Óttast áhrifin á vinnandi mæður Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Samsett Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tókust á um nýjar tillögur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkurborgar um leikskóla. Í tillögunum er meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börnin sín fyrr á föstudögum og þá foreldra sem nýta ekki svokallaða skráningardaga. Líf segir að tillögurnar séu eins konar svar við manneklu. „Það sem við gerum, ólíkt öðrum sveitarfélögum sem hafa farið alls konar leiðir, allt í kringum okkur úti á landi, er að við setjum þetta í samráð. Við spyrjum hvort þetta sé eitthvað sem ykkur gæti hugnast,“ segir Líf. Hildur segist hafa töluverðar áhyggjur af tillögunum. Leikskólavandinn sé margþættur en lausnin sé ekki að hækka gjaldskrána. „Ég nefni þessi tvö atriði til að manna betur leikskólana. Það er endurskipulagning leikskóladagsins og svo er það auðvitað heilnæmt húsnæði. Við höfum séð það á síðustu árum að það hefur verið mikill viðhaldsvandi í skólahúsnæði borgarinnar. Hann hefur leitt það af sér að börn eru auðvitað dæmi þess, við höfum séð það mikið í Vesturbænum, að leikskólarnir eru að mygla og börnin eru á hrakhólum og flakka á milli húsa. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsfólk sömuleiðis,“ segir Hildur. Úr lægstu í þau hæstu Í stað þess að útfæra hvernig ætti að innleiða tillögurnar fór að mati Hildar meiri vinna í að hnika til gjaldskránna. „Með þessari gjaldskrá sem nú er kynnt þá fara leikskólagjöld úr því að vera þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu, sem mér finnst ekkert endilega vera neitt markmið, yfir í að vera hæstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem þurfa að nýta fulla vistun og fá enga afslætti,“ segir Hildur. Líf bendir á að einungis sé um eitt dæmi að ræða og að leikskólagjöldin séu einungis þúsund krónum hærri en þau í Kópavogi. „Ég óttast að þessar breytingar muni koma verst niður á vinnandi mæðrum, fólki í vaktavinnu með lítinn sveigjanleika í sínu starfi og fólki með lítið bakland,“ segir Hildur. Líf segir ekki markmiðið með breytingunum að búa til ójöfnuð. „Ef að þessi gjaldskrá er að koma hart niður á þessum hópum sem Hildur nefnir þá tökum við það til skoðunar eftir samráðið. Okkur er mjög mikið um að passa upp á þessa hópa og búa til öryggisnet,“ segir Líf. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira