Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fyrir utan leikskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“ Leikskólar Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“
Leikskólar Reykjavík Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira