Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 07:02 Anna María Björnsdóttir ræddi við blaðamann um lífið í London. Aðsend „Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London. Anna María er fædd árið 2001 og hefur búið í London í tæp tvö ár. Hún leggur stund við tískumarkaðsfræði í háskólanum við Ravensbourne og vinnur í markaðsteyminu hjá 66 norður í London. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað varð til þess að þú fluttir til London? Mamma var ótrúlega dugleg að sýna mér og systkinum mínum heiminn frá því að við vorum lítil og ég vissi því alltaf að mig langaði að líta út fyrir landsteinana. Mér fannst London alltaf spennandi borg, lífið, tískan og hvað það er fjölbreytt menning. Ég skil í dag af hverju London kallaði á mig, mér finnst ég hafa fundið sjálfa mig og mitt samfélag og borgin er svolítið orðin mitt „heima“. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, ég hef búið í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Ég var í fótbolta og fór á háskólastyrk til Bandaríkjanna árið 2021. Ég var þó búin að glíma við langvarandi meiðsli og fannst þau farin að taka yfir líf mitt. Á þeim tímapunkti fannst mér vera kominn tími á að prófa eitthvað annað. Ég fann eitthvað kalla á mig en hafði ekki hugmynd um hvað það var. Ég kom heim til Íslands og var í smá krísu þar sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera með líf mitt, enda hafði fótbolti verið aðalfókus lífs míns síðan ég var fimm ára. Ég vissi að mig langaði að gera eitthvað skapandi en vissi ekki hvað. Ég fann skóla í Stokkhólmi, Berghs School of Communication, sem bauð upp á diplómanám þar sem maður fékk tækifæri til að kynnast grafískri hönnun, strategískri markaðsfræði og öðru. Mér fannst það fullkomið tækifæri fyrir mig sem vonandi færði mig á nýja braut í lífinu. Ég vissi líka að þær einingar sem ég fengi í Stokkhólmi myndu nýtast mér upp í BA-gráðu ef ég myndi ákveða að halda áfram á sömu braut. Skólinn í Stokkhólmi er í samvinnu við skóla sem bjóða upp á framhaldsnám á nokkrum spennandi stöðum í heiminum, þar á meðal í London. Örlögin leiddu Önnu Maríu að lokum til London.Aðsend Ég naut þess virkilega að búa í Stokkhólmi og gæti alveg hugsað mér að flytja aftur í framtíðinni. Draumurinn var frá byrjun að stefna á London og klára gráðuna mína þar. Svo var skynsemis- og vafahugsunin annað slagið að trufla mig og draga mig niður, að ég ætti ekki að leyfa mér að dreyma svo stórt, ég ætti að reyna að halda mig við Norðurlöndin og það væri of dýrt að læra í London. Ég sótti því fyrst um nám í Stokkhólmi og Köben. Ég hafði ekki neinn grunn í listum og komst ekki inn í prógrammið í skólanum sem mig langaði mest að fara í. Ég hætti því að hugsa um þetta í smá stund og hellti mér bara í vinnu á Íslandi til að safna pening. Haustið 2023 vaknaði ég reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað. Ég reyndi að ýta þeirri tilfinningu burt og hugsaði: „Ég mun kannski ekki passa inn í stórborg eins og London, kostnaðurinn er svo mikill, ég er bara einhver manneskja frá Íslandi, hvernig á ég að passa inn og vera nógu kúl fyrir svona stórt tískusamfélag?“ Ég ákvað samt að kýla á það og ég er svo ótrúlega þakklát sjálfri mér fyrir að hafa gert það og ég skil núna af hverju lífið leiddi mig hingað. Ég hefði aldrei getað tekið þetta skref án stuðnings fjölskyldunnar minnar. Þau ýttu mér í þetta og létu mig trúa á sjálfa mig, að ég gæti þetta og ég verð þeim alltaf þakklát. Fólkið sem ég hef kynnst og samfélagið hér er líka eitt það dýrmætasta í lífi mínu. Ég elska lífið úti. Anna María elskar London lífið og er svakalega dugleg að hlaupa með hlaupahópnum sínum.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Það fer eftir dögum. Venjulegur dagur hjá mér er þannig að ég byrja daginn heima á að klæða mig upp og borða góðan morgunmat, undirbúa mig fyrir daginn og fara í skólann. Við erum yfirleitt í tíma frá níu til eitt. Svo skýst ég í vinnuna og vinn til sex. Uppáhaldið mitt eftir vinnu er að fara á hlaupaæfingu, annað hvort með hlaupahópnum mínum eða sjálf í almenningsgörðunum hér í bænum, það er ákveðin hugleiðsla. Svo kem ég bara heim, vinn smá í verkefnum, hringi í kærastann minn eða fjölskylduna mína, geri mér kvöldmat og svo bara sofa. Ef það eru einhverjir viðburðir hjá vörumerkjum eða samfélögum sem mér líkar við þá reyni ég alltaf að kíkja. Helgar eru alltaf skemmtilegar, ég elska að byrja daginn snemma á hlaupi með hlaupavinum mínum. Við förum síðan alltaf á eitthvað nýtt og spennandi kaffihús að loknu hlaupinu. Ég dýrka líka að nýta helgarnar í að skoða mig um borgina, fara á markaði, söfn, hitta vini, fara út á lífið annað slagið og hvíla mig líka. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast og það dýrmætasta eru alltaf vinirnir og samfélagið sem ég er orðin partur af. Það sem er gott við lífið hérna úti er að það er alltaf eitthvað að gerast og enn mikilvægara er að flest af því er opið fyrir alla, það stuðlar að samheldni í samfélaginu. Ég elska að fara út að hlaupa með vinum mínum, eða bara hitta þau eða fara út á lífið, í raun hvað sem er svo lengi sem ég er með góðu fólki. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hérna úti, ein vinkona mín sagði um daginn að London sé þannig að ef þú passar þig ekki þá munt þú aldrei vera heima hjá þér. Veðrið er líka yfirleitt notalegt hérna úti og því nýt ég þess mjög bara að labba eða hjóla um í frítímanum mínum og skoða mig um. Það er endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt í þessari stórkostlegu borg, ganga um og skoða mismunandi vörumerki, markaði eða veitingastaði, það er endalaust af valkostum og mér finnst gaman að geta upplifað svona margt og kynnst svona mikið af fólki. Það er þó gott að hafa í huga að London er dýr borg. Maður þarf að spara og passa að missa sig ekki í gleðinni, en það sem líka er gott við London er að það er svo margt hægt að gera sem er frítt eða kostar lítið. Eins og ég sagði þá er ég svolítið þannig að svo lengi sem ég er með fólkinu mínu þá er gaman. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Hundrað prósent. Ég held að það sé mikilvægt að opna sig um að það að búa úti geti verið ótrúlega erfitt. Það er alltaf stórt skref að flytja út og fara frá fjölskyldu, vinum og samfélagi sem maður hefur alist upp í. Ég held ég hafi grátið annan hvern dag fyrstu sex mánuðina mína hérna því ég hélt að London væri ekki fyrir mig, að ég bara hreinlega passaði ekki inn hérna og mig langaði að koma heim í þægindin þar. Ég vissi þó innst inni að London væri enn að kalla á mig og ég bara gæti ekki gefist upp. Ég fór heim sumarið 2024, eftir fyrstu önnina mína. Þá ákvað ég að styrkja mig andlega og líkamlega og byggja upp sjálfstraustið. Þegar ég kom aftur út fór ég að prófa nýja hluti eins og hlaupahóp og að sækja mismunandi viðburði. Ég ýtti sjálfri mér markvisst áfram og fór að þora að upplifa nýja hluti og að kynnast nýju fólki. Það kom mér á óvart hvað fólkið hér er opið við að taka manni með opnum örmum en auðvitað virkar þetta í báðar áttir. Maður þarf að ýta sér út úr þægindarammanum og vera tilbúinn sjálfur að hleypa fólki inn í sitt líf og gefa af sér. Anna María hefur fundið fyrir heimþrá en er umkringd góðu fólki og fær mikinn stuðning frá kærasta sínum. Aðsend Mamma hefur oft komið með mér út og mamma hefur verið minn helsti stuðningur, ég hefði aldrei getað þetta án hennar. Hún hefur komið út bara til að koma mér fyrir, aðstoða mig við að gera íbúðina mína að heimili og síðan bara að vera andlegur stuðningur í gegnum allt saman. Kærasti minn, sem er í flugnámi heima, hefur líka verið einn minn helsti stuðningur hérna úti. Hann trúði á mig þegar ég trúði ekki á sjálfa mig og ég held að án stuðnings hans á hverjum degi væri ég mögulega ekki enn hérna úti og hefði heldur mögulega ekki þorað að fara út fyrir þægindarammann eins mikið og ég hef gert. Hann býr á Íslandi og við höfum því verið í fjarsambandi í nokkurn tíma, en reynum auðvitað að hittast líka eins oft og mögulegt er og þá er gott hvað það er stutt að fara til London. Ég sagði honum þegar við kynntumst að ég stefndi á London og hann studdi mig og sagði við mig að hann vilji sjá mig skína og ég er ævinlega þakklát fyrir það og kann mikið að meta traustið í sambandi okkar og hvernig við styðjum hvert annað í því að láta drauma okkar rætast, þó það þýði að við þurfum að vera í fjarsambandi. Ég trúi því að traustið sem við höfum skapað í okkar sambandi verði traust stoð fyrir framtíð okkar. Svo hefur öll fjölskyldan veitt mér svo mikilvægan stuðning, bæði andlega og líka fjárhagslega, það er ómetanlegt að hafa svona sterkt bakland og mér finnst mikilvægt að deila því að ef ég hefði ekki þennan stuðning frá fólkinu mínu þá væri ég ekki hér. Ég mæli með þessu fyrir fólk sem hefur áhuga á að flytja út eða er nýflutt út: Leggðu áherslu á að reyna að kynnast heimafólki og fólki hvaðanæva úr heiminum, ekki bara kynnast bara öðrum Íslendingum. Ég mæli sérstaklega með því að finna hreyfingu eða áhugamál til að stunda með hópi fólks, eitthvað skemmtilegt sem mun tengja þig við annað fólk með sömu áhugamál. Þannig hef ég kynnst mínum nánustu vinum hér úti og eru þau eins og önnur fjölskylda mín í dag. Það er eitthvað við það að hreyfa sig eða gera eitthvað saman og upplifa það að fara út fyrir þægindarammann með öðru fólki sem myndar djúpar tengingar á milli einstaklinga. Hlaupin eru stór hluti af lífi Önnu úti ásamt tískunni. Aðsend Hvað er framundan? Ég er á lokaárinu mínu í náminu og er á samningi hjá 66° norður. Eins og er, er London staðurinn sem mér líður best á núna. Mér finnst eins og mínu hlutverki, því sem ég get gert og gefið til samfélagsins, sé ekki lokið. Ég útskrifast úr náminu næsta vor og stefni þá á að sækja um útskriftarvegabréfsáritun sem veitir mér tækifæri til að vera hér í tvö ár til viðbótar. Hvað gerist eftir það kemur í ljós. Ég er kominn á þann stað að ég ætla að gera það sem ég nýt að gera, leggja hart að mér og njóta með mínu fólki og ég treysti því að lífið leiði mig þangað sem mér er ætlað að fara. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Hvað London er vinaleg borg og hve mikil áhersla er lögð á samfélagið og að fólk standi saman. Hér má finna viðburði og afþreyingar sem eru opnar fyrir alla. Áður en ég flutti ímyndaði ég mér að London væri svolítið köld borg og ég var ekki viss hvort ég passaði hér inn. Í dag upplifi ég London og fólkið hér sem eina mestu blessun lífs míns og verð ævinlega þakklát fyrir að mér hafi verið tekið svona vel, ég veit að það er ekki sjálfsagt. London er algjör blessun í lífi Önnu Maríu.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf úti eða kallar Ísland á þig? Eins og mér líður núna þá er London orðið svolítið heima og ég set stefnuna á að vera hér næstu árin. Ég finn að ég hef komið mér vel fyrir núna og veit að ég á margt inni hér í London. Ísland er alltaf „heima“ fyrir mér og auðvitað staðurinn þar sem rætur mínar eru. Ég sakna alltaf fjölskyldu og vina minna sem ég heimsæki reglulega. Þá er einmitt gott hve stutt er á milli London og Íslands og hve góðar flugsamgöngur eru. Ég finn reglulega að ég þrái að koma heim að hitta fólkið mitt og vera í náttúrunni, íslenskt umhverfi er eitt það fallegasta sem ég veit um. Ég er svo þakklát að fá að koma til Íslands til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast mínu námi og tískuheiminum. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Fólkið og minningarnar. Ég hef fundið mitt samfélag og fólk hér úti sem hefur klárlega verið það sem stendur upp úr og finn að þeir vinir sem ég hef eignast hér munu fylgja mér alla tíð. Ég er líka svo þakklát fyrir alla reynsluna og traustið frá 66° Norður teyminu og þau tækifæri sem ég hef fengið. Þau hafa komið mér inn í bransann hérna úti og stækkað tengslanetið. Fólkið þar tók mig undir sinn verndarvæng og er stór ástæða fyrir því hvernig ég er komin inn í tískubransann. Ég heillaðist ung af vörumerkinu og skrifaði síðan lokaritgerð um fyrirtækið í markaðsfræðiáfanga í menntaskóla. Ég hóf störf hjá þeim heima á Íslandi í maí 2023, við að afgreiða í verslunum þeirra með það háleita draumamarkmið að vinna mig upp í markaðsteymið. Anna María vann sig sannarlega upp hjá 66 norður.Aðsend Í september sama ár voru þau að leita að aðstoðarstílista á setti. Ég ákvað að sækja um og fór í mínar fyrstu tökur með þeim. Ég fann strax að ég hafði fundið það sem mig langaði að starfa við. Það er eitthvað stórkostlegt við það að vinna með hópi af skapandi fagfólki, búa eitthvað til og sjá svo útkomuna. Maður þekkir ferðalagið, vinnuna og tímann sem er á bak við auglýsingarnar og efnið sem kemur á endanum út. Ég fékk síðan það tækifæri að koma í starfsnám í markaðsteyminu hérna úti í London í september 2024. Það varð síðan að stöðu innan fyrirtækisins og vinn ég í teyminu núna. Starfið mitt felst aðallega í því að aðstoða við alls konar verkefni, viðburði, taka upp samfélagsmiðlaefni og tengjast alls konar fólki í bransanum. Dagarnir eru fjölbreyttir og oftast fallegir úti hjá Önnu Maríu.Aðsend Fyrir utan það hve stórkostlega skemmtileg mér finnst vinnan mín vera þá er algjör bónus að fá að sjá staði sem ég hafði aldrei komið á áður. Til dæmis Landmannalaugar og Vestfirðina. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að koma heim og fá að sjá landið í nýju ljósi. Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Bretland Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira
Anna María er fædd árið 2001 og hefur búið í London í tæp tvö ár. Hún leggur stund við tískumarkaðsfræði í háskólanum við Ravensbourne og vinnur í markaðsteyminu hjá 66 norður í London. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað varð til þess að þú fluttir til London? Mamma var ótrúlega dugleg að sýna mér og systkinum mínum heiminn frá því að við vorum lítil og ég vissi því alltaf að mig langaði að líta út fyrir landsteinana. Mér fannst London alltaf spennandi borg, lífið, tískan og hvað það er fjölbreytt menning. Ég skil í dag af hverju London kallaði á mig, mér finnst ég hafa fundið sjálfa mig og mitt samfélag og borgin er svolítið orðin mitt „heima“. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, ég hef búið í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Ég var í fótbolta og fór á háskólastyrk til Bandaríkjanna árið 2021. Ég var þó búin að glíma við langvarandi meiðsli og fannst þau farin að taka yfir líf mitt. Á þeim tímapunkti fannst mér vera kominn tími á að prófa eitthvað annað. Ég fann eitthvað kalla á mig en hafði ekki hugmynd um hvað það var. Ég kom heim til Íslands og var í smá krísu þar sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera með líf mitt, enda hafði fótbolti verið aðalfókus lífs míns síðan ég var fimm ára. Ég vissi að mig langaði að gera eitthvað skapandi en vissi ekki hvað. Ég fann skóla í Stokkhólmi, Berghs School of Communication, sem bauð upp á diplómanám þar sem maður fékk tækifæri til að kynnast grafískri hönnun, strategískri markaðsfræði og öðru. Mér fannst það fullkomið tækifæri fyrir mig sem vonandi færði mig á nýja braut í lífinu. Ég vissi líka að þær einingar sem ég fengi í Stokkhólmi myndu nýtast mér upp í BA-gráðu ef ég myndi ákveða að halda áfram á sömu braut. Skólinn í Stokkhólmi er í samvinnu við skóla sem bjóða upp á framhaldsnám á nokkrum spennandi stöðum í heiminum, þar á meðal í London. Örlögin leiddu Önnu Maríu að lokum til London.Aðsend Ég naut þess virkilega að búa í Stokkhólmi og gæti alveg hugsað mér að flytja aftur í framtíðinni. Draumurinn var frá byrjun að stefna á London og klára gráðuna mína þar. Svo var skynsemis- og vafahugsunin annað slagið að trufla mig og draga mig niður, að ég ætti ekki að leyfa mér að dreyma svo stórt, ég ætti að reyna að halda mig við Norðurlöndin og það væri of dýrt að læra í London. Ég sótti því fyrst um nám í Stokkhólmi og Köben. Ég hafði ekki neinn grunn í listum og komst ekki inn í prógrammið í skólanum sem mig langaði mest að fara í. Ég hætti því að hugsa um þetta í smá stund og hellti mér bara í vinnu á Íslandi til að safna pening. Haustið 2023 vaknaði ég reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað. Ég reyndi að ýta þeirri tilfinningu burt og hugsaði: „Ég mun kannski ekki passa inn í stórborg eins og London, kostnaðurinn er svo mikill, ég er bara einhver manneskja frá Íslandi, hvernig á ég að passa inn og vera nógu kúl fyrir svona stórt tískusamfélag?“ Ég ákvað samt að kýla á það og ég er svo ótrúlega þakklát sjálfri mér fyrir að hafa gert það og ég skil núna af hverju lífið leiddi mig hingað. Ég hefði aldrei getað tekið þetta skref án stuðnings fjölskyldunnar minnar. Þau ýttu mér í þetta og létu mig trúa á sjálfa mig, að ég gæti þetta og ég verð þeim alltaf þakklát. Fólkið sem ég hef kynnst og samfélagið hér er líka eitt það dýrmætasta í lífi mínu. Ég elska lífið úti. Anna María elskar London lífið og er svakalega dugleg að hlaupa með hlaupahópnum sínum.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Það fer eftir dögum. Venjulegur dagur hjá mér er þannig að ég byrja daginn heima á að klæða mig upp og borða góðan morgunmat, undirbúa mig fyrir daginn og fara í skólann. Við erum yfirleitt í tíma frá níu til eitt. Svo skýst ég í vinnuna og vinn til sex. Uppáhaldið mitt eftir vinnu er að fara á hlaupaæfingu, annað hvort með hlaupahópnum mínum eða sjálf í almenningsgörðunum hér í bænum, það er ákveðin hugleiðsla. Svo kem ég bara heim, vinn smá í verkefnum, hringi í kærastann minn eða fjölskylduna mína, geri mér kvöldmat og svo bara sofa. Ef það eru einhverjir viðburðir hjá vörumerkjum eða samfélögum sem mér líkar við þá reyni ég alltaf að kíkja. Helgar eru alltaf skemmtilegar, ég elska að byrja daginn snemma á hlaupi með hlaupavinum mínum. Við förum síðan alltaf á eitthvað nýtt og spennandi kaffihús að loknu hlaupinu. Ég dýrka líka að nýta helgarnar í að skoða mig um borgina, fara á markaði, söfn, hitta vini, fara út á lífið annað slagið og hvíla mig líka. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Skemmtilegast og það dýrmætasta eru alltaf vinirnir og samfélagið sem ég er orðin partur af. Það sem er gott við lífið hérna úti er að það er alltaf eitthvað að gerast og enn mikilvægara er að flest af því er opið fyrir alla, það stuðlar að samheldni í samfélaginu. Ég elska að fara út að hlaupa með vinum mínum, eða bara hitta þau eða fara út á lífið, í raun hvað sem er svo lengi sem ég er með góðu fólki. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hérna úti, ein vinkona mín sagði um daginn að London sé þannig að ef þú passar þig ekki þá munt þú aldrei vera heima hjá þér. Veðrið er líka yfirleitt notalegt hérna úti og því nýt ég þess mjög bara að labba eða hjóla um í frítímanum mínum og skoða mig um. Það er endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt í þessari stórkostlegu borg, ganga um og skoða mismunandi vörumerki, markaði eða veitingastaði, það er endalaust af valkostum og mér finnst gaman að geta upplifað svona margt og kynnst svona mikið af fólki. Það er þó gott að hafa í huga að London er dýr borg. Maður þarf að spara og passa að missa sig ekki í gleðinni, en það sem líka er gott við London er að það er svo margt hægt að gera sem er frítt eða kostar lítið. Eins og ég sagði þá er ég svolítið þannig að svo lengi sem ég er með fólkinu mínu þá er gaman. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Hundrað prósent. Ég held að það sé mikilvægt að opna sig um að það að búa úti geti verið ótrúlega erfitt. Það er alltaf stórt skref að flytja út og fara frá fjölskyldu, vinum og samfélagi sem maður hefur alist upp í. Ég held ég hafi grátið annan hvern dag fyrstu sex mánuðina mína hérna því ég hélt að London væri ekki fyrir mig, að ég bara hreinlega passaði ekki inn hérna og mig langaði að koma heim í þægindin þar. Ég vissi þó innst inni að London væri enn að kalla á mig og ég bara gæti ekki gefist upp. Ég fór heim sumarið 2024, eftir fyrstu önnina mína. Þá ákvað ég að styrkja mig andlega og líkamlega og byggja upp sjálfstraustið. Þegar ég kom aftur út fór ég að prófa nýja hluti eins og hlaupahóp og að sækja mismunandi viðburði. Ég ýtti sjálfri mér markvisst áfram og fór að þora að upplifa nýja hluti og að kynnast nýju fólki. Það kom mér á óvart hvað fólkið hér er opið við að taka manni með opnum örmum en auðvitað virkar þetta í báðar áttir. Maður þarf að ýta sér út úr þægindarammanum og vera tilbúinn sjálfur að hleypa fólki inn í sitt líf og gefa af sér. Anna María hefur fundið fyrir heimþrá en er umkringd góðu fólki og fær mikinn stuðning frá kærasta sínum. Aðsend Mamma hefur oft komið með mér út og mamma hefur verið minn helsti stuðningur, ég hefði aldrei getað þetta án hennar. Hún hefur komið út bara til að koma mér fyrir, aðstoða mig við að gera íbúðina mína að heimili og síðan bara að vera andlegur stuðningur í gegnum allt saman. Kærasti minn, sem er í flugnámi heima, hefur líka verið einn minn helsti stuðningur hérna úti. Hann trúði á mig þegar ég trúði ekki á sjálfa mig og ég held að án stuðnings hans á hverjum degi væri ég mögulega ekki enn hérna úti og hefði heldur mögulega ekki þorað að fara út fyrir þægindarammann eins mikið og ég hef gert. Hann býr á Íslandi og við höfum því verið í fjarsambandi í nokkurn tíma, en reynum auðvitað að hittast líka eins oft og mögulegt er og þá er gott hvað það er stutt að fara til London. Ég sagði honum þegar við kynntumst að ég stefndi á London og hann studdi mig og sagði við mig að hann vilji sjá mig skína og ég er ævinlega þakklát fyrir það og kann mikið að meta traustið í sambandi okkar og hvernig við styðjum hvert annað í því að láta drauma okkar rætast, þó það þýði að við þurfum að vera í fjarsambandi. Ég trúi því að traustið sem við höfum skapað í okkar sambandi verði traust stoð fyrir framtíð okkar. Svo hefur öll fjölskyldan veitt mér svo mikilvægan stuðning, bæði andlega og líka fjárhagslega, það er ómetanlegt að hafa svona sterkt bakland og mér finnst mikilvægt að deila því að ef ég hefði ekki þennan stuðning frá fólkinu mínu þá væri ég ekki hér. Ég mæli með þessu fyrir fólk sem hefur áhuga á að flytja út eða er nýflutt út: Leggðu áherslu á að reyna að kynnast heimafólki og fólki hvaðanæva úr heiminum, ekki bara kynnast bara öðrum Íslendingum. Ég mæli sérstaklega með því að finna hreyfingu eða áhugamál til að stunda með hópi fólks, eitthvað skemmtilegt sem mun tengja þig við annað fólk með sömu áhugamál. Þannig hef ég kynnst mínum nánustu vinum hér úti og eru þau eins og önnur fjölskylda mín í dag. Það er eitthvað við það að hreyfa sig eða gera eitthvað saman og upplifa það að fara út fyrir þægindarammann með öðru fólki sem myndar djúpar tengingar á milli einstaklinga. Hlaupin eru stór hluti af lífi Önnu úti ásamt tískunni. Aðsend Hvað er framundan? Ég er á lokaárinu mínu í náminu og er á samningi hjá 66° norður. Eins og er, er London staðurinn sem mér líður best á núna. Mér finnst eins og mínu hlutverki, því sem ég get gert og gefið til samfélagsins, sé ekki lokið. Ég útskrifast úr náminu næsta vor og stefni þá á að sækja um útskriftarvegabréfsáritun sem veitir mér tækifæri til að vera hér í tvö ár til viðbótar. Hvað gerist eftir það kemur í ljós. Ég er kominn á þann stað að ég ætla að gera það sem ég nýt að gera, leggja hart að mér og njóta með mínu fólki og ég treysti því að lífið leiði mig þangað sem mér er ætlað að fara. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Hvað London er vinaleg borg og hve mikil áhersla er lögð á samfélagið og að fólk standi saman. Hér má finna viðburði og afþreyingar sem eru opnar fyrir alla. Áður en ég flutti ímyndaði ég mér að London væri svolítið köld borg og ég var ekki viss hvort ég passaði hér inn. Í dag upplifi ég London og fólkið hér sem eina mestu blessun lífs míns og verð ævinlega þakklát fyrir að mér hafi verið tekið svona vel, ég veit að það er ekki sjálfsagt. London er algjör blessun í lífi Önnu Maríu.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf úti eða kallar Ísland á þig? Eins og mér líður núna þá er London orðið svolítið heima og ég set stefnuna á að vera hér næstu árin. Ég finn að ég hef komið mér vel fyrir núna og veit að ég á margt inni hér í London. Ísland er alltaf „heima“ fyrir mér og auðvitað staðurinn þar sem rætur mínar eru. Ég sakna alltaf fjölskyldu og vina minna sem ég heimsæki reglulega. Þá er einmitt gott hve stutt er á milli London og Íslands og hve góðar flugsamgöngur eru. Ég finn reglulega að ég þrái að koma heim að hitta fólkið mitt og vera í náttúrunni, íslenskt umhverfi er eitt það fallegasta sem ég veit um. Ég er svo þakklát að fá að koma til Íslands til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast mínu námi og tískuheiminum. View this post on Instagram A post shared by Anna María Björnsdóttir (@annamaria.bjornsdottir) Hvað stendur upp úr frá lífinu úti hingað til? Fólkið og minningarnar. Ég hef fundið mitt samfélag og fólk hér úti sem hefur klárlega verið það sem stendur upp úr og finn að þeir vinir sem ég hef eignast hér munu fylgja mér alla tíð. Ég er líka svo þakklát fyrir alla reynsluna og traustið frá 66° Norður teyminu og þau tækifæri sem ég hef fengið. Þau hafa komið mér inn í bransann hérna úti og stækkað tengslanetið. Fólkið þar tók mig undir sinn verndarvæng og er stór ástæða fyrir því hvernig ég er komin inn í tískubransann. Ég heillaðist ung af vörumerkinu og skrifaði síðan lokaritgerð um fyrirtækið í markaðsfræðiáfanga í menntaskóla. Ég hóf störf hjá þeim heima á Íslandi í maí 2023, við að afgreiða í verslunum þeirra með það háleita draumamarkmið að vinna mig upp í markaðsteymið. Anna María vann sig sannarlega upp hjá 66 norður.Aðsend Í september sama ár voru þau að leita að aðstoðarstílista á setti. Ég ákvað að sækja um og fór í mínar fyrstu tökur með þeim. Ég fann strax að ég hafði fundið það sem mig langaði að starfa við. Það er eitthvað stórkostlegt við það að vinna með hópi af skapandi fagfólki, búa eitthvað til og sjá svo útkomuna. Maður þekkir ferðalagið, vinnuna og tímann sem er á bak við auglýsingarnar og efnið sem kemur á endanum út. Ég fékk síðan það tækifæri að koma í starfsnám í markaðsteyminu hérna úti í London í september 2024. Það varð síðan að stöðu innan fyrirtækisins og vinn ég í teyminu núna. Starfið mitt felst aðallega í því að aðstoða við alls konar verkefni, viðburði, taka upp samfélagsmiðlaefni og tengjast alls konar fólki í bransanum. Dagarnir eru fjölbreyttir og oftast fallegir úti hjá Önnu Maríu.Aðsend Fyrir utan það hve stórkostlega skemmtileg mér finnst vinnan mín vera þá er algjör bónus að fá að sjá staði sem ég hafði aldrei komið á áður. Til dæmis Landmannalaugar og Vestfirðina. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að koma heim og fá að sjá landið í nýju ljósi.
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Bretland Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Sjá meira