Bergþór dregur framboðið til baka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 16:20 Bergþór ásamt Sigríði Andersen flokkssystur sinni á landsþingi Miðflokksins á Nordica í dag. Vísir/Lýður Valberg Bergþór Ólason hefur dregið framboð sitt til varaformanns Miðflokksins til baka. Hann segir tímabært að fá nýtt fólk að forystusveitinni. „Rétt í þessu tilkynnti ég fulltrúum á landsþingi Miðflokksins að ég hafi ákveðið að segja mig frá framboði til varaformanns flokksins,“ skrifar Bergþór á Facebook. Það stefndi í varaformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur. Enn stefnir í slag en kjörið verður í embættið á morgun. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. „Nú er rétti tíminn til að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Ég hef skynjað sterkt vaxandi vilja til að gera breytingar og fá nýtt fólk að borðinu í samtölum mínum við flokksmenn í vikunni. Það er styrkleikamerki og ég fagna því. Miðflokkurinn er breiðfylking og hefur á að skipa fjölbreyttum og kraftmiklum hópi fólks. Sérstaklega hefur verið gaman að sjá ungliðahreyfinguna okkar eflast og þann stóra hóp ungs fólks sem leggur leið sína hingað á landsþingið,“ skrifar Bergþór. Hann vilji áfram leggja sitt af mörkum til að gefa nýju fólki tækifæri, með sína nálgun á stór verkefni, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Ég fer þó ekki langt og verð blóðugur upp að öxlum í þinginu hér eftir sem hingað til að tala fyrir stefnu Miðflokksins en hef nú loks svigrúm til að sinna kjördæminu mínu og ennfrekar málum atvinnulífsins í atvinnuveganefnd. Ekki veitir af.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miðflokkurinn Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Rétt í þessu tilkynnti ég fulltrúum á landsþingi Miðflokksins að ég hafi ákveðið að segja mig frá framboði til varaformanns flokksins,“ skrifar Bergþór á Facebook. Það stefndi í varaformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur. Enn stefnir í slag en kjörið verður í embættið á morgun. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið. „Nú er rétti tíminn til að fá nýtt fólk að forystusveitinni. Ég hef skynjað sterkt vaxandi vilja til að gera breytingar og fá nýtt fólk að borðinu í samtölum mínum við flokksmenn í vikunni. Það er styrkleikamerki og ég fagna því. Miðflokkurinn er breiðfylking og hefur á að skipa fjölbreyttum og kraftmiklum hópi fólks. Sérstaklega hefur verið gaman að sjá ungliðahreyfinguna okkar eflast og þann stóra hóp ungs fólks sem leggur leið sína hingað á landsþingið,“ skrifar Bergþór. Hann vilji áfram leggja sitt af mörkum til að gefa nýju fólki tækifæri, með sína nálgun á stór verkefni, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. „Ég fer þó ekki langt og verð blóðugur upp að öxlum í þinginu hér eftir sem hingað til að tala fyrir stefnu Miðflokksins en hef nú loks svigrúm til að sinna kjördæminu mínu og ennfrekar málum atvinnulífsins í atvinnuveganefnd. Ekki veitir af.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miðflokkurinn Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira