Óttast áhrifin á vinnandi mæður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Samsett Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira