Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Hlynur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Aðsend „Flestum er slétt sama um mann, þannig að af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt?“ segir ljósmyndarinn og leikstjórinn Hlynur Hólm Hauksson. Hann segist vera mjög gleyminn og hafi þurft að setja upp kerfi og ferla þar sem hann skráir allt niður til að muna eftir daglegum verkefnum. Hlynur hefur á síðustu árum unnið fjölbreytt verkefni innan tónlistar-, kvikmynda- og auglýsingabransans. Hann hóf ferilinn með gerð tónlistarmyndbanda fyrir listamenn á borð við Landabois, JóaPé og Króla, Alexander Jarl og Herra Hnetusmjör, sem hann vinnur enn náið með í dag. Auk þess heldur Hlynur úti hlaðvarpinu Ramminn, þar sem hann fjallar um ljósmyndun, myndbanda- og kvikmyndagerð og efnissköpun. „Markmið hlaðvarpsins er að læra meira um fagið, deila sögum og gera þetta allt aðeins skemmtilegra. Ég stofnaði það vegna þess að mér fannst vanta íslenskt efni af þessu tagi – þannig að ég ákvað að búa það einfaldlega til sjálfur.“ Hlynur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Persónulegar staðreyndir Fullt nafn? Hlynur Hólm Hauksson Aldur? 28 ára gamall. Starf: Ég starfa sem leikstjóri, upptökumaður, framleiðandi, ljósmyndari, hlaðvarpari og allt sem því tengist. Ég rek lítið framleiðslufyrirtæki að nafni Oceane Productions þar sem ég geri auglýsingar og heimildamyndir og allskonar skemmtilegt, bæði hér á Íslandi og alls staðar um heiminn. Aðsend Fjölskylduhagir? Ég er nýgiftur og bý með glæsilegu konunni minni Priscillu hér í Reykjavík! Við eigum engin börn eins og staðan er í dag en ég á þó níu systkini af öllum tegundum og á öllum aldri. Á dýptina Lýstu þér í þremur orðum: Beinskeyttur, duglegur, kjánalegur. Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Mér er voðalega sama um mín „afrek“ og hvað ég hef gert í fortíðinni, ég pæli ekkert í því og hef örugglega gleymt flestu af því. Aðsend Mín mesta gæfa í lífinu eða það sem ég er þakklátastur fyrir sem heldur sífellt áfram að koma á óvart eru systkini mín og vinir. Að sjá systkini mín alast upp og verða að sínum eigin manneskjum og að sjá vini mína eignast sínar eigin fjölskyldur er frábært að verða vitni að. Það veitir mér alveg ómælda hamingju að sjá það og að kynnst þessu fólki sem ég elska upp á nýtt í nýjum hlutverkum. Hvaða reynsla eða manneskja hefur mótað þig mest í lífinu, og hvernig? Þetta er mjög auðvelt, það er konan mín hún Priscilla. Auðvitað er hún minn besti vinur, bráðsnjöll og góðhjörtuð, og hefur þolinmæði fyrir bullinu í mér, en líka af því að hún er af erlendu bergi brotin. Hún kemur frá Frakklandi og fyrir mér að kynnast nýjum menningarheimi, læra nýtt tungumál, og yfir höfuð að komast úr þessari íslensku búbblu sem við Íslendingarnir finnum okkur oft í hefur virkilega hjálpað mér að opnast og komast út úr skelinni minni aðeins. Er eitthvað sem þú óttast? Við erum auðvitað með það klassíska eins og nálar og að detta úr hæð og svoleiðis, en í víðara samhengi þá er lítið sem ég óttast þannig séð. Maður þarf að lifa lífinu og taka því sem gerist á kassann. Aðsend Hér kemur franskan einmitt inn, c'est la vie. Hvernig vilt þú að fólk muni eftir þér? Það er erfitt að segja, ég er lítið að pæla í hvað fólki finnst eða hugsi um mig. Ef ég þyrfti að velja eitt, þá yrði það að fólk muni eftir mér sem einhverjum sem þau gætu stólað á. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Hverjum er ekki drullusama“, sú pæling hefur mikið hjálpað mér í gegnum tíðina. Flestum er slétt sama um mann þannig hvers vegna ekki prófa eitthvað nýtt, prófa að byrja með hlaðvarp, pósta meira á samfélagsmiðla og gera sig að kjána? Það er fáttskemmtilegra og lærdómsríkara en að gera sig að fífli af og til. Aðsend Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég pæli ekki mikið lengur en tvo mánuði fram í tímann, ég fer bara þangað sem straumurinn tekur mig. Ég sé mig fyrir mér skemmta mér með fólkinu mínu, það er það eina sem ég stefni að í raun. Létt og skemmtilegt Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég er alveg ógeðslega gleyminn. Ég er búinn að setja upp kerfi og ferli til að muna eftir hlutum sem ég þarf að gera og allt það, og ég er mjög duglegur að því og gleymi aldrei fundum eða hittingum eða svoleiðis af því það er allt skrifað niður eða í calendar. Svo þegar fólk hittir mig og fær að sjá í alvöru hversu gleyminn ég er, það kemur fólki oft mikið á óvart. Það eru bara heilu ferðirnar og viðburðirnir í lífi mínu sem ég man ekkert eftir, til dæmis háskólagangan mín. Ég var í háskóla frá 2017 til 2020, en fyrir utan hvar inngangurinn að HR er og hvaða nám ég var í hugbúnaðarverkfræði þá man ég ekki nokkurn skapaðan hlut úr náminu, ekki einu sinni útskriftinni. Hausinn minn glymur eins og tóm tunna. Leyndur hæfileiki? Ég get bakað eins og „mofo“. Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Ég tala íslensku og ensku bæði reiprennandi. Ég er samtalshæfur í frönskunni en verð reiprennandi eftir tvö ár, þið heyrðuð það fyrst hér. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Auðvelt svar, ég myndi stöðva tímann. Þá gæti ég sofið meira. Aðsend Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Ég myndi ekki nota þann hæfileika ef ég gæti það. Eftir að hafa séð About Time, sem er ein afmínum uppáhalds myndum, þá er ég bara sáttur við hvernig ég hef lifað því litla sem er búið af mínu lífi! Kannski til ársins 2017 til að fjárfesta pening. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Einu sinni var ég að ljósmynda Formúlu 1 og Esteban Ocon, sem var þá í Alpin, keyrði næstum því yfir mig. Atvikið má sjá hér að neðan: Fallegasti staður á Íslandi? Skálavík, norðvestan við Bolungarvík á Vestfjörðum. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ekki þannig, það eina sem gæti flokkast sem bucket-listi væri að fara til Japan með konunni og borða gott sushi og ferðast um. Annars er ég svo heppinn að vinnan mín sem leikstjóri og ljósmyndari tekur mig um allan heim að gera allskonar vitleysu, og mínar skemmtilegustu minningar eru eiginlega undantekningarlaust allar frá óvæntum eða óskipulögðum aðstæðum. Það er hugarfarið sem ég er búinn að koma mér í frekar en að vera með bucket-lista. Allt það skemmtilegasta kemur óplanað og ég þarf bara að hoppa á tækifæri þegar þau poppa upp! Hvað ertu að hámhorfa á núna? Við konan vorum að ljúka Næturvaktina fyrir íslenskuna hennar, og núna erum við á bólakafi í Love Is Blind: France! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Settu á eitthvað Post Malone kántrí og ég er til í slaginn. Hin hliðin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Hlynur hefur á síðustu árum unnið fjölbreytt verkefni innan tónlistar-, kvikmynda- og auglýsingabransans. Hann hóf ferilinn með gerð tónlistarmyndbanda fyrir listamenn á borð við Landabois, JóaPé og Króla, Alexander Jarl og Herra Hnetusmjör, sem hann vinnur enn náið með í dag. Auk þess heldur Hlynur úti hlaðvarpinu Ramminn, þar sem hann fjallar um ljósmyndun, myndbanda- og kvikmyndagerð og efnissköpun. „Markmið hlaðvarpsins er að læra meira um fagið, deila sögum og gera þetta allt aðeins skemmtilegra. Ég stofnaði það vegna þess að mér fannst vanta íslenskt efni af þessu tagi – þannig að ég ákvað að búa það einfaldlega til sjálfur.“ Hlynur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Persónulegar staðreyndir Fullt nafn? Hlynur Hólm Hauksson Aldur? 28 ára gamall. Starf: Ég starfa sem leikstjóri, upptökumaður, framleiðandi, ljósmyndari, hlaðvarpari og allt sem því tengist. Ég rek lítið framleiðslufyrirtæki að nafni Oceane Productions þar sem ég geri auglýsingar og heimildamyndir og allskonar skemmtilegt, bæði hér á Íslandi og alls staðar um heiminn. Aðsend Fjölskylduhagir? Ég er nýgiftur og bý með glæsilegu konunni minni Priscillu hér í Reykjavík! Við eigum engin börn eins og staðan er í dag en ég á þó níu systkini af öllum tegundum og á öllum aldri. Á dýptina Lýstu þér í þremur orðum: Beinskeyttur, duglegur, kjánalegur. Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Mér er voðalega sama um mín „afrek“ og hvað ég hef gert í fortíðinni, ég pæli ekkert í því og hef örugglega gleymt flestu af því. Aðsend Mín mesta gæfa í lífinu eða það sem ég er þakklátastur fyrir sem heldur sífellt áfram að koma á óvart eru systkini mín og vinir. Að sjá systkini mín alast upp og verða að sínum eigin manneskjum og að sjá vini mína eignast sínar eigin fjölskyldur er frábært að verða vitni að. Það veitir mér alveg ómælda hamingju að sjá það og að kynnst þessu fólki sem ég elska upp á nýtt í nýjum hlutverkum. Hvaða reynsla eða manneskja hefur mótað þig mest í lífinu, og hvernig? Þetta er mjög auðvelt, það er konan mín hún Priscilla. Auðvitað er hún minn besti vinur, bráðsnjöll og góðhjörtuð, og hefur þolinmæði fyrir bullinu í mér, en líka af því að hún er af erlendu bergi brotin. Hún kemur frá Frakklandi og fyrir mér að kynnast nýjum menningarheimi, læra nýtt tungumál, og yfir höfuð að komast úr þessari íslensku búbblu sem við Íslendingarnir finnum okkur oft í hefur virkilega hjálpað mér að opnast og komast út úr skelinni minni aðeins. Er eitthvað sem þú óttast? Við erum auðvitað með það klassíska eins og nálar og að detta úr hæð og svoleiðis, en í víðara samhengi þá er lítið sem ég óttast þannig séð. Maður þarf að lifa lífinu og taka því sem gerist á kassann. Aðsend Hér kemur franskan einmitt inn, c'est la vie. Hvernig vilt þú að fólk muni eftir þér? Það er erfitt að segja, ég er lítið að pæla í hvað fólki finnst eða hugsi um mig. Ef ég þyrfti að velja eitt, þá yrði það að fólk muni eftir mér sem einhverjum sem þau gætu stólað á. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Hverjum er ekki drullusama“, sú pæling hefur mikið hjálpað mér í gegnum tíðina. Flestum er slétt sama um mann þannig hvers vegna ekki prófa eitthvað nýtt, prófa að byrja með hlaðvarp, pósta meira á samfélagsmiðla og gera sig að kjána? Það er fáttskemmtilegra og lærdómsríkara en að gera sig að fífli af og til. Aðsend Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég pæli ekki mikið lengur en tvo mánuði fram í tímann, ég fer bara þangað sem straumurinn tekur mig. Ég sé mig fyrir mér skemmta mér með fólkinu mínu, það er það eina sem ég stefni að í raun. Létt og skemmtilegt Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég er alveg ógeðslega gleyminn. Ég er búinn að setja upp kerfi og ferli til að muna eftir hlutum sem ég þarf að gera og allt það, og ég er mjög duglegur að því og gleymi aldrei fundum eða hittingum eða svoleiðis af því það er allt skrifað niður eða í calendar. Svo þegar fólk hittir mig og fær að sjá í alvöru hversu gleyminn ég er, það kemur fólki oft mikið á óvart. Það eru bara heilu ferðirnar og viðburðirnir í lífi mínu sem ég man ekkert eftir, til dæmis háskólagangan mín. Ég var í háskóla frá 2017 til 2020, en fyrir utan hvar inngangurinn að HR er og hvaða nám ég var í hugbúnaðarverkfræði þá man ég ekki nokkurn skapaðan hlut úr náminu, ekki einu sinni útskriftinni. Hausinn minn glymur eins og tóm tunna. Leyndur hæfileiki? Ég get bakað eins og „mofo“. Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Ég tala íslensku og ensku bæði reiprennandi. Ég er samtalshæfur í frönskunni en verð reiprennandi eftir tvö ár, þið heyrðuð það fyrst hér. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Auðvelt svar, ég myndi stöðva tímann. Þá gæti ég sofið meira. Aðsend Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Ég myndi ekki nota þann hæfileika ef ég gæti það. Eftir að hafa séð About Time, sem er ein afmínum uppáhalds myndum, þá er ég bara sáttur við hvernig ég hef lifað því litla sem er búið af mínu lífi! Kannski til ársins 2017 til að fjárfesta pening. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Einu sinni var ég að ljósmynda Formúlu 1 og Esteban Ocon, sem var þá í Alpin, keyrði næstum því yfir mig. Atvikið má sjá hér að neðan: Fallegasti staður á Íslandi? Skálavík, norðvestan við Bolungarvík á Vestfjörðum. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ekki þannig, það eina sem gæti flokkast sem bucket-listi væri að fara til Japan með konunni og borða gott sushi og ferðast um. Annars er ég svo heppinn að vinnan mín sem leikstjóri og ljósmyndari tekur mig um allan heim að gera allskonar vitleysu, og mínar skemmtilegustu minningar eru eiginlega undantekningarlaust allar frá óvæntum eða óskipulögðum aðstæðum. Það er hugarfarið sem ég er búinn að koma mér í frekar en að vera með bucket-lista. Allt það skemmtilegasta kemur óplanað og ég þarf bara að hoppa á tækifæri þegar þau poppa upp! Hvað ertu að hámhorfa á núna? Við konan vorum að ljúka Næturvaktina fyrir íslenskuna hennar, og núna erum við á bólakafi í Love Is Blind: France! Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Settu á eitthvað Post Malone kántrí og ég er til í slaginn.
Hin hliðin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira