Gefur endurkomu undir fótinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. október 2025 12:29 Aron Can hefur ekki verið að taka upp eða flytja eigin efni á tónleikum undanfarna mánuði. Vísir/Hulda Margrét Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári. Aron Can skaut mörgum skelk í bringu í sumar þegar hann hneig niður og fékk flogakast á tónleikum í Hafnarfirði. Degi síðar lýsti hann atvikinu sem óvæntu og óþægilegu en honum liði vel þrátt fyrir að vita ekki skýringu flogakastsins. Nokkrum dögum eftir atvikið tilkynnti hann síðan að hann hyggðist taka sér pásu frá giggum til að einbeita sér að rekstri eigin fyrirtækis, R8iant. Ákvörðunin hafði legið fyrir í einhvern tíma en flogið greinilega verið frekari hvati. „Ég held ég sé búinn að keyra mig aðeins of hart út í aðeins of langan tíma,“ sagði hann þá. Aron Can mætti í Brennsluna til Rikka G og Egils Ploder í morgun og ræddi um ýmislegt, mikla hreyfingu sína og strangt mataræði undanfarin ár, rekstur fyrirtækisins R8iant og mögulega endurkomu í tónlistina. Sögusagnir um mataræðið ýktar Aron rakti í viðtalinu heilsuvegferð sína en hann hefur frá Covid lagt gríðarlega mikinn metning í líkamsrækt og er í afar góðu formi. Hann sagði sögusagnir um strangt mataræði sitt þó ýktar. „Síðasta sunnudag tók ég góðan svindldag. Borðaði, langar mig að segja, tvo kanilsnúða úr Brauð & co. og ét það sem mig langar að éta, engar áhyggjur af því,“ segir hann. Undanfarna mánuði hefur nýjasta hugðarefni hans, fyrirtækið R8iant sem selur steinefna- og saltstikur, átt hug hans allan. Hann nýtur nýja lífstílsins eftir áratug í tónlistarbransanum. „Ég er búinn að vera að spila að meðaltali kannski fjórum til fimm sinnum í viku síðan ég var sextán, það er alveg næs að kúpla sig aðeins út,“ segir hann. R8iant er enn á byrjunarstigi og vinnur Aron ýmist upp á skrifstofu eða á lagernum sem sé mikil tilbreyting. Það hafi verið auðvelt að henda sér út í að stofna fyrirtæki. „Síðan tekur við þetta langa stranga ferli, þetta er algjör þrautseigja og er það ennþá. Maður þarf að vera ,full-on focused',“ segir hann um reksturinn. „Ókei, ég þarf kannski að taka mér smá pásu frá því að gigga til þess að geta hellt mér út í þetta,“ hafi hann hugsað með sér. Fyrirtækjareksturinn sé full vinna og meira en það. Skyndilega orðinn gamall Aron segist ekkert vera að taka upp nýja tónlist þessa dagana. Hann láti nægja að vera með strákunum í IceGuys og þeir hefji bráðum undirbúning yrir tónleika í desember. „Maður þarf auðvitað að sinna því sem mér finnst ógeðslega gaman því það er gaman allt í gegn. Við erum fimm saman að hlæja, hafa gaman og búa til eitthvað skemmtilegt og fara á dansæfingar bráðum,“ segir hann. Aron Can og Theo Can.Aron Can Er einhver dagsetning sem þú horfir á fram í tímann þar sem þú ætlar að byrja að gigga? „Nei, akkúrat núna er ég slakur. Held kannski mögulega stóra tónleika á næsta ári, tíu ára afmælistónleika,“ segir hann og bætir við: „Allt í einu ,feeling old'.“ „Ég er slakur yfir því núna, held það komi bara í ljós,“ segir hann. Það væri ógeðslega grillað að gera það ekki, Aron. „Ég veit, það væri það,“ segir hann og bætir við að Laugardalshöllin væri góður vettvangur. Tónlist Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Sjá meira
Aron Can skaut mörgum skelk í bringu í sumar þegar hann hneig niður og fékk flogakast á tónleikum í Hafnarfirði. Degi síðar lýsti hann atvikinu sem óvæntu og óþægilegu en honum liði vel þrátt fyrir að vita ekki skýringu flogakastsins. Nokkrum dögum eftir atvikið tilkynnti hann síðan að hann hyggðist taka sér pásu frá giggum til að einbeita sér að rekstri eigin fyrirtækis, R8iant. Ákvörðunin hafði legið fyrir í einhvern tíma en flogið greinilega verið frekari hvati. „Ég held ég sé búinn að keyra mig aðeins of hart út í aðeins of langan tíma,“ sagði hann þá. Aron Can mætti í Brennsluna til Rikka G og Egils Ploder í morgun og ræddi um ýmislegt, mikla hreyfingu sína og strangt mataræði undanfarin ár, rekstur fyrirtækisins R8iant og mögulega endurkomu í tónlistina. Sögusagnir um mataræðið ýktar Aron rakti í viðtalinu heilsuvegferð sína en hann hefur frá Covid lagt gríðarlega mikinn metning í líkamsrækt og er í afar góðu formi. Hann sagði sögusagnir um strangt mataræði sitt þó ýktar. „Síðasta sunnudag tók ég góðan svindldag. Borðaði, langar mig að segja, tvo kanilsnúða úr Brauð & co. og ét það sem mig langar að éta, engar áhyggjur af því,“ segir hann. Undanfarna mánuði hefur nýjasta hugðarefni hans, fyrirtækið R8iant sem selur steinefna- og saltstikur, átt hug hans allan. Hann nýtur nýja lífstílsins eftir áratug í tónlistarbransanum. „Ég er búinn að vera að spila að meðaltali kannski fjórum til fimm sinnum í viku síðan ég var sextán, það er alveg næs að kúpla sig aðeins út,“ segir hann. R8iant er enn á byrjunarstigi og vinnur Aron ýmist upp á skrifstofu eða á lagernum sem sé mikil tilbreyting. Það hafi verið auðvelt að henda sér út í að stofna fyrirtæki. „Síðan tekur við þetta langa stranga ferli, þetta er algjör þrautseigja og er það ennþá. Maður þarf að vera ,full-on focused',“ segir hann um reksturinn. „Ókei, ég þarf kannski að taka mér smá pásu frá því að gigga til þess að geta hellt mér út í þetta,“ hafi hann hugsað með sér. Fyrirtækjareksturinn sé full vinna og meira en það. Skyndilega orðinn gamall Aron segist ekkert vera að taka upp nýja tónlist þessa dagana. Hann láti nægja að vera með strákunum í IceGuys og þeir hefji bráðum undirbúning yrir tónleika í desember. „Maður þarf auðvitað að sinna því sem mér finnst ógeðslega gaman því það er gaman allt í gegn. Við erum fimm saman að hlæja, hafa gaman og búa til eitthvað skemmtilegt og fara á dansæfingar bráðum,“ segir hann. Aron Can og Theo Can.Aron Can Er einhver dagsetning sem þú horfir á fram í tímann þar sem þú ætlar að byrja að gigga? „Nei, akkúrat núna er ég slakur. Held kannski mögulega stóra tónleika á næsta ári, tíu ára afmælistónleika,“ segir hann og bætir við: „Allt í einu ,feeling old'.“ „Ég er slakur yfir því núna, held það komi bara í ljós,“ segir hann. Það væri ógeðslega grillað að gera það ekki, Aron. „Ég veit, það væri það,“ segir hann og bætir við að Laugardalshöllin væri góður vettvangur.
Tónlist Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36 Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. 3. október 2025 12:36