Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 14:33 Kjartan Atli Kjartansson og Michael Carrick höfðu ýmislegt að ræða. Sýn Sport Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Tottenham og West Ham, settist niður og svaraði spurningum Kjartans Atla Kjartanssonar um ýmislegt sem tengist enska boltanum, í fróðlegu viðtali. Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira
Carrick var mikilvægur hluti af afar sigursælu liði United frá því að hann kom á Old Trafford 25 ára gamall, árið 2006, en þar lauk hann ferlinum árið 2018. Hann lék undir stjórn Sir Alex Ferguson til ársins 2013 og vann til að mynda fimm Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu, og síðar Evrópudeildina undir stjórn Jose Mourinho. Í viðtalinu hér að neðan fer Carrick yfir víðan völl og ræðir meðal annars um stöðu United í dag, tískubylgjuna varðandi föst leikatriði sem Arsenal stendur öðrum framar í, og breytt umhverfi fótboltamanna. Klippa: Carrick í viðtali við Kjartan Carrick tekur undir að með breyttum tímum, þar sem menn fari hraðar á milli félaga og samfélagsmiðlar hafi einnig mikil áhrif, sé erfiðara að ná fram jafnmiklum liðsanda og ríkti í herbúðum Manchester United þegar hann kom fyrst þangað. „Það er örugglega alltaf að verða erfiðara. En United-liðið á þessum tíma var alveg út í ystu öfgar. Það er ekki oft í allri sögunni sem að svona sterkur hópur hefur náð saman, með stjóra sem var svona lengi, og leikmenn sem voru þarna á undan mér og léku allan sinn feril fyrir sama lið. En ég held að almennt séð sé þetta orðið meiri áskorun í dag. Þolinmæðin er minni í samfélaginu og dómharkan meiri í hverri viku. Ég var hluti af stórkostlegum liðum en við áttum samt kafla þar sem við spiluðum ekki vel og töpuðum leikjum. Svo unnum við kannski deildina og það halda allir að við höfum bara alltaf unnið. Það var ekki þannig hjá okkur. Það er orðin meiri áskorun núna að byggja til lengri tíma, bæði fyrir félög og leikmenn, en svona er heimurinn orðinn,“ sagði Carrick en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00 Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Sjá meira
Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30. október 2025 12:00
Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. 27. október 2025 21:45