryggisgæsluna til að henda henni út. Fór þá kurr um hópinn og í kjölfarið gengu flestallir keppendurnir út, þar á meðal hin danska Victoria Kjær Theilvig sem vann keppnina í fyrra. „Ég er ekki dúkka“ Eftir atvikið fór Bosch í viðtal þar sem hún ítrekaði afstöðu sína og sagðist jafnframt ætla að halda áfram keppni. „Við erum á 21. öldinni og ég er ekki dúkka sem á að mála, stílísera og skipta um föt á,“ sagði Bosch á Instagram eftir atvikið. „Ég kom hingað til að vera rödd fyrir allar konurnar og stelpurnar sem berjast fyrir góðan málstað og til að segja við samlanda mína að ég er algjörlega skuldbundin því.“ Raul Rocha Cantu, Anne Jakrajutatip og Nawat Itsaragrisil með Victoriu Kjaer Theilvig sem vann keppnina 2024.EPA Forseti Ungfrúar alheims, Raúl Rocha Cantú, hefur jafnframt gagnrýnt Itsaragrisil harðlega fyrir verknaðinn í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu keppninnar. Sagðist hann þar vera hneykslaður á yfirgangi Itsaragrisil í garð Bosch. Hann hefði „niðurlægt, svívirt og sýnt algjört virðingarleysi“ og kallað á öryggisverði til að „ógna varnarlausri konu, þagga niður í henni og útiloka hana“. Cantú sagði að vegna atviksins hefði þátttaka Itsaragrisil í keppninni verið „skert“ og takmörkuð „eins mikið og mögulegt er“ og lofaði hann jafnframt lagalegum aðgerðum. Baðst afsökunar ef einhverjum leið illa Itsaragrisil hefur sjálfur brugðist við atvikinu með myndbandi sem hann dreifði á samfélagsmiðlum. „Ef einhverjum leið illa, ef einhverjum leið óþægilega, ef einhver varð fyrir áhrifum þá vil ég biðja alla afsökunar,“ sagði hann í myndbandinu. Hann sagðist hafa beðið allar stelpurnar persónulega afsökunar og leitaðist ávallt við að halda háum standard. Hann viðurkenndi að miskilnings kynni að hafa gætt í samskiptunum. Lesendur kannast kannski við nafn Itsaragrisil en hann komst í íslensku pressuna árið 2016 þegar Arna Ýr Jónsdóttir, þáverandi ungfrú Ísland, hætti við að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International, sem Itsaragrisil rekur. Ástæðan var að starfsfólk hvatti hana til að grenna sig og sagði hana of feita. Inntur eftir viðbrögðum sagði Itsaragrisil að Arna hefði litið út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum en hún gerði í raun og veru.
Taíland Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira