Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. október 2025 10:07 Birnir fýrar upp í sígó með logandi rósum í tónlistarmyndbandinu.. Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll. Birnir hefur verið einn stærsti rappari Íslands frá því hann steig fram á sviðið fyrir átta árum. Hann gaf út fyrstu plötu sína, Matador, árið 2018 og þremur árum síðar kom Bushido út. Hann gaf út plötuna 1000 orð með tónlistarkonunni Bríeti og kom fjórða plata hans, Dyrnar, síðan út í sumar. Platan er löng, útpæld og metnaðarfull og til að fagna útgáfu hennar hélt rapparinn stórtónleika í svipuðum dúr í Laugardalshöll 20. september síðastliðinn. Tónleikarnir voru mikið sjónarspil með fjölda dansara, ljósa- og grafíkveislu og tróð rjómi rappsenunnar jafnframt upp á tónleikunum. Einnig var sú nýlunda tekin upp að frumsýna nýtt tónlistarmyndband við lagið „Englar“ sem er þrettánda lagið á Dyrunum. „Þetta var magnað móment, að upplifa fimm þúsund manns í Laugardalshöll horfa á myndbandið,“ segir Ísak Hinriksson, leikstjóri myndbandsins, en myndbandið má sjá hér að neðan: „Ég vissi ekki við hverju ætti að búast. Það er ekki beint vaninn að sýna tónlistarmyndbönd á miðjum tónleikum,“ segir Ísak. „Þetta er mjög hjartnæmt, fallegt og persónulegt lag hjá Birni og Marteini og frábrugðið öðrum lögum á plötunni,“ bætir hann við. Ísak Hinriksson leikstjóri og Konráð Kárason aðstoðartökumaður á tökustað. Birnir hefur átt viðburðaríkt ár en „Englar“ er fimmta tónlistarmyndbandið sem hann gefur út á árinu, auk Dyranna og nokkurra smáskífa. En það er nóg framundan hjá rapparanum, þar á meðal heimildarmynd sem hefur verið í bígerð nánast frá byrjun ferilsins. Englavængirnir eru þungir. „Við höfum fylgt Birni eftir í að verða sex ár. Myndin spannar allan tónlistarferil Birnis og segir frá hæðum og lægðum í lífi hans,“ segir Ísak. Myndin verður frumsýnd á næsta ári en þangað til hún kemur út geta áhorfendur látið sér nægja að horfa á tónlistarmyndbönd kappans. Birnir horfir um öxl yfir sviðið. Birnir er einn stærsti rappari landsins í dag. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Birnir hefur verið einn stærsti rappari Íslands frá því hann steig fram á sviðið fyrir átta árum. Hann gaf út fyrstu plötu sína, Matador, árið 2018 og þremur árum síðar kom Bushido út. Hann gaf út plötuna 1000 orð með tónlistarkonunni Bríeti og kom fjórða plata hans, Dyrnar, síðan út í sumar. Platan er löng, útpæld og metnaðarfull og til að fagna útgáfu hennar hélt rapparinn stórtónleika í svipuðum dúr í Laugardalshöll 20. september síðastliðinn. Tónleikarnir voru mikið sjónarspil með fjölda dansara, ljósa- og grafíkveislu og tróð rjómi rappsenunnar jafnframt upp á tónleikunum. Einnig var sú nýlunda tekin upp að frumsýna nýtt tónlistarmyndband við lagið „Englar“ sem er þrettánda lagið á Dyrunum. „Þetta var magnað móment, að upplifa fimm þúsund manns í Laugardalshöll horfa á myndbandið,“ segir Ísak Hinriksson, leikstjóri myndbandsins, en myndbandið má sjá hér að neðan: „Ég vissi ekki við hverju ætti að búast. Það er ekki beint vaninn að sýna tónlistarmyndbönd á miðjum tónleikum,“ segir Ísak. „Þetta er mjög hjartnæmt, fallegt og persónulegt lag hjá Birni og Marteini og frábrugðið öðrum lögum á plötunni,“ bætir hann við. Ísak Hinriksson leikstjóri og Konráð Kárason aðstoðartökumaður á tökustað. Birnir hefur átt viðburðaríkt ár en „Englar“ er fimmta tónlistarmyndbandið sem hann gefur út á árinu, auk Dyranna og nokkurra smáskífa. En það er nóg framundan hjá rapparanum, þar á meðal heimildarmynd sem hefur verið í bígerð nánast frá byrjun ferilsins. Englavængirnir eru þungir. „Við höfum fylgt Birni eftir í að verða sex ár. Myndin spannar allan tónlistarferil Birnis og segir frá hæðum og lægðum í lífi hans,“ segir Ísak. Myndin verður frumsýnd á næsta ári en þangað til hún kemur út geta áhorfendur látið sér nægja að horfa á tónlistarmyndbönd kappans. Birnir horfir um öxl yfir sviðið. Birnir er einn stærsti rappari landsins í dag.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira