Menning

Sveppi, Ari Eld­járn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tón­leikum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Róbert Örn spilaði aðallega á bassa.
Róbert Örn spilaði aðallega á bassa. Aðsend

Hljómsveitin Ég kemur saman á ný og heldur sérstaka tónleika í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 30. október 2025, til heiðurs leiðtoga, söngvara, laga- og textahöfundi sveitarinnar, Róberti Erni Hjálmtýssyni. Meðlimir Ég fá til liðs við sig á tónleikunum fjölda gestasöngvara eins og Valdimar Guðmundsson, Eyþór Inga, Heiðu Eiríks, Bjarka Sig, Ara Eldjárn, Örn Eldjárn og Sverri Þór Sverrisson (Sveppi).

Róbert Örn féll frá í júní í fyrra, þá 47 ára gamall. Á heimasíðunni Glatkistunni segir að Róbert hafi verið Breiðhyltingur í húð og hár en hafi verið fæddur í Svíþjóð. Hann hafi stundað íþróttir á æskuárunum en á unglingsaldri hafi tónlistin tekið yfir og bassi orðið hans helsta hljóðfæri.

Í tilkynningu um tónleikana segir að plata sveitarinnar, Plata ársins, verði flutt í tilefni af tuttugu ára afmæli hennar. Einnig verði önnur vinsæl lög frá ferli hljómsveitarinnar flutt.

„Ég var einstök sveit og munaði þar mest um ótrúlega sýn Róberts á hlutina. Gagnrýnendur lofuðu sveitina jafnan í hástert, m.a. skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen þessi orð um Róbert: „...þeir fáu sem hlýtt hafa á tónlist hans og sótt tónleika tilbiðja hann sem snilling (ég þar með talinn) á meðan restin af heiminum missir því miður af.“,“ segir í tilkynningunni um tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.