Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2025 13:46 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra og Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, Vísir/Lýður Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, segist sjá sóknarfæri fyrir bæði sveitarfélög verði að sameiningu. „Við sjáum möguleika á auknum slagkrafti. Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta þessi tvö sveitarfélög. Sauðfjárrækt mjög stór í báðum héruðunum þannig við þurfum að bæta í þar, fá aukna aðstoð og aukna framleigð út úr þeim atvinnuvegi. Svo eru það samgöngurnar sem skipta okkur miklu máli,“ segir Björn Bjarki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Nefndin hefur boðað til íbúafunda, annars vegar í Dalabúð í Búðardal þann 14. október klukkan 17:00-19:00 og hins vegar í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 15. október kl. 17:00-19:00. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, ítrekar mikilvægi þess að rödd íbúa fái að heyrast í ferlinu. „Við erum bara í heilmikilli vinnu núna að skoða með hvaða hætti væri hægt að stilla upp hugsanlegu sameiginlegu sveitarfélagi og erum að kalla íbúa að borðinu í því samtali með íbúafundum sem verða allra næstu daga,“ segir Unnir. Sameiningar sveitarfélaga eru mikið hitamál á mörgum stöðum um landið, einkum vegna kröfu stjórnvalda um að minni sveitarfélög sameinist í stærri. Unnur lítur ekki svo á að svo sé í þessu tilfelli. „Ef við erum að horfa á þetta ferli þá erum við alls ekki að tala um þvingaða sameiningu, heldur eru þetta sveitarfélög sem eru mjög svipuð að samsetningu og standa mjög svipað fjárhagslega sem eru að koma inn í samtalið jafnfætis, og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli upp á samtalið, traustið í viðræðunum og hvernig hægt væri að stilla upp hugsanlega sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Unnur Valborg. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, segist sjá sóknarfæri fyrir bæði sveitarfélög verði að sameiningu. „Við sjáum möguleika á auknum slagkrafti. Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta þessi tvö sveitarfélög. Sauðfjárrækt mjög stór í báðum héruðunum þannig við þurfum að bæta í þar, fá aukna aðstoð og aukna framleigð út úr þeim atvinnuvegi. Svo eru það samgöngurnar sem skipta okkur miklu máli,“ segir Björn Bjarki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Nefndin hefur boðað til íbúafunda, annars vegar í Dalabúð í Búðardal þann 14. október klukkan 17:00-19:00 og hins vegar í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 15. október kl. 17:00-19:00. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, ítrekar mikilvægi þess að rödd íbúa fái að heyrast í ferlinu. „Við erum bara í heilmikilli vinnu núna að skoða með hvaða hætti væri hægt að stilla upp hugsanlegu sameiginlegu sveitarfélagi og erum að kalla íbúa að borðinu í því samtali með íbúafundum sem verða allra næstu daga,“ segir Unnir. Sameiningar sveitarfélaga eru mikið hitamál á mörgum stöðum um landið, einkum vegna kröfu stjórnvalda um að minni sveitarfélög sameinist í stærri. Unnur lítur ekki svo á að svo sé í þessu tilfelli. „Ef við erum að horfa á þetta ferli þá erum við alls ekki að tala um þvingaða sameiningu, heldur eru þetta sveitarfélög sem eru mjög svipuð að samsetningu og standa mjög svipað fjárhagslega sem eru að koma inn í samtalið jafnfætis, og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli upp á samtalið, traustið í viðræðunum og hvernig hægt væri að stilla upp hugsanlega sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Unnur Valborg.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira