Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. október 2025 21:30 Eigendur Donnu og Kráku voru meðal þeirra sem vonuðust til að standast próf Rauða krossins í dag. vísir/Lýður Valberg Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins fóru fram í dag þar sem mat var lagt á 20 hunda og eigendur þeirra sem vonast eftir því að taka þátt í hundavinaverkefni Rauða krossins. Það miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Fréttastofa hlaut þann heiður að fylgjast með umræddu mati. Hér í húsakynnum Rauða krossins í Víkurhvarfi í Kópavogi fóru fram afar sérkennilegar áheyrnarprufur í dag þar sem var lagt mat á fjöldann allan af hundum eins og hana Kráku sem má berja augum í spilaranum hér að neðan fyrir ákveðið sjálfboðastarf eða svokallað hundavinaverkefni. „Togum aðeins í skottið, bara til að kanna viðbrögðin“ Verkefnið gengur út á það að rjúfa félagslega einangrun með sérstökum heimsóknum þar sem hundur og sjálfboðaliði heimsækja fólk sem þarf á því að halda. „Það svona ósjálfrátt skapar tengingu á milli fólks að hafa þessa fjórfættu dásemd með okkur og hún er sammála,“ sagði Þórdís Björg Björgvinsdóttir, matsmaður og hundasérfræðingur, og vísar til þess að Kráka geltir hátt og snjallt þegar minnst er á fjórfætta dásemd. Hundurinn Kráka stóðst matið auðveldlega.vísir/Lýður Valberg Ekki allir hundar henta vel í verkefnið og mat því mikilvægt. Fréttastofa fékk að fylgjast með einu slíku mati. Nú er hundur að bíða hérna eftir að koma inn í mat. Byrjar matið bara um leið og hann gengur inn? „Já í raun og veru. Frá fyrstu sekúndu. Er ég að fylgjast með því hvað hann er að gera og hvernig hann bregst við. Kráka. Gjörðu svo vel. Gangið í bæinn. Fyrstu viðbrögð virðast bara mjög góð. Hún labbar hérna sjálfsörugg inn. Eltir eiganda sinn og er ekki með neitt vesen.“ Þá hóf Þórdís að kanna hvernig Kráka bregst við áreiti þar sem aðstæður geta verið alls konar. „Ef það eru smáhundar þá tökum við þá yfirleitt í fangið. Komum við aftur loppur. Togum aðeins í skottið. Bara til að kanna viðbrögðin. Því í raun og veru ef hún sýnir einhver viðbrögð að þá hentar hún ekki sem heimsóknahundur.“ Væri búið að koma í ljós ef Donna væri grimm „Sem eigandi er ég bara mjög ánægð að sjá að hún þolir þetta bögg frá Þórdísi,“ sagði Sigríður Margrét Jónsdóttir, eigandi Kráku og annar matsmaður Rauða krossins. Er það að einhverju leyti léttir að sjá að hundurinn er svona vel upp alinn? „Vel upp alinn? Jú jú, það er mjög mikill léttir.“ Donna heitir í raun Madonna eftir söngkonunni góðkunnu en er ávallt kölluð Donna.vísir/Lýður Valberg Kristjana Gunnarsdóttir, eigandi Donnu, vonast innilega til að geta látið gott af sér leiða í gegnum verkefnið. Ertu vongóð um að hún standist matið? „Já, ég vona það. Hún er rosalega blíð og barnabörnin mín eru búin að gera á henni nokkur svona próf. Ef hún væri eitthvað smá grimm þá væri það komið í ljós.“ Hundar Dýr Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Hér í húsakynnum Rauða krossins í Víkurhvarfi í Kópavogi fóru fram afar sérkennilegar áheyrnarprufur í dag þar sem var lagt mat á fjöldann allan af hundum eins og hana Kráku sem má berja augum í spilaranum hér að neðan fyrir ákveðið sjálfboðastarf eða svokallað hundavinaverkefni. „Togum aðeins í skottið, bara til að kanna viðbrögðin“ Verkefnið gengur út á það að rjúfa félagslega einangrun með sérstökum heimsóknum þar sem hundur og sjálfboðaliði heimsækja fólk sem þarf á því að halda. „Það svona ósjálfrátt skapar tengingu á milli fólks að hafa þessa fjórfættu dásemd með okkur og hún er sammála,“ sagði Þórdís Björg Björgvinsdóttir, matsmaður og hundasérfræðingur, og vísar til þess að Kráka geltir hátt og snjallt þegar minnst er á fjórfætta dásemd. Hundurinn Kráka stóðst matið auðveldlega.vísir/Lýður Valberg Ekki allir hundar henta vel í verkefnið og mat því mikilvægt. Fréttastofa fékk að fylgjast með einu slíku mati. Nú er hundur að bíða hérna eftir að koma inn í mat. Byrjar matið bara um leið og hann gengur inn? „Já í raun og veru. Frá fyrstu sekúndu. Er ég að fylgjast með því hvað hann er að gera og hvernig hann bregst við. Kráka. Gjörðu svo vel. Gangið í bæinn. Fyrstu viðbrögð virðast bara mjög góð. Hún labbar hérna sjálfsörugg inn. Eltir eiganda sinn og er ekki með neitt vesen.“ Þá hóf Þórdís að kanna hvernig Kráka bregst við áreiti þar sem aðstæður geta verið alls konar. „Ef það eru smáhundar þá tökum við þá yfirleitt í fangið. Komum við aftur loppur. Togum aðeins í skottið. Bara til að kanna viðbrögðin. Því í raun og veru ef hún sýnir einhver viðbrögð að þá hentar hún ekki sem heimsóknahundur.“ Væri búið að koma í ljós ef Donna væri grimm „Sem eigandi er ég bara mjög ánægð að sjá að hún þolir þetta bögg frá Þórdísi,“ sagði Sigríður Margrét Jónsdóttir, eigandi Kráku og annar matsmaður Rauða krossins. Er það að einhverju leyti léttir að sjá að hundurinn er svona vel upp alinn? „Vel upp alinn? Jú jú, það er mjög mikill léttir.“ Donna heitir í raun Madonna eftir söngkonunni góðkunnu en er ávallt kölluð Donna.vísir/Lýður Valberg Kristjana Gunnarsdóttir, eigandi Donnu, vonast innilega til að geta látið gott af sér leiða í gegnum verkefnið. Ertu vongóð um að hún standist matið? „Já, ég vona það. Hún er rosalega blíð og barnabörnin mín eru búin að gera á henni nokkur svona próf. Ef hún væri eitthvað smá grimm þá væri það komið í ljós.“
Hundar Dýr Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira