Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 12:13 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig. Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig.
Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira